1897

Þjóðólfur, 16. júlí 1897. 49. árg. 34. tbl. , bls. 187:

Ráðning í vegavinnu
Í 29. - 30. tölubl. Þjóðólfs þ. á., stendur fréttapistill frá Eyrarbakka, sem aðallega er þess efnis, að skýra almenningi frá, hvernig ég hagi ráðningu verkamanna þeirra, sem eru í vegavinnunni með mér frá Eyrarbakka:
Í greininni stendur: " Það sem einkennir þessa vinnuveitingu er það, að hana fá ekki nema efnabetri mennirnir. Að undanteknum einum manni, sem er úr þessu plássi í vegagerðinni, eru það ýmist lausamenn, iðnaðarmenn eða þjónar þeirra".
Þessir menn sem nú eru í vegagerðinni af Eyrarbakka, eru flestir búnir að vera lengi við vinnuna, og eru valdið menn að dugnaði.
Þegar ég réði þá, þekkti ég ekki ástæður þeirra, en leitaði mér upplýsinga um, hvort þeir væru duglegir menn til vinnu; þegar ég fékk það svar, að þeir væru það, þá lét ég mér það nægja.
Það getur hver maður séð, sem er með heilbrigðri skynsemi, - ég tala ekki til höfundar greinarinnar - að eftir öðru mátti ég ekki fara en þessum vitnisburði, enda hefði það verið fjarstæða að neita þessum mönnum um vinnu, þó ég hefði vitað, að þeir væru bjargálnamenn, - meira eru þeir ekki. Þess ber líka að geta að ég hef haft fleiri menn úr þessu umtalaða plássi, og orðið að víkja þeim úr vinnunni fyrir óreglu eða leti. Þó vil ég geta þess, að einum manni, sem var í vinnunni vorið og haustið í fyrra, vísaði ég ekki burt fyrir þessar ofantöldu ástæður, heldur fyrir það, að hann var ekki ánægður með kaupið, enda var það ekki nóg fyrir hann, þar sem hann var fjölskyldumaður og langt frá heimili sínu. (Fyrir tveimur árum byrjaðir ég að taka menn í vinnu vorið og haustið, til þess, að bændur sem búa næst vinnunni, gætu haft eitthvað gott af henni. En ég borga þeim mönnum mikið lægra kaup, sökum þess, að veðurátta er þá oft verri, og þá afkasta menn minna). Þessi maður falaðist eftir vinnunni fyrir þetta yfirstandandi sumar, fyrir allan tímann, en ég gat það ekki, sökum þess, að ég varð að fækka verkamönnum, af því verkið er minna sem gera á í sumar, heldur en það sem unnið var í fyrra, og ennfremur vegna þess, að miklu fleiri bændur föluðu vinnu fyrir sig eða menn sína fyrir haustið og vorið, heldur en áður höfðu verið.
Þessi maður, sem hér er talað um, er víst annar maðurinn, sem talað er um, að ég hafi vísað í burt úr vinnunni, og álít ég því fullsvarað með hann.
Neðar í greininni stendur: "Sem dæmi þessu til sönnunar má telja, að nú í ár voru 2 menn hér í plássi sviptir vinnunni, sem að allra dómi eru bestu vinnumenn, - en þeir voru fátækir". Hér að framan hef ég svarað þessu hvað öðrum manninum við kemur, að ég skal játa, að hann getur talist meðalmaður til vinnu en ekki meira.
Hvað hinum viðvíkur, þá verð ég að telja hann í þeim flokki, sem ég hef orðið að láta fara úr vinnunni. Hann álítur máské sjálfur, að framkoma hans við félaga sína hér, bæti fyrir honum, en ég verð að álíta, að það geti ekki orðið, þó hún sjálfsagt sé góð.
Síðar í greininni stendur: "En ís tað þess var tekinn maður af einum verslunarstjóranum hér í hreppi, og einum af efnabetri mönnum hér boðin atvinna". Ástæðan til þess, að ég tók þennan mann var sú, að í vor hættu 8 menn við að fara í vinnuna, sem ráðnir voru, svo ég bauð þessum manni vinnu, af því að ég þekkti hann að því að vera duglegan mann, og standa langt fyrir framan þá, sem voru látnir fara.

Niðurlag greinarinnar er þannig orðað, að ekki er mögulegt að svara því, en sé það rétt skilið, eftir því sem beinast liggur við að taka það, þá verður það mál ekki sótt á þessu þingi, ef ég annars virði það svo mikils að svara því nokkru.
Ég hef verið, og er enn, ókunnugur í þessu plássi (Eyrarb.) og veit lítið um efnahag manna, enda er ég viss um, að úr því yrði mesta þvæla og vitleysa, sem orðið getur, ef nokkurt úrval ætti að eiga sér stað í þá átt. Ég skal taka það fram hér, að allt svo lengi, að ég er hér við þessa vinnu, og ræð fólk til hennar, mun ég ekki haga mér öðruvísi hér eftir, en ég hef gert að undanförnu, sem sé að taka duglega manninn fram yfir hinn óduglegri, hvort sem hann er fátækari eða ekki, sökum þess, að ég álít það skyldu mína gagnvart verkinu, sem ég er settur yfir, en reyni að forðast að svo miklu leyti sem mér er unnt, að láta hreppapólitík komast þar að.
Ég skal leyfa mér að geta þess, að ég læt hér staðar nema með ritdeilu um þetta efni.
Við Flóavegagerðina 1. júlí 1897
Erl. Zakaríasson


