Fréttir
  • Umferðin samanlagt
  • Umferðin hlutfallsleg breyting
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Enn slegið met í umferðinni á Hringvegi í apríl

aukningin samt minni en undanfarna mánuði

5.5.2023

Umferðin á Hringvegi jókst um tæplega fjögur prósent í apríl sem er heldur minni aukning en mánuðina á undan. Eigi að síður hefur ekki áður mælst meiri umferð í apríl. Umferðin hefur aukist mjög mikið það sem af er ári og má reikna með að umferðin í ár aukist um tíu prósent sem er gríðarlega mikil aukning, gangi spár eftir.

Umferð milli mánaða
Umferðin í nýliðnum apríl jókst heldur hóflegar en hún gerði á tímabilinu janúar til mars, borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Aukningin reyndist tæp 4%, en sú aukning eins og í mánuðunum á undan,  leiddi til þess að nýtt met var slegið í umferðinni í apríl á Hringveginum.

Mest jókst umferðin Suðurland eða um tæp 10% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 1%.

Af einstaka stöðum jókst umferð mest yfir teljara á Mýrdalssandi eða um 26% minnst um teljara á Geithálsi eða um 0,1%.

Samanburðartafla


Frá áramótum
Nú hefur umferðin aukist um tæp 13%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þó slík stærðargráða sé ekki einsdæmi, miðað við árstíma, er hún samt um þrisvar sinnum meiri en í meðalári.

Mest hefur aukningin orðið um Suðurland, eða tæp 23% aukning,  en minnst um Austurland, eða rúmlega 6% aukning.

Umferð eftir vikudögum
Umferð hefur aukist í öllum vikudögum en mest á mánudögum eða um tæp 21%. Minnst hefur umferðin aukist á sunnudögum.  Umferð hefur aukist um tæplega 14% á virkum dögum en um rúmlega 11% um helgar.  Að umferð aukist meira á virkum dögum en um helgar gefur vísbendingu um aukin umsvif í þjóðfélaginu.

Það sem af er ári hefur mest verið ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2023
Nú þegar 4 mánuðir eru liðnir af árinu bendir reiknilíkan umferðardeildar til þess að mikil aukning verði í umferðinni nú í ár, miðað við síðasta ár, eða um 10%. Þessi spá byggir á því að einkenni umferðar verði hefðbundin út árið.