Fréttir
  • Wow hjólreiðakeppnin 2014
  • Wow hjólreiðakeppnin 2014
  • Wow hjólreiðakeppnin 2014
  • Wow hjólreiðakeppnin 2014

Fylgst með í vefmyndavélum

sumir fylgjast með Wow hjólakeppninni á Hringveginum

23.6.2015

Vefmyndavélar Vegagerðarinnar eru margar og á mörgum stöðum, eða meira en 600 sjónarhorn á 115 stöðum. Þær eru til margra hluta nytsamlegar, nýtast vegfarendum og Vegagerðinni í vetrarþjónustunni sérstaklega. En sumir notuðu þær í fyrra til að fylgjast með Wow hjólreiðakeppninni hringinn um landið sér til ánægju og af áhuga fyrir keppninni.


Það er ekki víst að það verði jafnmikil þörf á því í ár þar sem sjónvarpað verður frá keppninni. Hún hefst í síðdegis og henni lýkur á fimmtudag. Þess vegna eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með og aka varlega þar sem búast má við hjólreiðamönnum á ferð. Hjólandi eru að sama skapi hvattir til að fara varlega og taka tillit til umferðarinnar. Öryggið skiptir öllu og er ávalt í fyrsta sæti.

Yfirleitt eru vefmyndavélar Vegagerðarinnar á fjallvegum, þar sem hæst er og góð yfirsýn yfir snjó og skafrenning og annað það sem gott er að sjá varðandi færð á vetrum. Vélarnar eru yfirleitt þrjár á hverjum stað, ein beint niður á veg og síðan ein í sín hvora áttina. Sjá hér.

Með fylgja myndir úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar (skjáskot) frá því í fyrra.