1901

Þjóðólfur, 17. maí, 1901, 53. árg., 24. tbl., forsíða:

Þingmálafundir Árnesinga.
_
3. Samgöngumál. a) Brú á Sogið. Fundurinn skorar á Alþingi, að veita fé úr landssjóði til brúargerðar á Soginu samkvæmt tillögu sýslunefndar. Jafnframt lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir því, að engin skýrsla liggi enn fyrir frá verkfræðingi landsins um kostnað við brúna, þrátt fyrir ítrekaðar bænir héraðsbúa og skorar á verkfræðing, að láta uppi álit sitt hér að lútandi svo tímanlega, að áætlunin verði lögð fyrir næsta þing. Samþ. í einu hljóði.
b) Fundurinn skorar á Alþingi, að hlutast til um, að betra eftirlit verði haft á því, hvernig fé því er varið, sem lagt er til vegagerða og endurbóta á vegum. Samþ. í einu hljóði.
c) Fundurinn lýsti yfir því, að hann teldi sýslunni algjörlega ofvaxið að taka að sér viðhald á landssjóðsvegum í sýslunni.
d) Fundurinn skorar á þingið, að gefa upp lánið til brúnna á Þjórsá og Ölfusá og landssjóður taki að sér umsjón þeirra.
e) Fundurinn skorar á Alþingi, að akvegur verði lagður sem fyrst frá Kögunarhól að Ölfusárbrúnni.


Þjóðólfur, 17. maí, 1901, 53. árg., 24. tbl., forsíða:

Þingmálafundir Árnesinga.
_
3. Samgöngumál. a) Brú á Sogið. Fundurinn skorar á Alþingi, að veita fé úr landssjóði til brúargerðar á Soginu samkvæmt tillögu sýslunefndar. Jafnframt lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir því, að engin skýrsla liggi enn fyrir frá verkfræðingi landsins um kostnað við brúna, þrátt fyrir ítrekaðar bænir héraðsbúa og skorar á verkfræðing, að láta uppi álit sitt hér að lútandi svo tímanlega, að áætlunin verði lögð fyrir næsta þing. Samþ. í einu hljóði.
b) Fundurinn skorar á Alþingi, að hlutast til um, að betra eftirlit verði haft á því, hvernig fé því er varið, sem lagt er til vegagerða og endurbóta á vegum. Samþ. í einu hljóði.
c) Fundurinn lýsti yfir því, að hann teldi sýslunni algjörlega ofvaxið að taka að sér viðhald á landssjóðsvegum í sýslunni.
d) Fundurinn skorar á þingið, að gefa upp lánið til brúnna á Þjórsá og Ölfusá og landssjóður taki að sér umsjón þeirra.
e) Fundurinn skorar á Alþingi, að akvegur verði lagður sem fyrst frá Kögunarhól að Ölfusárbrúnni.