1904

Ísafold, 8. júní 1904, 16.árg., 37. tbl., forsíða:

Opinber rannsókn gegn Dalavaldsmanni.
Nú er loks þar komið, að líklega verður hafin opinber rannsókn gegn Dalavaldsmanninum út af reikningsfærslu hans í Laxárbrúarmálinu.
Að minnsta kosti fóru þeir fram á það einhuga, amtsráðsmennirnir allir, nema reikningshaldarinn sjálfur. En amtmaður maldaði í móinn eftir mætti. Síra Sigurður Stefánsson í Vigur hafði orð fyrir þeim, amtsráðsmönnum, og fór allhörðum orðum um háttalag sýslumanns, sem von var, um óhlýðni hans og lítilsvirðingu við fyrirskipanir amtsráðsins. En mjög var amtmaður þar andræðinn.
Einhvern svo nefndan >lokareikning< um brúargjörðina hafði sýslumaður nú komið með. En hann hafði óhlýðnast alveg fyrirmælum amtsráðsins í fyrra um að senda slíkan reikning endurskoðanda sýslureikninganna í Dalasýslu, og hafði því sýslunefndin þar vísað honum frá sér, er sýslumaður lagði hann fram óendurskoðaðan undir lok sýslufundar í vetur.
Amtsráðið stóð því uppi alveg ráðalaust með að úrskurða reikninginn að þessu sinni. Það lagði loks fyrir sýslumann enn af nýju að senda reikninginn endurskoðanda hið bráðasta, svo að hann hefði nægan tíma til að endurskoða hann. Síðan skyldi reikningurinn lagður fyrir sýslunefndina á aukafundi, er halda skyldi í sumar í ágústmánuði.
Allir amtsráðsmenn, nema Dalasýslum., voru ennfremur á því, að nauðsyn bæri til þar að auka að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslumanni út af þessu máli; og komu fram tvær tillögur um, hvernig orða skyldi áskorun til amtmanns um það, önnur frá síra Sigurði í Vigur, en hin (síðari) frá síra Sigurði prófasti í Flatey.
Síra Sigurður í Vigur lagði til, að amtsráðið skoraði á forseta sinn, að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslumanni, sér í lagi út af því.
að hann hefði óhlýðnast skipun amtsráðsins í fyrra um að semja og láta endurskoða lokareikning Láxárbrúarinnar,
að hann hefði gert sýslufélaginu reikning fyrir pakkhúsleigu af sementi, sem aldrei hafði komið í það hús, er um var að ræða,
að hann hefði reiknað til brúarkostnaðar 55 tunnur af sementi, en eigi notað nema 51 tn., og
að hann hefði skýrt amtsráðinu rangt frá um vegagerð þá, sem hann taldi með á Laxárbrúarreikningnum ranglega.
Hin tillagan, breytingartillaga við þetta, frá síra Sigurði í Flatey, sem var borin undir atkvæði (sjaldan eða aldrei þessu vant) og auðvitað á undan aðaltillögunni, hlaut mikinn meiri hluta atkvæða, svo að aðaltillagan, sem sumum líkaði betur, var því aldrei upp borin.
Hin samþykkta tillaga er svo látandi:
>Þar er sýslumaður hefir eigi fullnægt þeim úrskurði amtsráðsins frá fyrra ári, að semja og senda lokareikning Laxárbrúarinnar á tilsettum tíma, 1. febr. og auk þess hafa komið fram opinberlega nýjar kærur undirskrifaðar af 2 sýslunefndarmönnum í Dalasýslu út af reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli, þá skorar amtsráðið á forseta að láta rannsaka allar framkvæmdir og reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli.
Nú er eftir að vita, hvað úr þessu verður. Hvort amtmaður þarf nú að sýna skörungsskap sinn á því, að virða vettugi þessa eindregnu áskorun amtsráðisins. Eða þá að valinn verður til að framkvæma rannsóknina einhver handónýtur maður og rannsóknin fyrir það sama sem ógerð, þótt myndast sé við hana að nafninu til.


