Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin samanlagt
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Minni umferð í júlí í ár en í fyrra á Hringveginum

frekar óvæntur samdráttur í umferðinni

4.8.2022

Umferðin í júlí um lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum reyndist um prósenti minni en í sama mánuði í fyrra. Samt er þetta annar umferðarmesti júlí frá því mælingar af þessu tagi hófust. Reikna má með að umferðin í ár verði ríflega 1,5 prósenti meiri en árið 2021.

Milli mánaða
Umferðin í nýliðnum júlí, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, reyndist minni en von var á, sé tekið mið af júní umferð, og mældist hún tæpu einu prósenti undir því sem hún var í júlí í fyrra. Engu að síður er þetta næst stærsti júlí mánuður frá upphafi mælinga.

Umferð dróst saman á öllum svæðum utan Suðurlands og um teljara í grennd við höfuðborgarsvæðið.  Mestur samdráttur mældist um Austurland eða rúmlega 21% samdráttur, miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Mest jókst umferð á lykilteljara vestan Hvolsvallar eða um tæp 9% og er það trúlega vegna landsmóts hestamanna, þar í grennd. Mesti samdráttur mældist um teljara á Möðrudalsöræfum eða rétt rúmlega 50% samdráttur.

Samanburðartafla







Frá áramótum
Nú hefur umferð aukist um tæp 3%, frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Mest hefur umferð vaxið á Austurlandi en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar mælist örlítill samdráttur.

Umferð eftir vikudögum
Frá áramótum hefur minnst verið ekið á laugardögum en mest á föstudögum.  Aukning er í umferð á öllum vikudögum utan mánudaga, en þar mælist rúmlega hálft prósent samdráttur.

Horfur út árið
Núna stefnir umferðin í að vera rétt rúmlega einu og hálfu prósentu meiri, en hún var á síðasta ári. Gangi sú spá eftir yrði umferðin á Hringveginum, svo gott sem, á pari við umferðina eins og hún var árið 2018.