1896

Þjóðólfur, 13. mars 1896, 48. árg., 12. tbl., bls. 47:

Vegurinn yfir flóann
Eins og kunnug er hefur hr. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritað alllanga grein í "Ísafold" um veginn yfir Flóann. Hefur honum oft tekist betur að rita og láta skoðanir sínar í ljósi. Er það miður drengilegt, að leitast við að gefa sannleikanum olnbogaskot, en koma aftur með gamburmosa í hans stað. Höf. telur okkur telja 5 aðalkosti syðri vegastefnunnar, reiðir þá líka 5 sinnum sér um öx, en athugum nú höggin, hve mikið úr þeim verður.
Buginn frá Þjórsárbrú út fyrir Flatholt telur hann lítinn og hverfandi í samanburði við þann bug, er uppsveitarmann, er "suður yfir Fjall" fara, yrðu að fara niður að Þjórsárbrú, og gerir ráð fyrir, að vagnvegur yrði trauðla lagður þann krók. En við getum frætt greinarhöfund um það, að þessi bugur er nú einmitt sami bugurinn, sem er frá Þjórsárbrú út fyrir Flatholt, og verði það nú tilfellið, að vegurinn liggi þannig frá Þjórsárbrú upp Þjórsárbakka, eða þá fyrir austan Blesastaði, ef hætta þykir fyrir veginn á bökkum, þaðan svo upp að Laxá fyrir framan Sóleyjarbakka, þá munu uppsveitamenn ekki óska sér að fara tvöfaldan krók, með því að fara frá Þjórsárbrúnni út fyrir Flatholt aftur, heldur kjósa sér með ánægju beina línu millum brúnna, hrósandi happi yfir veginum, að hann sé nú styttri, af því leiðandi byrlegri og þægilegri áfangastaður o. fl. Þetta mundi þeir nú hugsa þegar þar er komið.
Því hefur aldrei verið neitað, að ekki sé gott og mikið grjót á nyrðri leiðinni, en það er engin sönnun fyrir því, að ekki sé nægjanlegt grjót á syðri leiðinni, enda er það sannleikur. Þar er nóg grjót í "púkkið". Það er auðvita, að ekki er það eins allstaðar við höndina, en óþarfi virðist að fara austur fyrir Fosslæk eða út fyrir Hróarsholtslæk eftir því, og er þar allt annar steinn en blágrýti. Þá mega þær 15.000 kr. falla burt úr grein hr. B. J., er honum hugkvæmdist að hnýta niður sem kostnaðarauka við syðri veginn. Við könnumst vel við, að duglega brú þarf á Hróarholtslæk, en ekki kemur það til mála, að hún verði eins dýr, eins og allar þær brýr á efri leiðinni. Höfundinum hefur þótt öfgakennt hjá okkur, þegar við minntumst á Skálmholtsheiði; talar hann þar um þurrar, grasivaxnar lautir. Kann að vera, að honum fyndist það, en svo mikið er víst, að hefði hann fyrir skömmu staðið í þeim lautum, sem vegurinn þarf yfir að fara, hefði hann ekki fengið bakraun við að fá sér að drekka; en sleppum nú þessu. Lautin fyrir framan Skálmholt varð mjög mikil í vetur, sem hennar vandi er til, að ekki verður stórkostlegur munur á þeirri brú, ef duga á, og brúnni á Hróarholtslæk.
