1901

Austri, 23. febrúar 1901, 11. árg., 7 tbl., bls. 20:

Fréttabréf frá Eskifirði.
Eskifirði, 8. febr. 1901.
Kæri Austri!
Héðan er fátt í fréttum að skrifa. Gamla öldin skildi við okkur með blíðu og það sem af er nýju öldinni hefur að einstöku frostdögum sýnt sama viðmótið.
Hér á Eskifirði var 2. janúar haldin aldamótahátíð og tóku þátt í henni c. 80 manns, var þar snætt og síðan dansað og sungið, en ræður haldnar bæði yfir borðum og eftir. Talað var fyrir gömlu öldinni og mörgu öðru, og getur þú ímyndað þér að Fagradal ekki hafi verið gleymt, sem hins einasta vegastæðis milli Fjarða og Héraðs, sem af náttúrunnar hendi væri hentugt, þar sem hann er upp úr snjó þrisvar sinnum eins lengi og nokkur önnur leið milli Fjarða og Héraðs á Austurlandi, og að auk liggur til miðpunkts Héraðsins frá stærsta, fólksflesta og langfiskisælasta firði austanlands, Reyðarfirði, hvað ritsíminn óefað kemur á land, ef hann eigi verður lagður beint til Reykjavíkur.
Guðmundur Hávarðsson kom hér um helgina og lét hann vel af akstrinum með brúarefnið og segir Fagradal alveg sem byggð.
Um daginn kom maður ofan Fagradal og annar Þórdalsheiði ofan í Reyðarfjörð sama dag, var þá dalurinn allur auður eins og á sumardag, en heiðin sem þó er miklu lægri en Eskifjarðarheiði, svo ég tali ekki um hæstu leiðina, Fjarðarheiði, og var þá nærri ófær vegna snjóþyngsla. Ég hefði hugsað mér að þessar fréttir gætu “interesserað” lesendur Austra, því þær sýna, að meðmæli Austra með Fagradal ekki eru gripin úr lausu lofti, en eru byggð á góðum rökum og átt þú, kæri Austri, góða þökk fyrir hve einarðlega þú hefur tekið málstað Fagradals, sannleikans vegna, gegn hreppapólitík Garðarsgagnsins.


Austri, 23. febrúar 1901, 11. árg., 7 tbl., bls. 20:

Fréttabréf frá Eskifirði.
Eskifirði, 8. febr. 1901.
Kæri Austri!
Héðan er fátt í fréttum að skrifa. Gamla öldin skildi við okkur með blíðu og það sem af er nýju öldinni hefur að einstöku frostdögum sýnt sama viðmótið.
Hér á Eskifirði var 2. janúar haldin aldamótahátíð og tóku þátt í henni c. 80 manns, var þar snætt og síðan dansað og sungið, en ræður haldnar bæði yfir borðum og eftir. Talað var fyrir gömlu öldinni og mörgu öðru, og getur þú ímyndað þér að Fagradal ekki hafi verið gleymt, sem hins einasta vegastæðis milli Fjarða og Héraðs, sem af náttúrunnar hendi væri hentugt, þar sem hann er upp úr snjó þrisvar sinnum eins lengi og nokkur önnur leið milli Fjarða og Héraðs á Austurlandi, og að auk liggur til miðpunkts Héraðsins frá stærsta, fólksflesta og langfiskisælasta firði austanlands, Reyðarfirði, hvað ritsíminn óefað kemur á land, ef hann eigi verður lagður beint til Reykjavíkur.
Guðmundur Hávarðsson kom hér um helgina og lét hann vel af akstrinum með brúarefnið og segir Fagradal alveg sem byggð.
Um daginn kom maður ofan Fagradal og annar Þórdalsheiði ofan í Reyðarfjörð sama dag, var þá dalurinn allur auður eins og á sumardag, en heiðin sem þó er miklu lægri en Eskifjarðarheiði, svo ég tali ekki um hæstu leiðina, Fjarðarheiði, og var þá nærri ófær vegna snjóþyngsla. Ég hefði hugsað mér að þessar fréttir gætu “interesserað” lesendur Austra, því þær sýna, að meðmæli Austra með Fagradal ekki eru gripin úr lausu lofti, en eru byggð á góðum rökum og átt þú, kæri Austri, góða þökk fyrir hve einarðlega þú hefur tekið málstað Fagradals, sannleikans vegna, gegn hreppapólitík Garðarsgagnsins.