Þjóðólfur, 16. júlí 1897. 49. árg. 34. tbl. , bls. 187:

Ráðning í vegavinnu
Í 29. - 30. tölubl. Þjóðólfs þ. á., stendur fréttapistill frá Eyrarbakka, sem aðallega er þess efnis, að skýra almenningi frá, hvernig ég hagi ráðningu verkamanna þeirra, sem eru í vegavinnunni með mér frá Eyrarbakka:
Í greininni stendur: " Það sem einkennir þessa vinnuveitingu er það, að hana fá ekki nema efnabetri mennirnir. Að undanteknum einum manni, sem er úr þessu plássi í vegagerðinni, eru það ýmist lausamenn, iðnaðarmenn eða þjónar þeirra".
Þessir menn sem nú eru í vegagerðinni af Eyrarbakka, eru flestir búnir að vera lengi við vinnuna, og eru valdið menn að dugnaði.
Þegar ég réði þá, þekkti ég ekki ástæður þeirra, en leitaði mér upplýsinga um, hvort þeir væru duglegir menn til vinnu; þegar ég fékk það svar, að þeir væru það, þá lét ég mér það nægja.
Það getur hver maður séð, sem er með heilbrigðri skynsemi, - ég tala ekki til höfundar greinarinnar - að eftir öðru mátti ég ekki fara en þessum vitnisburði, enda hefði það verið fjarstæða að neita þessum mönnum um vinnu, þó ég hefði vitað, að þeir væru bjargálnamenn, - meira eru þeir ekki. Þess ber líka að geta að ég hef haft fleiri menn úr þessu umtalaða plássi, og orðið að víkja þeim úr vinnunni fyrir óreglu eða leti. Þó vil ég geta þess, að einum manni, sem var í vinnunni vorið og haustið í fyrra, vísaði ég ekki burt fyrir þessar ofantöldu ástæður, heldur fyrir það, að hann var ekki ánægður með kaupið, enda var það ekki nóg fyrir hann, þar sem hann var fjölskyldumaður og langt frá heimili sínu. (Fyrir tveimur árum byrjaðir ég að taka menn í vinnu vorið og haustið, til þess, að bændur sem búa næst vinnunni, gætu haft eitthvað gott af henni. En ég borga þeim mönnum mikið lægra kaup, sökum þess, að veðurátta er þá oft verri, og þá afkasta menn minna). Þessi maður falaðist eftir vinnunni fyrir þetta yfirstandandi sumar, fyrir allan tímann, en ég gat það ekki, sökum þess, að ég varð að fækka verkamönnum, af því verkið er minna sem gera á í sumar, heldur en það sem unnið var í fyrra, og ennfremur vegna þess, að miklu fleiri bændur föluðu vinnu fyrir sig eða menn sína fyrir haustið og vorið, heldur en áður höfðu verið.
Þessi maður, sem hér er talað um, er víst annar maðurinn, sem talað er um, að ég hafi vísað í burt úr vinnunni, og álít ég því fullsvarað með hann.
Neðar í greininni stendur: "Sem dæmi þessu til sönnunar má telja, að nú í ár voru 2 menn hér í plássi sviptir vinnunni, sem að allra dómi eru bestu vinnumenn, - en þeir voru fátækir". Hér að framan hef ég svarað þessu hvað öðrum manninum við kemur, að ég skal játa, að hann getur talist meðalmaður til vinnu en ekki meira.
Hvað hinum viðvíkur, þá verð ég að telja hann í þeim flokki, sem ég hef orðið að láta fara úr vinnunni. Hann álítur máské sjálfur, að framkoma hans við félaga sína hér, bæti fyrir honum, en ég verð að álíta, að það geti ekki orðið, þó hún sjálfsagt sé góð.
Síðar í greininni stendur: "En ís tað þess var tekinn maður af einum verslunarstjóranum hér í hreppi, og einum af efnabetri mönnum hér boðin atvinna". Ástæðan til þess, að ég tók þennan mann var sú, að í vor hættu 8 menn við að fara í vinnuna, sem ráðnir voru, svo ég bauð þessum manni vinnu, af því að ég þekkti hann að því að vera duglegan mann, og standa langt fyrir framan þá, sem voru látnir fara.

Niðurlag greinarinnar er þannig orðað, að ekki er mögulegt að svara því, en sé það rétt skilið, eftir því sem beinast liggur við að taka það, þá verður það mál ekki sótt á þessu þingi, ef ég annars virði það svo mikils að svara því nokkru.
Ég hef verið, og er enn, ókunnugur í þessu plássi (Eyrarb.) og veit lítið um efnahag manna, enda er ég viss um, að úr því yrði mesta þvæla og vitleysa, sem orðið getur, ef nokkurt úrval ætti að eiga sér stað í þá átt. Ég skal taka það fram hér, að allt svo lengi, að ég er hér við þessa vinnu, og ræð fólk til hennar, mun ég ekki haga mér öðruvísi hér eftir, en ég hef gert að undanförnu, sem sé að taka duglega manninn fram yfir hinn óduglegri, hvort sem hann er fátækari eða ekki, sökum þess, að ég álít það skyldu mína gagnvart verkinu, sem ég er settur yfir, en reyni að forðast að svo miklu leyti sem mér er unnt, að láta hreppapólitík komast þar að.
Ég skal leyfa mér að geta þess, að ég læt hér staðar nema með ritdeilu um þetta efni.
Við Flóavegagerðina 1. júlí 1897
Erl. Zakaríasson