Fréttir
  • Mínar síður

Mínar síður Vegagerðarinnar - tjónstilkynningar

unnið að aukinni rafrænni stjórnsýslu

9.5.2019

Vegagerðin hefur sett á laggirnar Mínar síður á vef sínum í þeim tilgangi að bæta rafræna stjórnsýslu. Til að byrja með verður hægt að tilkynna um tjón á Mínum síðum en hægt og bítandi munu fleiri viðfangsefni verða aðgengileg á Mínum síðum. 

Einstaklingar þurfa að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að komast inn á Mínar síður. Varðandi t.d. tjónstilkynningar fer öll afgreiðsla og samskipti fram í gegnum kerfið ásamt því að afstaða Vegagerðarinnar til bótakrafna verður sýnileg þar. 

Vegagerðin bendir á að hægt er að beina öðrum samskiptum vegna tjónamála stofnunarinnar í gegnum netfangið tjon@vegagerdin.is.

Hægt er að fara inn á mínar síður gegnum lásinn hér á heimasíðunni sem er að finna í hægra horninu efst á milli stækkunarglersins og EN.