1902

Norðurland, 12. júlí, 1902, 1. árg., 42. tbl., bls. 167:

Vegagerðir landssjóðs í sumar.
Verkfræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, kom hingað um síðustu helgi.
Í Eyjafirði er hann að líta eftir flutningabrautinni hér um fjörðinn, sem nú er verið að vinna að, og á að komast að Grund í sumar. Svo er hann og að rannsaka breytingu á vegarstæði fyrir þjóðveginn milli Akureyrar og Moldhaugaháls. Talað er um að leggja þann veg upp í Kræklingahlíðinni, en ekki fram með sjónum.
Í Skagafirði ætlar S.Th. að rannsaka höfnina á Sauðárkrók, hvort tiltækilegt er að bæta lendinguna þar. Vegarstæði ætlar hann og að athuga fyrir flutningabraut inn fjörðinn og brúarstæði á Gönguskarðsá og Kolku.
Þaðan fer verkfræðingurinn vestur í Húnavatnssýslu til þess að rannsaka vegarstæði í Langadal; breyting er fyrirhugað á þjóðveginum á kafla þar í dalnum. Á Hrútafjarðarhálsi ætlar hann og að líta eftir vegagerð, sem lokið verður við í sumar.
Úr Húnavatnssýslu fer hann vestur í Strandasýslu, lítur þar eftir vegagerð á Laxárdalsheiði, sem fullgera á í sumar, og sömuleiðis eftir brúnni á Laxá.
Stórbrýr eru engar lagðar í sumar. Brúargerðinni á Lagarfljóti hefur verið frestað, sagt að ráðuneytið ætli að fá fjárveitingu til hennar á aukaþinginu í sumar, og svo verður hún væntanlega fullgerð að ári.
Í Mýrasýslu er verið að halda áfram veginum á Mýrunum, 20.000 kr. varið til hans í ár.
Í Árnessýslu fer fram viðgerð á flutningabrautinni frá Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú.
3.000 krónur eru ætlaðar til vegagerðar á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Í Suður-Múlasýslu er varið í sumar 3-4 þús. kr. til viðgerða á póstleiðinni og jafnmiklu fé til viðgerða í Norður-Múlasýslu.
Nokkrar viðgerðir fara og fram á póstleiðinni út frá Þverá í Eyjafirði, á Vaðlaheiði og í Ljósavatnsskarði.
Í Ísafjarðarsýslu styrkir landssjóður vegagerð sem verið er að vinna að á Breiðdalsheiði með 2.500 kr. hvort árið á fjárhagstímabilinu gegn hálfu tillagi úr sýslusjóði.
Af vegagerðum landssjóðs, sem fyrirhugaðar voru á fjárhagstímabilinu, verða eftir til næsta sumars: Snæfellssnesvegurinn frá Stykkishólmi, Fagradalsvegurinn, Fjarðarheiðarvegurinn, flutningabrautin upp Borgarfjörð og ýmsar smáviðgerðir á þjóðvegum. Til þjóðvega í Norðuramtinu eru þá væntanlegar 9-10 þús. kr.
Sú breyting hefur komist á, samkvæmt fyrirmælum síðasta þings, að verkfræðingur landsins ræður verkstjóra og hefur hönd í bagga með ráðningu verkamanna. Allir vegareikningar fara til hans og hann orgar þá, þegar hann er í Reykjavík. Í fjarveru hans borgar landshöfðingi þá, samkvæmt ávísun verkfræðings. Verkfræðingurinn gerir og tillögur um, hvernig vegafénu skuli skipt á hverju ári, en landshöfðingi úrskurðar.


Norðurland, 12. júlí, 1902, 1. árg., 42. tbl., bls. 167:

Vegagerðir landssjóðs í sumar.
Verkfræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, kom hingað um síðustu helgi.
Í Eyjafirði er hann að líta eftir flutningabrautinni hér um fjörðinn, sem nú er verið að vinna að, og á að komast að Grund í sumar. Svo er hann og að rannsaka breytingu á vegarstæði fyrir þjóðveginn milli Akureyrar og Moldhaugaháls. Talað er um að leggja þann veg upp í Kræklingahlíðinni, en ekki fram með sjónum.
Í Skagafirði ætlar S.Th. að rannsaka höfnina á Sauðárkrók, hvort tiltækilegt er að bæta lendinguna þar. Vegarstæði ætlar hann og að athuga fyrir flutningabraut inn fjörðinn og brúarstæði á Gönguskarðsá og Kolku.
Þaðan fer verkfræðingurinn vestur í Húnavatnssýslu til þess að rannsaka vegarstæði í Langadal; breyting er fyrirhugað á þjóðveginum á kafla þar í dalnum. Á Hrútafjarðarhálsi ætlar hann og að líta eftir vegagerð, sem lokið verður við í sumar.
Úr Húnavatnssýslu fer hann vestur í Strandasýslu, lítur þar eftir vegagerð á Laxárdalsheiði, sem fullgera á í sumar, og sömuleiðis eftir brúnni á Laxá.
Stórbrýr eru engar lagðar í sumar. Brúargerðinni á Lagarfljóti hefur verið frestað, sagt að ráðuneytið ætli að fá fjárveitingu til hennar á aukaþinginu í sumar, og svo verður hún væntanlega fullgerð að ári.
Í Mýrasýslu er verið að halda áfram veginum á Mýrunum, 20.000 kr. varið til hans í ár.
Í Árnessýslu fer fram viðgerð á flutningabrautinni frá Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú.
3.000 krónur eru ætlaðar til vegagerðar á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Í Suður-Múlasýslu er varið í sumar 3-4 þús. kr. til viðgerða á póstleiðinni og jafnmiklu fé til viðgerða í Norður-Múlasýslu.
Nokkrar viðgerðir fara og fram á póstleiðinni út frá Þverá í Eyjafirði, á Vaðlaheiði og í Ljósavatnsskarði.
Í Ísafjarðarsýslu styrkir landssjóður vegagerð sem verið er að vinna að á Breiðdalsheiði með 2.500 kr. hvort árið á fjárhagstímabilinu gegn hálfu tillagi úr sýslusjóði.
Af vegagerðum landssjóðs, sem fyrirhugaðar voru á fjárhagstímabilinu, verða eftir til næsta sumars: Snæfellssnesvegurinn frá Stykkishólmi, Fagradalsvegurinn, Fjarðarheiðarvegurinn, flutningabrautin upp Borgarfjörð og ýmsar smáviðgerðir á þjóðvegum. Til þjóðvega í Norðuramtinu eru þá væntanlegar 9-10 þús. kr.
Sú breyting hefur komist á, samkvæmt fyrirmælum síðasta þings, að verkfræðingur landsins ræður verkstjóra og hefur hönd í bagga með ráðningu verkamanna. Allir vegareikningar fara til hans og hann orgar þá, þegar hann er í Reykjavík. Í fjarveru hans borgar landshöfðingi þá, samkvæmt ávísun verkfræðings. Verkfræðingurinn gerir og tillögur um, hvernig vegafénu skuli skipt á hverju ári, en landshöfðingi úrskurðar.