1905

Norðurland, 17. júní 1905, 4. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þingmálafundurinn á Hrafnagili.
Þessar tillögur voru samþykktar þar:
6. Samgöngumál.
a. Eyfirðingar skora á þingmenn sína að koma því til leiðar á næsta þingi, að fé verði veitt til brúar á Eyjafjarðará í næstu fjárlögum. Ef það fæst ekki, þá að verkfræðingur landsins verði látinn ákveða brúarstæði á ánni og gera áætlun um hvað hún kosti.
b. Fundurinn skorar á þingið að veita svo mikið fé til framhalds akbrautar inn Eyjafjörð, að hún komist á næsta fjárhagstímabili að minnsta kosti fram að Saurbæ.
Báðar tillögurnar samþykktar í einu hljóði.


Norðurland, 17. júní 1905, 4. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þingmálafundurinn á Hrafnagili.
Þessar tillögur voru samþykktar þar:
6. Samgöngumál.
a. Eyfirðingar skora á þingmenn sína að koma því til leiðar á næsta þingi, að fé verði veitt til brúar á Eyjafjarðará í næstu fjárlögum. Ef það fæst ekki, þá að verkfræðingur landsins verði látinn ákveða brúarstæði á ánni og gera áætlun um hvað hún kosti.
b. Fundurinn skorar á þingið að veita svo mikið fé til framhalds akbrautar inn Eyjafjörð, að hún komist á næsta fjárhagstímabili að minnsta kosti fram að Saurbæ.
Báðar tillögurnar samþykktar í einu hljóði.