Þá talar hr. B. J. um "óhjákvæmilegan" sýsluveg eftir endilöngum Hraungerðishrepp, en segir aftur að Ásavegurinn muni falla úr sýsluvegatölu, þegar flutningsbrautin sé komin frá Ölfusárbrú niður á Eyrarbakka. Ekki getum við fallist á þá kenningu. Það munu fæstir uppsveitamenn, er ætla niður á Eyrarbakka og Stokkseyri, leggja þann krók á hala sinn, því ekki er víst að minni verslun verði á Stokkseyri með tímanum en Eyrarbakka. Þá virðist ekki vel heppilegt að leggja niður Ásaveginn. Gerum ráð fyrir, að 2 menn fari með lest jafnt á stað frá Þjórsárbrú niður að Stokkseyri. Annar fer þjóðveginn - neðri leiðina - út að Ölfusárbrú og þaðan niður á Eyrarbakka, þaðan svo austur að Stokkseyri. Hinn fer syðri leiðina, og látum báða hafa jafngóða vegi. Hve langt verður hinn nú síðarnefndi komin náleiðis upp að brú, þegar hinn er kominn að Stokkseyri? Hann verður kominn meir en miðja vega. Sér nú nokkur sanngirni í því, að nyrðri leiðin sé hagkvæmari ferðamönnum? Eða er það sanngirni, að Ásavegurinn sé felldur úr sýsluvegatölu, en í hans stað komi aftur sýsluvegur eftir endilöngum Hraungerðishreppi? Við getum ekki fundið það út, hvers vegna þessi setning kemur hjá höf., ætlum heldur ekki að leiða getur að því.
Þá koma árflóðin, sem hr. B. J. virðist gera heldur smásmuguleg. Hann kallar það að eins "gusu" flóðið síðasta, er kom úr Hvítá eftir það, að hlaðið var í skarðið á Brúnastaðaflötum. Þetta flóð varð nú samt það mikið, að hefði vegurinn verið þá kominn þar sem honum er ætlað að liggja hjá Skeggjastöðum, hefði hann mestallur verið þar í kafi, nema því meir upphleyptur. Að þvílík flóð geti ekki grandað vegum, virðist æði ótrúlegt, og sýnir það glöggvast, að þar, sem vatni er ætlað að renna gegnum þá, eru þeir tíðast bilaðir, og fremur mun það vera á vetrum en hina ársins tíma.
Svo rekur höf. á rembihnútinn og telur veginn (syðri) fyrir utan Hróarholtslæk þar í mestri hættunni fyrir flóðum, ef hann yrði það nokkursstaðar - þar sem hallinn er mjög lítill og allur kraftur úr öllum hlaupum. Manni finnst nú þá fyrst duga smábrýr fyrir vatnið, og eins vera leyfisvert að fara þar undir þær eins og ofar, þar sem hallinn er meiri á landinu.
Við fáum nú ekki betur séð, en syðri stefnan sé hagkvæmari ferðamönnum. Þar má fá góða áfangastaði, vegurinn lagður yfir litlar engjar, en á nyrðri leiðinni þyrfti nálega að kaupa land undir hann allan úr því kemur á móts við Bitru. Einnig má líta til þess, hve langt menn koma að austan, sem ferðast hafa dag eftir dag og viku eftir viku. Þeir mundu þakklátir, ef þeir fengju beinan veginn, og undir eins þakklátir fyrir það, að geta nú farið þennan veg yfir mestu torfærur, hvort heldur þeir ætluðu sér niður á Bakka eða "suður yfir fjall". Það er ekki ónáttúrlegt að þeir séu sárir yfir því, að reka hesta sína óþarfakróka, ef þess gerðist ekki þörf, því sennilegt er, að þeir eigi tilkall til þess, að vegurinn sé lagður haganlega fyrir þá sem aðra, eftir því sem unnt er.
Við viljum minnast þess, að enginn vegfræðingur hefur enn stigið fæti sínum í þá átt, að skoða syðri stefnuna; og til þess að þetta verði ekki tómar málalengingar finnst okur hyggilegast, að landsstjórnin tilnefni óvilhallan vegfræðing til að skoða báðar leiðirnar, nyrðri og syðri, svo fljótt, sem tíð leyfir í vor, með mönnum úr sýslum þeim, er vegarins nota haf. Væri nú betur, ef nyrðri leiðin yrði nú ofan á, og búið að vinna að henni meira eða minna, að ekki ræki að því, að yrði að leita til landshöfðingja líkt og í sumar, þegar hann varð að taka sér ferð á hendur austur að Þjórsárbrú til að fá upplýsingar hjá elstu og kunnugustu mönnum. Leitaði hann þá fyrst upplýsinga hjá Einari á Urriðafossi, sem hafði bæði ritað og rætt um Þjórsárbrúarstæðið mest allra manna, og hans söng vann sigur gagnvart mörgum, er á móti voru.
