1900

Ísafold, 9. júní, 1900, 27. árg., 36. tbl., forsíða:

Um vegi og brýr.
Aðalatriðin í grein minni í 18. tbl. Ísafoldar eru þessi:
. Vér eigum að láta reynsluna kenna oss, hvernig vér eigum að haga vegum vorum eftirleiðis, svo að haldi komi.
. Leiðin upp úr Reykjavík hefði átt að koma austur með sjónum, inn á þverar mýrar, skammt frá laugunum o.s.frv.
. Hafa verður meira eftirlit með ofaníburði í vegi, vanda meira val og leitun að honum, og fastákveða, á hvaða tíma árs eigi að bera ofan í. Ennfremur er það mikilsvert atriði, hvernig ofaníburðinum er komið fyrir.
. Viðhald og eftirlit á vegunum þarf að vera betra en það er.
. Halda þarf við vörðunum á gömlu leiðinni yfir Hellisheiði.
. Ef vagnflutningar eiga að komast á austur um sveitir þarf að leita að annarri hægari leið niður Kamba en nú er.
. Á leiðinni yfir Ölfus eru óþarfakrókar. Gljúfurá og Bakkholtsá má brúa án mikils kostnaðar.
. Framhald vegarins sem, lagður er þarf að koma þannig, að stefnan sé tekin fyrir sunnan Köguðarhól, beinustu leið á Ölfusárbrú. Leiðinni meðfram Ingólfsfjalli og spottanum frá fjallinu niður að brúnni á ekki að halda við sem aðalleið að henni.
. Ölfusárbrúin er svo falleg og dýr, að eftirlit hennar þarf að vera fullkomnum reglum bundið. Ef eitthvað þarf að gera frekar en það sem reglugerðin fyrirskipar, þarf að leita álit verkfræðingsins eins fljótt og auðið er. Alveg sama er að segja um Þjórsárbrúna og aðrar stærri brýr. Sýslumenn eru ekki færir um að semja þessar reglugerðir nema að ráði verkfræðings.
. Á Flóaveginum eru óþarfa krókar. Púkklagningunni er ekki rétt fyrir komið. Með því að þar vottar áþreifanlega fyrir holklaka meira og minna í öllum Flóaveginum, þarf að athuga frekar eðli þess jarðvegs eftirleiðis, sem ber nafnið holklakajörð, og hvað gera megi til þess að varst holklaka. Við hverja rennu er lægð í veginum. Næst Ölfusárbrú vantar fráræsluskurði. Vegaskurðir hafa á einum stað verið stíflaðir. Uppgrefti úr skurðunum hefur verið kastað of nálægt skurðarbörmunum.
. Vestari stöplinum við Þjórsárbrúna þarf að veita eftirtekt. Fráræsluskurðinn Holta-megin þarf að lengja.
. Vegaval Holtamanna og framkvæmdir því samfara eru að mörgu leyti til fyrirmyndar. Þar þarf að gera nýjar tilraunir með sandofaníburð á austari kaflanum.
Yfirlitsatriði:
_ Vegagerð í Ölfusi er í bútum.
_ Vegarkaflar yfir mýrar halda sér vel og þurfa lítinn viðhaldskostnað.
_ Holklakajarðlag í sambandi við vegagerðir þarf frekar að athuga.
Ýmislegt af ofangreindum atriðum hefði ég geta skýrt frekar, t.a.m. hvernig púkklagningu eigi að koma fyrir, hvernig brúa megi Gljúfurá og Bakkarholtsá mið litlum kostnaði, hvar reyna mætti að komast niður Kamba þegar til vagnflutninga kæmi, en ég álít, að það komi mér ekki til fyrst um sinn.
Þegar ég ritaði grein mína, hafði ég enga ákveðna menn í huganum, ég hélt mér aðeins við það, sem fyrir augun bar, án þess að spyrja mig fyrir um, hver hafði ráðið hverju fyrir sig, með því það var og málinu alveg óviðkomandi.
