Fréttir
  • Covid umferðin það sem af er ári 18.01.2021
  • Covid á Hb vika 3

Dregur úr samdrætti umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð mikill samdráttur eigi að síður frá áramótum

18.1.2021

Umferðin í þriðju viku ársins á höfuðborgarsvæðinu reyndist um 4% minni en í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsti samdráttur milli vikna það sem af er ári.  Samtals frá áramótum hefur umferðin nú dregist saman um 14%. 

Mest dróst umferðin saman um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða um 10,2% en minnst um mælisnið á Reykjanesbraut eða um 1,4%.

Breytingar milli áranna 2020 og 2021 í viku 3 eftir mælisniðum:

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk       -10,2%
Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi        -1,4%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku          -2,2%