1899

Þjóðólfur, 7. apríl 1899, 51. árg., 16. tbl., forsíða:

Athugasemdir
Við heyásetning, böðun og vegagerðir
Eftir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson
¿¿ Þá er það ein sorgleg fjáreyðsla, sem á sér stað í landinu með vegabótaféð.
Sýsluvegagjald og hreppsvegagjald er lagt á sveitasjóði og einstaka menn, án þess nokkurt verulegt gagn verði að því. Þeim peningum er víða hvar sama sem fleygt í sjóinn. Menn vantar gersamlega kunnáttu í mörgum sýslum til að búa til vegi og afleiðingin verður svo, að verkið er ónýtt á eftir og allt jafnófært sem áður. Hinn dýri mannafli er mest notaður við vinnuna, en mjög lítið hestar og vagnar sem er ódýr vinnukraftur. Nú er það ofaníburðurinn, sem mest og best gerir vegina góða og varanlega, en að flytja hann að svo nógur sé, er ómögulegt nema með hestum og vögnum. Hversu fráleitt sé að nota vagnhesta eigi við vegagerð sést á því, að 6 hestar kosta eigi meira um daginn en 1 maður, og svo er verkið á eftir miklu verra, ef það er unnið án hesta og vagna. Það er nú mestmegnis sýslunefndum og hreppsnefndum sjálfum að kenna, hversu lítið gagn verður að vegabótafénu, en svo er þetta fé langt of lítið til að vinna nokkuð verulegt með í þeim héruðum, sem víða þarf við vegi að gera og í þessu máli, sem sannarlega er þarflegt og eigi ætti að spara fjárframlög til, er löggjöfin einmitt svo úr garði gerð, að féð hlýtur alltaf að vera allsendis ónógt. Réttast væri náttúrlega að afnema alveg gjald það til sýsluvega og hreppavega, sem lagt er á verkfæra menn í vegalögunum, en í þess stað ættu sýslunefndir og hreppsnefndir að vera skyldar til að leggja fé úr sýslusjóði og hreppssjóði, nokkurn veginn eftir þörfum til að bæta vegina. Meðan það fyrirkomulag, sem er nú, lendir ávallt við það, að þetta litla vegagjald, sem fellur til, er látið duga, þótt það hvergi nærri nægi til þarfanna, enda verður allur árangurinn tómt einskisvert kák, sem eigi er til annars en eyða fé, sem þótt lítið sé, gæti komið að svo miklum notum með nokkurri viðbót og væri því skynsamlega ráðstafað.


Þjóðólfur, 7. apríl 1899, 51. árg., 16. tbl., forsíða:

Athugasemdir
Við heyásetning, böðun og vegagerðir
Eftir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson
¿¿ Þá er það ein sorgleg fjáreyðsla, sem á sér stað í landinu með vegabótaféð.
Sýsluvegagjald og hreppsvegagjald er lagt á sveitasjóði og einstaka menn, án þess nokkurt verulegt gagn verði að því. Þeim peningum er víða hvar sama sem fleygt í sjóinn. Menn vantar gersamlega kunnáttu í mörgum sýslum til að búa til vegi og afleiðingin verður svo, að verkið er ónýtt á eftir og allt jafnófært sem áður. Hinn dýri mannafli er mest notaður við vinnuna, en mjög lítið hestar og vagnar sem er ódýr vinnukraftur. Nú er það ofaníburðurinn, sem mest og best gerir vegina góða og varanlega, en að flytja hann að svo nógur sé, er ómögulegt nema með hestum og vögnum. Hversu fráleitt sé að nota vagnhesta eigi við vegagerð sést á því, að 6 hestar kosta eigi meira um daginn en 1 maður, og svo er verkið á eftir miklu verra, ef það er unnið án hesta og vagna. Það er nú mestmegnis sýslunefndum og hreppsnefndum sjálfum að kenna, hversu lítið gagn verður að vegabótafénu, en svo er þetta fé langt of lítið til að vinna nokkuð verulegt með í þeim héruðum, sem víða þarf við vegi að gera og í þessu máli, sem sannarlega er þarflegt og eigi ætti að spara fjárframlög til, er löggjöfin einmitt svo úr garði gerð, að féð hlýtur alltaf að vera allsendis ónógt. Réttast væri náttúrlega að afnema alveg gjald það til sýsluvega og hreppavega, sem lagt er á verkfæra menn í vegalögunum, en í þess stað ættu sýslunefndir og hreppsnefndir að vera skyldar til að leggja fé úr sýslusjóði og hreppssjóði, nokkurn veginn eftir þörfum til að bæta vegina. Meðan það fyrirkomulag, sem er nú, lendir ávallt við það, að þetta litla vegagjald, sem fellur til, er látið duga, þótt það hvergi nærri nægi til þarfanna, enda verður allur árangurinn tómt einskisvert kák, sem eigi er til annars en eyða fé, sem þótt lítið sé, gæti komið að svo miklum notum með nokkurri viðbót og væri því skynsamlega ráðstafað.