Fréttir
  • Á Hringveginum í ágúst 2015
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Mikil umferð í ágúst á Hringveginum

umferðin jókst um rúm fimm prósent í ágúst

1.9.2015

Umferðin á Hringveginum í ágústmánuði jókst um ríflega fimm prósent frá því í ágúst í fyrra. Þetta er mikil aukning sem bætist við mikla aukningu í sama mánuði í fyrra. Aldrei hafa fleiri bílar ekið um teljara Vegagerðarinnar í ágústmánuði. Nú er útlit fyrir að umferðin á Hringveginum aukist um fjögur prósent í ár.

Milli mánaða 2014 og 2015
Umferð jókst um 5,2% mæld um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi milli ágúst mánaða 2014 og 2015. Þessi mikla aukning vekur athygli þar sem umferðin hafði einnig aukist mikið á síðasta ári milli sömu mánaða.  Enn eitt metið fellur nú í ár þ.e.a.s. aldrei hafa fleiri ökutæki mælst yfir teljarasniðin í ágúst mánuði fram til þessa. Mest jókst umferðin um Austurland eða um 15,8%, en minnst um Vesturland eða um 0,9%.

Samanaburðartafla

Frá áramótum 2014 og 2015
Umferðin hefur nú vaxið um 3,8% frá áramótum borin saman við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er talsverður vöxtur en heldur minni en mældist fyrir sama tímabil á síðasta ári en þá hafði umferðin aukist um 5,6%.  Þessi vöxtur er þó algerlega í takt við hagvaxtarspár Seðlabanka Íslands. Umferðin hefur aukist mest á Austurlandi eða um 9,9% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 3,3%.

Umferð eftir vikudögum
Umferð hefur nú aukist alla vikudaga en hlutfallslega mest á þriðjudögum eða um 5,8% en minnst á sunnudögum eða um 1,0%. Umferðin eykst meira á virkum dögum en um helgar.  Eins og áður er lang mest ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Horfur út árið
Nú er áætlað að umferðin á Hringvegi geti aukist um tæp 4% árið 2015 miðað við árið 2014.  Ef það gengi eftir yrði það í samræmi við Hagvaxtarspár SBÍ og þriðja árið í röð þar sem umferð eykst á milli ára. 

Talnaefni