1900

Fjallkonan, 26. apríl, 1900, 17. árg., 16. tbl., bls. 4:

Sýslunefndarfundur Árnesinga.
.. Í þetta sinn var vegafé kr. 1.797,22; til skuldlúkninga gengu kr. 1476,12, en aðeins kr. 321,10 til sýsluvega. Var það ráð tekið, að heimila hreppum bráðnauðsynlegar viðgerðir á sýsluvegum mót endurgjaldi að ári. Fjórum hreppum var leyft að verja hreppsvegafé til annarra vega. Veglagningaráætlun Einars Finnssonar upp yfir Skeiðin, nfl. rúml. 27 þús. kr., þótti ókleift, nema með því móti, að hlutaðeigandi hreppar legðu menn til vinnunnar, en sýslusjóður verkstjóra og hesta. Var E.F. beðinn að sundurliða, hve miklu þetta, hvað fyrir sig, mundi nema. Var sýslunefndarmönnum falið að leita vinnuloforða, en gert ráð fyrir, að áhöld og verkfæri muni landssjóður lána ókeypis er til kæmi, sem í ár hlyti að frestast. Beðið um, að Grindaskarðsvegur verði bættur. Beðið um að varðaðir verði þjóðvegir: neðan að Svínahrauni og báðum megin upp á Mosfellsheiði. Og komist ekki nýja brúin á Brúará í sumar, þá að gamla brúin yrði gerð fær í bráð. Og enn að mannvirkjafræðingur skoði brúarstæði á Hvítá og Tungufljóti. Synjað var um styrk til Skollagrófarferju; þótti æskilegra að Hvíta yrði brúuð á Brúarhlöðum, sem þar eru nokkru ofar. Lögferja var sett í Reykjanesi í Grímsnesi. Undanþága var Þjórsárholtsferju veitt frá því að hafa stórgripatækan bát, þó því aðeins, að 2 tilnefndir nágrannar, sinn hvoru megin ár, álíti það óhætt. Ný ferjulög samþykkti nefndin fyrir sitt leyti. Gufubátnum “Reykjavík” var nú enginn styrkur veittur, þar eð reynt þótti, að hér yrði hann eigi að notum. Neitað var að borga skuld fyrir að ná flutningi úr honum hér í fyrra. Óskað álits mannvirkjafræðings um að bæta hafnir hér. Beðið um aukapóst frá Hraungerði að Gaulverjabæ. Mælt með beiðni sæluhúsvarðar á Kolviðarhóli um 150 kr. styrk úr amtssjóði.


Fjallkonan, 26. apríl, 1900, 17. árg., 16. tbl., bls. 4:

Sýslunefndarfundur Árnesinga.
.. Í þetta sinn var vegafé kr. 1.797,22; til skuldlúkninga gengu kr. 1476,12, en aðeins kr. 321,10 til sýsluvega. Var það ráð tekið, að heimila hreppum bráðnauðsynlegar viðgerðir á sýsluvegum mót endurgjaldi að ári. Fjórum hreppum var leyft að verja hreppsvegafé til annarra vega. Veglagningaráætlun Einars Finnssonar upp yfir Skeiðin, nfl. rúml. 27 þús. kr., þótti ókleift, nema með því móti, að hlutaðeigandi hreppar legðu menn til vinnunnar, en sýslusjóður verkstjóra og hesta. Var E.F. beðinn að sundurliða, hve miklu þetta, hvað fyrir sig, mundi nema. Var sýslunefndarmönnum falið að leita vinnuloforða, en gert ráð fyrir, að áhöld og verkfæri muni landssjóður lána ókeypis er til kæmi, sem í ár hlyti að frestast. Beðið um, að Grindaskarðsvegur verði bættur. Beðið um að varðaðir verði þjóðvegir: neðan að Svínahrauni og báðum megin upp á Mosfellsheiði. Og komist ekki nýja brúin á Brúará í sumar, þá að gamla brúin yrði gerð fær í bráð. Og enn að mannvirkjafræðingur skoði brúarstæði á Hvítá og Tungufljóti. Synjað var um styrk til Skollagrófarferju; þótti æskilegra að Hvíta yrði brúuð á Brúarhlöðum, sem þar eru nokkru ofar. Lögferja var sett í Reykjanesi í Grímsnesi. Undanþága var Þjórsárholtsferju veitt frá því að hafa stórgripatækan bát, þó því aðeins, að 2 tilnefndir nágrannar, sinn hvoru megin ár, álíti það óhætt. Ný ferjulög samþykkti nefndin fyrir sitt leyti. Gufubátnum “Reykjavík” var nú enginn styrkur veittur, þar eð reynt þótti, að hér yrði hann eigi að notum. Neitað var að borga skuld fyrir að ná flutningi úr honum hér í fyrra. Óskað álits mannvirkjafræðings um að bæta hafnir hér. Beðið um aukapóst frá Hraungerði að Gaulverjabæ. Mælt með beiðni sæluhúsvarðar á Kolviðarhóli um 150 kr. styrk úr amtssjóði.