1902

Norðurland, 26. apríl, 1902, 1. árg., 31. tbl., bls. 123:

Sýslufundur Suður-Þingeyinga.
Haldinn á Húsavík 10. mars 1902.
Þjóðvegur.
Sýslunefndin lagði til, “að þjóðvegurinn frá Akureyri að Reykjahlíð verði ákveðinn eins og hann liggur að Einarsstöðum, en þaðan yfir Laxárdalsheiði að Þverá í Laxárdal og þaðan að Reykjahlíð”. Oddvita falið að koma þessari tillögu áleiðis til landshöfðingja og jafnframt að sækja um fjárframlag til vegagerðar, sérstaklega frá því er hinum nýja vegi á Fljótsheiði sleppir og að Þverá.


Norðurland, 26. apríl, 1902, 1. árg., 31. tbl., bls. 123:

Sýslufundur Suður-Þingeyinga.
Haldinn á Húsavík 10. mars 1902.
Þjóðvegur.
Sýslunefndin lagði til, “að þjóðvegurinn frá Akureyri að Reykjahlíð verði ákveðinn eins og hann liggur að Einarsstöðum, en þaðan yfir Laxárdalsheiði að Þverá í Laxárdal og þaðan að Reykjahlíð”. Oddvita falið að koma þessari tillögu áleiðis til landshöfðingja og jafnframt að sækja um fjárframlag til vegagerðar, sérstaklega frá því er hinum nýja vegi á Fljótsheiði sleppir og að Þverá.