Ísafold, 8. júní 1904, 16.árg., 37. tbl., forsíða:

Opinber rannsókn gegn Dalavaldsmanni.
Nú er loks þar komið, að líklega verður hafin opinber rannsókn gegn Dalavaldsmanninum út af reikningsfærslu hans í Laxárbrúarmálinu.
Að minnsta kosti fóru þeir fram á það einhuga, amtsráðsmennirnir allir, nema reikningshaldarinn sjálfur. En amtmaður maldaði í móinn eftir mætti. Síra Sigurður Stefánsson í Vigur hafði orð fyrir þeim, amtsráðsmönnum, og fór allhörðum orðum um háttalag sýslumanns, sem von var, um óhlýðni hans og lítilsvirðingu við fyrirskipanir amtsráðsins. En mjög var amtmaður þar andræðinn.
Einhvern svo nefndan >lokareikning< um brúargjörðina hafði sýslumaður nú komið með. En hann hafði óhlýðnast alveg fyrirmælum amtsráðsins í fyrra um að senda slíkan reikning endurskoðanda sýslureikninganna í Dalasýslu, og hafði því sýslunefndin þar vísað honum frá sér, er sýslumaður lagði hann fram óendurskoðaðan undir lok sýslufundar í vetur.
Amtsráðið stóð því uppi alveg ráðalaust með að úrskurða reikninginn að þessu sinni. Það lagði loks fyrir sýslumann enn af nýju að senda reikninginn endurskoðanda hið bráðasta, svo að hann hefði nægan tíma til að endurskoða hann. Síðan skyldi reikningurinn lagður fyrir sýslunefndina á aukafundi, er halda skyldi í sumar í ágústmánuði.
Allir amtsráðsmenn, nema Dalasýslum., voru ennfremur á því, að nauðsyn bæri til þar að auka að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslumanni út af þessu máli; og komu fram tvær tillögur um, hvernig orða skyldi áskorun til amtmanns um það, önnur frá síra Sigurði í Vigur, en hin (síðari) frá síra Sigurði prófasti í Flatey.
Síra Sigurður í Vigur lagði til, að amtsráðið skoraði á forseta sinn, að láta hefja opinbera rannsókn gegn sýslumanni, sér í lagi út af því.
að hann hefði óhlýðnast skipun amtsráðsins í fyrra um að semja og láta endurskoða lokareikning Láxárbrúarinnar,
að hann hefði gert sýslufélaginu reikning fyrir pakkhúsleigu af sementi, sem aldrei hafði komið í það hús, er um var að ræða,
að hann hefði reiknað til brúarkostnaðar 55 tunnur af sementi, en eigi notað nema 51 tn., og
að hann hefði skýrt amtsráðinu rangt frá um vegagerð þá, sem hann taldi með á Laxárbrúarreikningnum ranglega.
Hin tillagan, breytingartillaga við þetta, frá síra Sigurði í Flatey, sem var borin undir atkvæði (sjaldan eða aldrei þessu vant) og auðvitað á undan aðaltillögunni, hlaut mikinn meiri hluta atkvæða, svo að aðaltillagan, sem sumum líkaði betur, var því aldrei upp borin.
Hin samþykkta tillaga er svo látandi:
>Þar er sýslumaður hefir eigi fullnægt þeim úrskurði amtsráðsins frá fyrra ári, að semja og senda lokareikning Laxárbrúarinnar á tilsettum tíma, 1. febr. og auk þess hafa komið fram opinberlega nýjar kærur undirskrifaðar af 2 sýslunefndarmönnum í Dalasýslu út af reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli, þá skorar amtsráðið á forseta að láta rannsaka allar framkvæmdir og reikningsfærslu sýslumanns í þessu brúarmáli.
Nú er eftir að vita, hvað úr þessu verður. Hvort amtmaður þarf nú að sýna skörungsskap sinn á því, að virða vettugi þessa eindregnu áskorun amtsráðisins. Eða þá að valinn verður til að framkvæma rannsóknina einhver handónýtur maður og rannsóknin fyrir það sama sem ógerð, þótt myndast sé við hana að nafninu til.