Mér er ómögulegt að skilja það, hvernig grein mín hefur getað komið svo mörgum til að svara. – Ég er mér þess ekki meðvitandi, að hafa talað óvirðulega um nokkurn mann. að var bein skylda allra, að taka bendingum mínum með þökkum og reyna að læra af þeim; íslensk verkfræði stendur sannarlega ekki á svo háu stigi enn.
Að svo stöddu ætla ég ekki að fara að svara neinum sérstaklega; ég skal aðeins geta þessa:
Á austurleiðinni skoðaði ég Ölfusárbrúna nákvæmlega um miðjan dag í björtu veðri. Sunnudaginn næsta skoðaði ég Þjórsárbrú.
Áður en ég varð kandídat var ég tvisvar settur “ingeniör-assistant” í Odense á Fjóni; - 6 mánuði árið 1897 og tvo mánuði 1898 – og var það eftir tilboði og meðmælum frá prófessor A. Lutken, kennara í vega- og brúasmíði við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn. Síðara sumarið hafði ég 200 kr. í laun á mánuði.
Þeir menn, sem hafa svarað grein minni, taka að mörgu leyti af mér ómakið með því, að þeir svara bæði sér sjálfum og öðrum – sbr. fráræsluskurð næst Ölfusárbrú o.fl. – Þótt ég hefði aldrei farið um þessa leið og aldrei skoðað brýrnar, heldur aðeins lesið greinar þessara manna, hefði ég haft ástæðu til að koma með margar af ábendingum mínum (sbr. grein S.J.).
Samiðnaðarmaður minn hefði vel getað verið kurteisari í greinum sínum; leyfi til þess að svara á þann hátt, sem hann gerir, hefur aðeins maður, sem mikil þrekvirki liggja eftir – annaðhvort áður en hann tók próf, eða eftir að hann byrjaði sjálfstætt starf.
Að síðustu þakka ég þeim mönnum, sem hafa tekið svari mínu, mér fjarverandi og óafvitandi.
p.t. Kaupmannahöfn 20. maím. 1900.
Sigurður Pétursson
ingeniör.


Ísafold, 9. júní, 1900, 27. árg., 36. tbl., forsíða:

Um vegi og brýr.
Aðalatriðin í grein minni í 18. tbl. Ísafoldar eru þessi:
. Vér eigum að láta reynsluna kenna oss, hvernig vér eigum að haga vegum vorum eftirleiðis, svo að haldi komi.
. Leiðin upp úr Reykjavík hefði átt að koma austur með sjónum, inn á þverar mýrar, skammt frá laugunum o.s.frv.
. Hafa verður meira eftirlit með ofaníburði í vegi, vanda meira val og leitun að honum, og fastákveða, á hvaða tíma árs eigi að bera ofan í. Ennfremur er það mikilsvert atriði, hvernig ofaníburðinum er komið fyrir.
. Viðhald og eftirlit á vegunum þarf að vera betra en það er.
. Halda þarf við vörðunum á gömlu leiðinni yfir Hellisheiði.
. Ef vagnflutningar eiga að komast á austur um sveitir þarf að leita að annarri hægari leið niður Kamba en nú er.
. Á leiðinni yfir Ölfus eru óþarfakrókar. Gljúfurá og Bakkholtsá má brúa án mikils kostnaðar.
. Framhald vegarins sem, lagður er þarf að koma þannig, að stefnan sé tekin fyrir sunnan Köguðarhól, beinustu leið á Ölfusárbrú. Leiðinni meðfram Ingólfsfjalli og spottanum frá fjallinu niður að brúnni á ekki að halda við sem aðalleið að henni.
. Ölfusárbrúin er svo falleg og dýr, að eftirlit hennar þarf að vera fullkomnum reglum bundið. Ef eitthvað þarf að gera frekar en það sem reglugerðin fyrirskipar, þarf að leita álit verkfræðingsins eins fljótt og auðið er. Alveg sama er að segja um Þjórsárbrúna og aðrar stærri brýr. Sýslumenn eru ekki færir um að semja þessar reglugerðir nema að ráði verkfræðings.
