Fréttir
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017
  • Viðhorfskönnun - Þjóðvegir landsins vetur 2017

Betra viðhorf til Vegagerðarinnar

aukin  jákvæðni gagnvart Vegagerðinni

23.6.2017

Aukin jákvæðni er í garð Vegagerðarinnar og aukin ánægja með störf stofnunarinnar samkvæmt viðhorfskönnun um þjóðvegi landsins sem Maskína vinnur fyrir Vegagerðina tvisvar á ári. Samkvæmt vetrarkönnuninni eru nú nokkuð fleiri sem finnst Vegagerðin sýnileg, þar sé  almennt mikil fagmennska, símaþjónusta sé góð og Vegagerðin sé framsýn. Fleiri eru jákvæðir gagnvart Vegagerðinni en í síðustu könnun.

Einnig eru fleiri sem finnst Vegagerðin standa sig vel í snjómokstri, og fleiri sem eru ánægðir með lokanir vegna ófærðar eða óveðurs. En almennt hefur verið mikil ánægja með þær aðgerðir og vegfarendur ekki bara sýnt lokunum skilning heldur verið mjög jákvæðir gagnvart þeim. Lítillega fleir eru ánægðir með hálkuvarnir en áður, og einnig í jákvæðu viðhorfi til þess að breikka og tvöfalda akreinar, eða hvernig Vegagerðin stendur sig í því. Aukning er einnig þótt óveruleg sé í ánægju með heimasíðuna. En örlítið færri en áður telja heimasíðuna aðgengilega og aðeins færri en í síðustu könnum upplifa sig örugga á þjóðvegum landsins.

En almennt þá eykst jákvæðni gagnvart Vegagerðinni miðað við síðustu kannanir, nýliðin misseri og ár, þar sem heldur hefur dregið úr jákvæðni fram til þessa. Á svörum má líka lesa það út og túlka að fleiri en áður geri sér grein fyrir því að það hversu miklu Vegagerðin kemur í verk ræðst fyrst og fremst af fjárveitingum hverju sinni og sama á við um þjónustuna vetur og sumar og önnur verkefni Vegagerðarinnar.

Könnun í heild sinni.