Byggjum brýr – brúarráðstefna Vegagerðarinnar
Haldin á Hótel Reykjavík Grand 26. apríl 2023
Vegagerðin stendur fyrir brúarráðstefnunni Byggjum brýr 26. apríl 2023 í Háteigi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 9:00 til 16:30. Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn.
Ráðstefnugjald er 9.000 krónur en afsláttur veittur eldri borgurum og námsfólki. Innifalið í gjaldinu er aðgangur, veitingar í kaffihléum, hádegisverður og móttaka að ráðstefnu lokinni.
Gestir skrá sig með því að smella á meðfylgjandi hlekk:
Skráning á ráðstefnuna
Á Íslandi eru 1.185 brýr, þar af eru 225 þeirra á Hringveginum. Á brúarráðstefnunni verður farið yfir sögu brúa á Íslandi, hver staðan er á fækkun einbreiðra brúa, skoðaðar nokkrar áhugaverðar brýr sem eru í framkvæmd eða á teikniborðinu og farið yfir áskoranir framtíðar. Þá verður hönnun brúa í tengslum við náttúruhamfarir, áhrif loftslagsbreytinga og áskoranir verktaka í brúargerð einnig til umfjöllunar.
Dagskráin:
Setning ráðstefnu - Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. |
Ávarp ráðherra - Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. |
Brýr fyrr og nú - Guðrún Þóra Garðarsdóttir brúarverkfræðingur, Vegagerðin. |
Þegar brúin var byggð á 96 klukkustundum - Brúavinnuflokkar Vegagerðarinnar - Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri. |
Einbreiðar brýr í fortíð og nútíð - Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Vegagerðin. |
Kaffipása |
Bridging Generations: Exploring the Old and New Storstrom Bridge - Anne Moloney brúarverkfræðingur, Ramboll. |
Áskoranir verktaka - Karl Andreassen framkvæmdastjóri, Ístak. |
Brú yfir Þorskafjörð - ekki bara brú - G. Reynir Georgsson, sérfræðingur á umsjónardeild Vestursvæðis, Vegagerðin. |
Alda - ný brú yfir Fossvog - Magnús Arason byggingarverkfræðingur, EFLA. |
Umræður |
H á d e g i s v e r ð u r |
Together we are stronger - collaborations in bridge design - Martin Knight brúararkitekt, Knight Architects. |
Viðhald brúa - staða og stefnumótun - Valur Birgisson, verkefnastjóri á framkvæmdadeild, Vegagerðin. |
Jökulhlaup á Íslandi tengd eldvirkni og jarðhita - lærdómur sögunnar, framtíðarhorfur og hættumat innan verkefnisins GOSVÁ - Magnús Tumi Guðmundsson prófessor, Háskóli Íslands. |
Nýsköpun og þróun innan og utan Vegagerðarinnar - Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna, Vegagerðin. |
Kaffipása |
Aðlögun að loftlagsbreytingum á Íslandi - Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar, Veðurstofan. |
Nýja Ölfusárbrúin - Stiklað á stóru um forsöguna, helstu áskoranir og lausnir - Einar Óskarsson brúarverkfræðingur, Vegagerðin. |
Hvað ber framtíðin í skauti sér? Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Vegagerðin. |
Umræður |
Léttar veitingar |