1899

Þjóðólfur, 2. maí 1899, 51. árg., 21. tbl., forsíða:

Sýslufundur Árnesinga
Um fund þennan er Þjóðólfi skrifað 20. f. m.
Sýslunefnd Árnesinga hélt aðalfund sinn á Eyrarbakka 12. apríl. Stóð hann yfir 4 daga. Til umræðu komu 67 málefni og verður hér minnst á það helsta.
Samþykkt var, að sýslan tæki 5.000 kr. lán til brúargerðar á Soginu hjá Alvirðu, gegn því að Grímsneshreppur leggi fram 2.500 kr., hitt landssjóður og þetta sé komið í framkvæmd fyrir 1903.
Farið fram á og samþykkt, að öll vinna að hreppavegum og sýsluvegum verði framvegis unnin með venjulegum vegabótaáhöldum og undir umsjón manns, sem verið hefði við vegagerð með Erl. Zakaríassyni eða öðrum hans nótum. –
Af vegafé sýslunnar, var lagt til vegaálmunnar að Stokkseyri 827 kr. 25 a. Hitt var bútað í smá búta milli ýmsra hreppa, og sleppi ég að minnast á það frekar. –
Gjöld sýslusjóðs áætluð 4.062 kr. 48 a. eftirstöðvar 162 kr., 48 a. niðurjöfnun 3.900 kr.
Samþykkt var að biðja um, að vegurinn frá Svínahrauni að Lækjarbotnum yrði varðaður hið bráðasta, helst á næsta sumri. –


Þjóðólfur, 2. maí 1899, 51. árg., 21. tbl., forsíða:

Sýslufundur Árnesinga
Um fund þennan er Þjóðólfi skrifað 20. f. m.
Sýslunefnd Árnesinga hélt aðalfund sinn á Eyrarbakka 12. apríl. Stóð hann yfir 4 daga. Til umræðu komu 67 málefni og verður hér minnst á það helsta.
Samþykkt var, að sýslan tæki 5.000 kr. lán til brúargerðar á Soginu hjá Alvirðu, gegn því að Grímsneshreppur leggi fram 2.500 kr., hitt landssjóður og þetta sé komið í framkvæmd fyrir 1903.
Farið fram á og samþykkt, að öll vinna að hreppavegum og sýsluvegum verði framvegis unnin með venjulegum vegabótaáhöldum og undir umsjón manns, sem verið hefði við vegagerð með Erl. Zakaríassyni eða öðrum hans nótum. –
Af vegafé sýslunnar, var lagt til vegaálmunnar að Stokkseyri 827 kr. 25 a. Hitt var bútað í smá búta milli ýmsra hreppa, og sleppi ég að minnast á það frekar. –
Gjöld sýslusjóðs áætluð 4.062 kr. 48 a. eftirstöðvar 162 kr., 48 a. niðurjöfnun 3.900 kr.
Samþykkt var að biðja um, að vegurinn frá Svínahrauni að Lækjarbotnum yrði varðaður hið bráðasta, helst á næsta sumri. –