Fréttir
  • Dýpkunarskipið Álfsnes

Dýpkað verður í Landeyjahöfn eftir helgi

of mikil alda til að dýpka þar til á þriðjudag

26.5.2023

Reiknað er með að hægt verði að hefjast handa við dýpkun í Landeyjahöfn á þriðjudag 30. maí þegar útlit er fyrir minni ölduhæð en næstu daga. Frekar grunnt er í innsiglingunni og hugsanlegt að það gæti haft áhrif á siglingar ef ölduhæð er mjög mikil.

Spáð er minnkandi ölduhæð á þriðjudag. Dýpkunarskipið Álfsnes er við vinnu á Ísafirði og verður þar fram á sunnudag. Álfsnesið verður komið til Landeyjahafnar á þriðjudag.

Dýpið er komið niður í u.þ.b. 4 m í hafnarmynninu,  innan hafnar er einnig grunnt við innri Eystri-garðinn.

Hér er nýjasta dýptarmælingin frá 25. maí.

Það þarf að taka um 30.000 m3 úr hafnarmynninu og um 40.000 m3 innan hafnar. Reiknað er með að það taki um vikutíma upp í 10 daga, framvindan fer eftir veðri.

Langtímaspáin eftir þriðjudag er nokkuð góð.