Fréttir
  • Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2016

Áhugaverð rannsóknaráðstefna

glærur og ágrip má finna á vefnum

1.11.2016

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 15. sinn 28. október. Að vanda voru flutt 20 mjög áhugaverð erindi og nú má finna ágrip þeirra og glærurnar á vefnum. Sjá í fréttinni. Erindin voru mjög fjölbreytt enda svo margt sem rannsaka þarf í tengslum við vegagerð á Íslandi. Rannsóknarefnin sem hér voru kynnt eru aðeins brot þeirra rannsóknaverkefna sem í gangi eru.

Erindin voru ekki síður áhugaverð en undanfarin ár og margt þar sem heima á í fréttum líðandi stundar. Má nefna mál sem mikið eru í deiglunni svo sem þessi erindi:

·         Umferðaröryggi erlendra ferðamanna á Íslandi

·         Öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins

·         Hringvegurinn – áhugaverðir staðir

·         Ævintýravegurinn – tillaga að vinnuferli við áætlanagerð ferðamannavega

·         Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga

·         Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum

·         Stefnumótun í skiltun meðfram vegakerfinu

Sjá dagskrána og öll erindin, ágripin og glærurnar hér.