. Á Flóaveginum eru óþarfa krókar. Púkklagningunni er ekki rétt fyrir komið. Með því að þar vottar áþreifanlega fyrir holklaka meira og minna í öllum Flóaveginum, þarf að athuga frekar eðli þess jarðvegs eftirleiðis, sem ber nafnið holklakajörð, og hvað gera megi til þess að varst holklaka. Við hverja rennu er lægð í veginum. Næst Ölfusárbrú vantar fráræsluskurði. Vegaskurðir hafa á einum stað verið stíflaðir. Uppgrefti úr skurðunum hefur verið kastað of nálægt skurðarbörmunum.
. Vestari stöplinum við Þjórsárbrúna þarf að veita eftirtekt. Fráræsluskurðinn Holta-megin þarf að lengja.
. Vegaval Holtamanna og framkvæmdir því samfara eru að mörgu leyti til fyrirmyndar. Þar þarf að gera nýjar tilraunir með sandofaníburð á austari kaflanum.
Yfirlitsatriði:
_ Vegagerð í Ölfusi er í bútum.
_ Vegarkaflar yfir mýrar halda sér vel og þurfa lítinn viðhaldskostnað.
_ Holklakajarðlag í sambandi við vegagerðir þarf frekar að athuga.
Ýmislegt af ofangreindum atriðum hefði ég geta skýrt frekar, t.a.m. hvernig púkklagningu eigi að koma fyrir, hvernig brúa megi Gljúfurá og Bakkarholtsá mið litlum kostnaði, hvar reyna mætti að komast niður Kamba þegar til vagnflutninga kæmi, en ég álít, að það komi mér ekki til fyrst um sinn.
Þegar ég ritaði grein mína, hafði ég enga ákveðna menn í huganum, ég hélt mér aðeins við það, sem fyrir augun bar, án þess að spyrja mig fyrir um, hver hafði ráðið hverju fyrir sig, með því það var og málinu alveg óviðkomandi.
Mér er ómögulegt að skilja það, hvernig grein mín hefur getað komið svo mörgum til að svara. – Ég er mér þess ekki meðvitandi, að hafa talað óvirðulega um nokkurn mann. að var bein skylda allra, að taka bendingum mínum með þökkum og reyna að læra af þeim; íslensk verkfræði stendur sannarlega ekki á svo háu stigi enn.
Að svo stöddu ætla ég ekki að fara að svara neinum sérstaklega; ég skal aðeins geta þessa:
Á austurleiðinni skoðaði ég Ölfusárbrúna nákvæmlega um miðjan dag í björtu veðri. Sunnudaginn næsta skoðaði ég Þjórsárbrú.
Áður en ég varð kandídat var ég tvisvar settur “ingeniör-assistant” í Odense á Fjóni; - 6 mánuði árið 1897 og tvo mánuði 1898 – og var það eftir tilboði og meðmælum frá prófessor A. Lutken, kennara í vega- og brúasmíði við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn. Síðara sumarið hafði ég 200 kr. í laun á mánuði.
Þeir menn, sem hafa svarað grein minni, taka að mörgu leyti af mér ómakið með því, að þeir svara bæði sér sjálfum og öðrum – sbr. fráræsluskurð næst Ölfusárbrú o.fl. – Þótt ég hefði aldrei farið um þessa leið og aldrei skoðað brýrnar, heldur aðeins lesið greinar þessara manna, hefði ég haft ástæðu til að koma með margar af ábendingum mínum (sbr. grein S.J.).
Samiðnaðarmaður minn hefði vel getað verið kurteisari í greinum sínum; leyfi til þess að svara á þann hátt, sem hann gerir, hefur aðeins maður, sem mikil þrekvirki liggja eftir – annaðhvort áður en hann tók próf, eða eftir að hann byrjaði sjálfstætt starf.
Að síðustu þakka ég þeim mönnum, sem hafa tekið svari mínu, mér fjarverandi og óafvitandi.
p.t. Kaupmannahöfn 20. maím. 1900.
Sigurður Pétursson
ingeniör.