1900

Þjóðólfur, 16. nóvember, 1900, 52. árg., 53. tbl., bls. 207:

Sakamálið
gegn Einari Finnssyni vegfræðingi er nú dæmt í yfirrétti. Undirréttardómurinn staðfestur (14 daga einfalt fangelsi og málskostnaður). Undirréttardómarinn (Halld. Daníelsson bæjarfógeti) fær ónotalega athugasemd í dómnum hjá yfirrétti, því að í dómsástæðum segir meðal annars svo: “Málið hefur í héraði verið rekið með nægilegum hraða, en það athugast að það þykir ekki í ýmsum atriðum hafa verið upplýst af undirdómaranum, svo rækilega sem skyldi, og hefur yfirdóminum þó eigi fundist ástæða til að fyrirskipa ítarlegri rannsókn í því, með því að ætlað verður að hún yrði eins og málinu er komið árangurslaus”.


Þjóðólfur, 16. nóvember, 1900, 52. árg., 53. tbl., bls. 207:

Sakamálið
gegn Einari Finnssyni vegfræðingi er nú dæmt í yfirrétti. Undirréttardómurinn staðfestur (14 daga einfalt fangelsi og málskostnaður). Undirréttardómarinn (Halld. Daníelsson bæjarfógeti) fær ónotalega athugasemd í dómnum hjá yfirrétti, því að í dómsástæðum segir meðal annars svo: “Málið hefur í héraði verið rekið með nægilegum hraða, en það athugast að það þykir ekki í ýmsum atriðum hafa verið upplýst af undirdómaranum, svo rækilega sem skyldi, og hefur yfirdóminum þó eigi fundist ástæða til að fyrirskipa ítarlegri rannsókn í því, með því að ætlað verður að hún yrði eins og málinu er komið árangurslaus”.