Fréttir
  • Skemmdir á vegakerfinu
  • Skemmdir á vegakerfinu

Tjón tilkynnist Vegagerðinni

tjón á þjóðvegum þar sem Vegagerðin er veghaldari

1.6.2015

Sjóvá hefur frá og með deginum í dag (1. júní) hætt sem tryggingarfélag Vegagerðarinnar. Tjón á ökutækjum vegna ástands vega sem verða eftir það, eða sem hafa orðið frá og með miðnætti 1. júní, geta vegfarendur tilkynnt beint til Vegagerðarinnar og óskað eftir bótum telji þeir bótaskyldu fyrir hendi.

Hægt er að tilkynna tjón með því að fylla út eyðublað sem er að finna á heimasíðunni og senda á tjon(hjá)vegagerdin.is.

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og því er ekki unnt að tilkynna til Vegagerðarinnar önnur tjón en þau sem verða á þjóðvegum. Tjón sem sem verða á götum í umsjá sveitarfélaga verður að tilkynna annað. Vegagerðin tekur fram að um bótaskyldu veghaldara gildir ákvæði 58. gr. vegalaga nr. 80/2007:

"Veghaldari vegar sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar ber ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar tjónið er að rekja til gáleysis veghaldara við veghaldið og sannað er að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni."

Vegagerðin bregst við eins fljótt og unnt er ef tilkynnt er um vegskemmd á vegi með viðgerð eða viðvörunarmerkingum. Hafi Vegagerðin brugðist nægilega fljótt við tilkynningum sem berast er að jafnaði ekki um bótaskyldu að ræða. Meta þarf hverju sinni hvort svo er en ljóst að starfsmenn Vegagerðarinnar geta ekki haft stöðugt eftirlit með öllu þjóðvegakerfi landsins. Vegskemmdir geta myndast skyndilega og geta starfsmenn Vegagerðarinnar því ekki alfarið fyrirbyggt hættu á tjóni. 

Aðgæsla ökumanna er besta leiðin til að forða tjónum.