1904

Ísafold, 15. okt 1904, 16.árg., 68. tbl., forsíða:

Drengileg undanbrögð
Dalavaldsmaður og amtsráðið
Eftir margra missera vafninga og vífilengjur komst svo langt í sumar, að amtsráðið í vesturamtinu skoraði á forseta sinn, amtmanninn, að láta rannsaka alla reikningsfærslu og framkvæmdir sýslumannsins í Dalasýslu í svo nefndu brúarmáli, er þá voru nýlega fram komnar kærur út af frá 2 sýslunefndarmönnum, auk þess sem sýslumaður hafði óhlýðnast þar að lútandi úrskurði amtsráðsins frá í fyrra.
Fæstir munu hafa búist við, að amtmaður mundi leggjast þessa áskorun undir höfuð, þó að Ísafold léti í ljósi nokkurn efa um það, um leið og hún birti áskorunarályktun amtsráðsins (8. júní), með svo feldum orðum:
Nú er eftir að vita, hvað úr þessu verður. Hvort amtmaður þarf nú að sýna skörungsskap sinn á því, að virða vettugi þessa eindregnu áskorun amtsráðsins. Eða þá að valinn verður til að framkvæma rannsóknina einhver handónýtur maður og, rannsóknin fyrir það sama sem ógerð, þótt myndast sé við hana að nafninu til.
Síðan þetta eru nú liðnir rúmir 4 mánuðir og heyrist ekki getið um að sýndur sé neinn litur á slíkri rannsókn, hvorki af almennilegum manni, né handónýtum, fyrir siða sakir.
En annað hefir gert verið.
Hið kærða yfirvald hefir verið látið fara í mál við ritstjóra Ísafoldar út af umtali hennar um kæruna, sem amtsráðið vildi láta gera að opinberu rannsóknarefni.
Ísafold hafði rifjað upp lauslega (28. maí) kæruatriðin gegn Dalavaldsmanninum, eins og þau voru framsett í grein þeirra síra Kjartans prófasts í Hvammi og Torfa skólastjóra í Ólafsdal (21. s. m.).
Þar var því spáð um leið, að gerð mundi alúðar- og atorkumikil tilraun til að hefna sín á þeim síra Kjartani eða Ísafold fyrir að hafa hreyft þessu máli svona afdráttarlaust, - hefna sín með málsókn.
Það er eins og þeir hafi feilað sér við að láta spádóminn rætast undir eins. Þeir láta líða hálft missiri eða svo, og höfða þá mál einmitt gegn Ísafold.
Það er ekkert átt við rannsóknina, sem amtsráðið heimtaði. Það gat farið alla vega fyrir valdsmanninum og alþingismanninum, ef það hefði verið gert, og gert almennilega.
Og það er ekkert átt við að lögsækja þá sem kært höfðu. Þeir voru líklegastir til að geta sannað allt sem í kærunni stendur. Og hvar stóð valdsmaðurinn þá. Hvað varð þá úr flokksverndinni, skilyrði fyrir óbilugu flokksfylgi á þingi?
Hitt er talið helst reynandi, að láta manninn myndast við að lögsækja blaðið, sem kærunni hélt á lofti. Það mundi eiga hægast með sönnunargögn, í fjarska, og hafandi naumast efni á að kosta til jafnvel stórfé, t. d. með vitnaleiðslu fyrir setudómara, er það yrði að kosta. Þann veg kynni að mega klekkja á því, og láta svo heita frammi fyrir almenningi, ef sönnun brysti þótt ekki væri nema í einhverju smáatriði, og einhverri sekt yrði klínt á blaðið þess vegna að þarna hefði maðurinn hreinsað sig. Þar væri svo sem ekkert athugavert. Þar með væri sýnt og sannað, að embættinu þjónaði hann með veg og sóma, árvekni og samviskusemi.
Er það svo sem ekki snjallræði!
Eru ekki líkur til, að með því lagi venjist blöð alveg af að vera nokkurn skapaðan hlut að minnast nokkurn tíma á ávirðingar embættismanna, stórar eða smáar? Getur ekki úr því orðið sama sem vátrygging þeim til handa fyrir öllu grandi, hvernig sem þeir svo haga sér? Ef embættismenn gætu leikið sér að hvaða óhæfu sem er, ef þeir þyrftu aldrei annað að óttast, en að blaðamenn þeir, er dirfðust að minnast á vítavert atferli þeirra, gætu fært fullar sönnur á mál sitt, hversu illt afstöðu sem þeir ættu þar. Þeir þyrftu aldrei að óttast neina rannsókn, eina líklega ráðið til að komast fyrir sannleikann til fullrar hlítar.
Því fylgdu og önnur hlunnindi, sem ekki væri minna í varið, - þau, að alþýða þyrði loks ekki annað en taka með þögn og þolinmæði öllum illum búsifjum í hennar garð af valdmanna hálfu, er því er að skipta.
Víst væri gaman að lifa þá!


