1907

Austri, 26. janúar 1907, 17. árg., 3. tbl., bls. 10:

Brúin á Jökulsá.
Viðvíkjandi ummælum J. J. í síðasta tbl. Austra um að engar ráðstafanir hafi verið gjörðar til þess að láta gjöra við brúna yfir Jökulsá hjá Fossvöllum, þá skulum vér geta þess, að á síðasta sýslufundi var mál þetta til umræðu, sem er á þessa leið:
"Sýslunefndin fól oddvita sínum að hlutast til um að Jökulsárbrúin hjá Fossvöllum verði sem allra fyrst skoðuð og gjörð áætlun um kostnað við aðgjörð á henni og að skora á landstjórnina að láta aðgjörð á henni fara fram í sumar."
Samkvæmt upplýsingum er vér höfum fengið hjá sýslumanni Norður-Múlasýslu, þá hefir árangurinn af þessum afskiptum sýslunefndarinnar af brúarmálinu orðið sá, að verkfræðingur landsins var látinn skoða brúna í haust, og hefir hann nú ákveðið hvernig og hve mikið við brúna skuli gjöra og hefir sent sýslumanni lista yfir efni það, er þarf til viðgjörðarinnar.
Hefir kaupm. Þorsteinn Jónsson þegar tekið að sér flutning á brúarefninu.


Austri, 26. janúar 1907, 17. árg., 3. tbl., bls. 10:

Brúin á Jökulsá.
Viðvíkjandi ummælum J. J. í síðasta tbl. Austra um að engar ráðstafanir hafi verið gjörðar til þess að láta gjöra við brúna yfir Jökulsá hjá Fossvöllum, þá skulum vér geta þess, að á síðasta sýslufundi var mál þetta til umræðu, sem er á þessa leið:
"Sýslunefndin fól oddvita sínum að hlutast til um að Jökulsárbrúin hjá Fossvöllum verði sem allra fyrst skoðuð og gjörð áætlun um kostnað við aðgjörð á henni og að skora á landstjórnina að láta aðgjörð á henni fara fram í sumar."
Samkvæmt upplýsingum er vér höfum fengið hjá sýslumanni Norður-Múlasýslu, þá hefir árangurinn af þessum afskiptum sýslunefndarinnar af brúarmálinu orðið sá, að verkfræðingur landsins var látinn skoða brúna í haust, og hefir hann nú ákveðið hvernig og hve mikið við brúna skuli gjöra og hefir sent sýslumanni lista yfir efni það, er þarf til viðgjörðarinnar.
Hefir kaupm. Þorsteinn Jónsson þegar tekið að sér flutning á brúarefninu.