Fréttir
  • Lokanir vegna Skaftárhlaups á hálendinu
  • Skaftárhlaup september 2021
  • Skaftárhlaup september 2021
  • Skaftárhlaup september 2021
  • Skaftárhlaup september 2021

Lokanir vegna Skaftárhlaups

Lokað á hálendinu, Hringvegurinn opinn enn þá

7.9.2021

Fjallabaksleið nyrðri hefur verið lokað svo og hluta af Fjallabaksleið syðri vegna hlaupsins í Skaftá. Hlaupið er á leið niður og í átt að Hringveginum en alls óljóst hvort koma þurfi til lokunar á honum.  Komi til þess verður opin hjáleið um Meðalland.

Fjallabaksleið nyrðri (F208) er lokuð austan Landmannalauga, við Álftavatnskrók (F233) og Langasjó (F235). Fjallabaksleið syðri (F210) er lokuð austan við gatnamót við Öldufellsleið (F232). Sjá kort.

Þar fer eftir þróun hlaupsins hvort flæði yfir Hringveginn en komi til þess er líklegt að honum verði lokað einnig. Hjáleið yrði þó um Meðallandsveg en vert er að hafa í huga að það er mjór vegur, að hluta malarvegur og seinfarinn. Ferðalangar þurfa að áætla sér lengri tíma komi til þess. Vegurinn hefur verið heflaður og rykbundinn.

Á myndunum má sjá hlaupið í gær, og hvað það er komið mikið vatn í hraunið og ljóst að það tekur ekki við miklu meira vatni. Neðsta myndin er frá Fjallabaksleið syðri (þar sem ekki er lokað) á Emstruleið en Markarfljótið fór þar yfir veg, enda vatnavextir víða, búið er að laga þessa skemmd og leiðin fær.