Ísafold, 15. okt 1904, 16.árg., 68. tbl., forsíða:

Drengileg undanbrögð
Dalavaldsmaður og amtsráðið
Eftir margra missera vafninga og vífilengjur komst svo langt í sumar, að amtsráðið í vesturamtinu skoraði á forseta sinn, amtmanninn, að láta rannsaka alla reikningsfærslu og framkvæmdir sýslumannsins í Dalasýslu í svo nefndu brúarmáli, er þá voru nýlega fram komnar kærur út af frá 2 sýslunefndarmönnum, auk þess sem sýslumaður hafði óhlýðnast þar að lútandi úrskurði amtsráðsins frá í fyrra.
Fæstir munu hafa búist við, að amtmaður mundi leggjast þessa áskorun undir höfuð, þó að Ísafold léti í ljósi nokkurn efa um það, um leið og hún birti áskorunarályktun amtsráðsins (8. júní), með svo feldum orðum:
Nú er eftir að vita, hvað úr þessu verður. Hvort amtmaður þarf nú að sýna skörungsskap sinn á því, að virða vettugi þessa eindregnu áskorun amtsráðsins. Eða þá að valinn verður til að framkvæma rannsóknina einhver handónýtur maður og, rannsóknin fyrir það sama sem ógerð, þótt myndast sé við hana að nafninu til.
Síðan þetta eru nú liðnir rúmir 4 mánuðir og heyrist ekki getið um að sýndur sé neinn litur á slíkri rannsókn, hvorki af almennilegum manni, né handónýtum, fyrir siða sakir.
En annað hefir gert verið.
Hið kærða yfirvald hefir verið látið fara í mál við ritstjóra Ísafoldar út af umtali hennar um kæruna, sem amtsráðið vildi láta gera að opinberu rannsóknarefni.
Ísafold hafði rifjað upp lauslega (28. maí) kæruatriðin gegn Dalavaldsmanninum, eins og þau voru framsett í grein þeirra síra Kjartans prófasts í Hvammi og Torfa skólastjóra í Ólafsdal (21. s. m.).
Þar var því spáð um leið, að gerð mundi alúðar- og atorkumikil tilraun til að hefna sín á þeim síra Kjartani eða Ísafold fyrir að hafa hreyft þessu máli svona afdráttarlaust, - hefna sín með málsókn.
Það er eins og þeir hafi feilað sér við að láta spádóminn rætast undir eins. Þeir láta líða hálft missiri eða svo, og höfða þá mál einmitt gegn Ísafold.
Það er ekkert átt við rannsóknina, sem amtsráðið heimtaði. Það gat farið alla vega fyrir valdsmanninum og alþingismanninum, ef það hefði verið gert, og gert almennilega.
Og það er ekkert átt við að lögsækja þá sem kært höfðu. Þeir voru líklegastir til að geta sannað allt sem í kærunni stendur. Og hvar stóð valdsmaðurinn þá. Hvað varð þá úr flokksverndinni, skilyrði fyrir óbilugu flokksfylgi á þingi?
Hitt er talið helst reynandi, að láta manninn myndast við að lögsækja blaðið, sem kærunni hélt á lofti. Það mundi eiga hægast með sönnunargögn, í fjarska, og hafandi naumast efni á að kosta til jafnvel stórfé, t. d. með vitnaleiðslu fyrir setudómara, er það yrði að kosta. Þann veg kynni að mega klekkja á því, og láta svo heita frammi fyrir almenningi, ef sönnun brysti þótt ekki væri nema í einhverju smáatriði, og einhverri sekt yrði klínt á blaðið þess vegna að þarna hefði maðurinn hreinsað sig. Þar væri svo sem ekkert athugavert. Þar með væri sýnt og sannað, að embættinu þjónaði hann með veg og sóma, árvekni og samviskusemi.
Er það svo sem ekki snjallræði!
Eru ekki líkur til, að með því lagi venjist blöð alveg af að vera nokkurn skapaðan hlut að minnast nokkurn tíma á ávirðingar embættismanna, stórar eða smáar? Getur ekki úr því orðið sama sem vátrygging þeim til handa fyrir öllu grandi, hvernig sem þeir svo haga sér? Ef embættismenn gætu leikið sér að hvaða óhæfu sem er, ef þeir þyrftu aldrei annað að óttast, en að blaðamenn þeir, er dirfðust að minnast á vítavert atferli þeirra, gætu fært fullar sönnur á mál sitt, hversu illt afstöðu sem þeir ættu þar. Þeir þyrftu aldrei að óttast neina rannsókn, eina líklega ráðið til að komast fyrir sannleikann til fullrar hlítar.
Því fylgdu og önnur hlunnindi, sem ekki væri minna í varið, - þau, að alþýða þyrði loks ekki annað en taka með þögn og þolinmæði öllum illum búsifjum í hennar garð af valdmanna hálfu, er því er að skipta.
Víst væri gaman að lifa þá!