1900

Þjóðólfur, 12. janúar, 1900, 52. árg., 2. tbl., bls. 7:

Úr Árnessýslu.
Samgöngumál eru nú óðum að komast í gott horf hér. Vegurinn frá Ölfusárbrúnni að Eyrabakka og Stokkseyri var fullgerður í sumar og er hann púkklagður og því vandaður og traustur, en um miðkaflann er útlit fyrir að ofaníburðurinn verði blautur og laus, og það svo, að ef það ekki lagast, verður nauðsynlegt að bera ofan í hann, en ofaníburð að sækja í það upp fyrir Ölfusá á brúnni, eða niður á sjávarbakka, og væri ekki í það horfandi, þar sem nú er lagður akvegur frá kaupstöðum sýslunnar all leið til Reykjavíkur. En er þess að geta viðvíkjandi vegi þessum, að um syðri hluta Breiðumýrar liggur hann um gljúpan jarðveg blautan, þurfti því þar að hafa djúpa fráræsluskurði, og sjálfur vegurinn vel hækkaður upp, en eftir því sem nú lítur út fyrir virðist þessa ekki hafa verið nógsamlega gætt og mun það sýna sig betur síðar. Einn vegagerðastjórinn kvað hafa verið að skoða flutningsbrautarstæði frá Flatholti að Húsatóptarholti; komist sú braut á, og brú fáist á Sogið hjá Alviðru, tel ég samgöngum hér komið í gott og viðunanlegt horf, og ég held að sýslubúar þurfi ekki að flytja sig héðan þess vegna.


Þjóðólfur, 12. janúar, 1900, 52. árg., 2. tbl., bls. 7:

Úr Árnessýslu.
Samgöngumál eru nú óðum að komast í gott horf hér. Vegurinn frá Ölfusárbrúnni að Eyrabakka og Stokkseyri var fullgerður í sumar og er hann púkklagður og því vandaður og traustur, en um miðkaflann er útlit fyrir að ofaníburðurinn verði blautur og laus, og það svo, að ef það ekki lagast, verður nauðsynlegt að bera ofan í hann, en ofaníburð að sækja í það upp fyrir Ölfusá á brúnni, eða niður á sjávarbakka, og væri ekki í það horfandi, þar sem nú er lagður akvegur frá kaupstöðum sýslunnar all leið til Reykjavíkur. En er þess að geta viðvíkjandi vegi þessum, að um syðri hluta Breiðumýrar liggur hann um gljúpan jarðveg blautan, þurfti því þar að hafa djúpa fráræsluskurði, og sjálfur vegurinn vel hækkaður upp, en eftir því sem nú lítur út fyrir virðist þessa ekki hafa verið nógsamlega gætt og mun það sýna sig betur síðar. Einn vegagerðastjórinn kvað hafa verið að skoða flutningsbrautarstæði frá Flatholti að Húsatóptarholti; komist sú braut á, og brú fáist á Sogið hjá Alviðru, tel ég samgöngum hér komið í gott og viðunanlegt horf, og ég held að sýslubúar þurfi ekki að flytja sig héðan þess vegna.