1906

Þjóðólfur, 2. nóv 1906, 58. árg., 48. tbl., bls. 184:

Akbrautarlagning.
Það hefur lengi staðið til, enda verið mikil nauðsyn á, að lengja Þingvallabrautina austur að Gjábakkastíg (Hrafnagjá), því að Þingvallahraun er afarillt yfirferðar. Nú verður verk þetta framkvæmt og brautarstefnan þegar ákveðin. Var Jón Þorláksson verkfræðingur þar eystra um næstl. helgi. Á lagning brautarstúfs þessa að vera lokið, áður en konungur kemur hingað að sumri. En brautin verður mjó og svo hagað, að breikka megi hana síðar. Gert verður og við Gjábakkastíg, svo að hann verði fær vögnum, og allur vegurinn austur á Lyngdalsheiði og alla leið til Geysis bættur svo, að sæmilegur reiðvegur verði en frekar ekki, því að ákveðið er, að hin eiginlega Geysisbraut liggi frá Sogsbrú upp Grímsnes og Biskupstungur, en ekki upp í fjöllum eftir Laugardalnum. Frá þessari fyrirhuguðu brautarstefnu hefur áður verið skýrt í Þjóðólfi 15. júní þ. á., samkvæmt mælingum hr. Jóns Þorlákssonar. Það er því algerlega rangt, er stóð hér í einu blaði, að akbraut frá Þingvöllum til Geysis ætti að verða fullbúin næsta sumar. Það er að eins brautarstúfurinn milli Þingvalla og Hrafnagjár, sem hér er um að ræða.


Þjóðólfur, 2. nóv 1906, 58. árg., 48. tbl., bls. 184:

Akbrautarlagning.
Það hefur lengi staðið til, enda verið mikil nauðsyn á, að lengja Þingvallabrautina austur að Gjábakkastíg (Hrafnagjá), því að Þingvallahraun er afarillt yfirferðar. Nú verður verk þetta framkvæmt og brautarstefnan þegar ákveðin. Var Jón Þorláksson verkfræðingur þar eystra um næstl. helgi. Á lagning brautarstúfs þessa að vera lokið, áður en konungur kemur hingað að sumri. En brautin verður mjó og svo hagað, að breikka megi hana síðar. Gert verður og við Gjábakkastíg, svo að hann verði fær vögnum, og allur vegurinn austur á Lyngdalsheiði og alla leið til Geysis bættur svo, að sæmilegur reiðvegur verði en frekar ekki, því að ákveðið er, að hin eiginlega Geysisbraut liggi frá Sogsbrú upp Grímsnes og Biskupstungur, en ekki upp í fjöllum eftir Laugardalnum. Frá þessari fyrirhuguðu brautarstefnu hefur áður verið skýrt í Þjóðólfi 15. júní þ. á., samkvæmt mælingum hr. Jóns Þorlákssonar. Það er því algerlega rangt, er stóð hér í einu blaði, að akbraut frá Þingvöllum til Geysis ætti að verða fullbúin næsta sumar. Það er að eins brautarstúfurinn milli Þingvalla og Hrafnagjár, sem hér er um að ræða.