16. febrúar 1896.
Jakob Jónsson
Kampholti
Einar Einarsson
Urriðafossi
Frekari málalengingar um þetta efni verða ekki teknar í Þjóðólf.


Þjóðólfur, 13. mars 1896, 48. árg., 12. tbl., bls. 47:

Vegurinn yfir flóann
Eins og kunnug er hefur hr. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritað alllanga grein í "Ísafold" um veginn yfir Flóann. Hefur honum oft tekist betur að rita og láta skoðanir sínar í ljósi. Er það miður drengilegt, að leitast við að gefa sannleikanum olnbogaskot, en koma aftur með gamburmosa í hans stað. Höf. telur okkur telja 5 aðalkosti syðri vegastefnunnar, reiðir þá líka 5 sinnum sér um öx, en athugum nú höggin, hve mikið úr þeim verður.
Buginn frá Þjórsárbrú út fyrir Flatholt telur hann lítinn og hverfandi í samanburði við þann bug, er uppsveitarmann, er "suður yfir Fjall" fara, yrðu að fara niður að Þjórsárbrú, og gerir ráð fyrir, að vagnvegur yrði trauðla lagður þann krók. En við getum frætt greinarhöfund um það, að þessi bugur er nú einmitt sami bugurinn, sem er frá Þjórsárbrú út fyrir Flatholt, og verði það nú tilfellið, að vegurinn liggi þannig frá Þjórsárbrú upp Þjórsárbakka, eða þá fyrir austan Blesastaði, ef hætta þykir fyrir veginn á bökkum, þaðan svo upp að Laxá fyrir framan Sóleyjarbakka, þá munu uppsveitamenn ekki óska sér að fara tvöfaldan krók, með því að fara frá Þjórsárbrúnni út fyrir Flatholt aftur, heldur kjósa sér með ánægju beina línu millum brúnna, hrósandi happi yfir veginum, að hann sé nú styttri, af því leiðandi byrlegri og þægilegri áfangastaður o. fl. Þetta mundi þeir nú hugsa þegar þar er komið.
Því hefur aldrei verið neitað, að ekki sé gott og mikið grjót á nyrðri leiðinni, en það er engin sönnun fyrir því, að ekki sé nægjanlegt grjót á syðri leiðinni, enda er það sannleikur. Þar er nóg grjót í "púkkið". Það er auðvita, að ekki er það eins allstaðar við höndina, en óþarfi virðist að fara austur fyrir Fosslæk eða út fyrir Hróarsholtslæk eftir því, og er þar allt annar steinn en blágrýti. Þá mega þær 15.000 kr. falla burt úr grein hr. B. J., er honum hugkvæmdist að hnýta niður sem kostnaðarauka við syðri veginn. Við könnumst vel við, að duglega brú þarf á Hróarholtslæk, en ekki kemur það til mála, að hún verði eins dýr, eins og allar þær brýr á efri leiðinni. Höfundinum hefur þótt öfgakennt hjá okkur, þegar við minntumst á Skálmholtsheiði; talar hann þar um þurrar, grasivaxnar lautir. Kann að vera, að honum fyndist það, en svo mikið er víst, að hefði hann fyrir skömmu staðið í þeim lautum, sem vegurinn þarf yfir að fara, hefði hann ekki fengið bakraun við að fá sér að drekka; en sleppum nú þessu. Lautin fyrir framan Skálmholt varð mjög mikil í vetur, sem hennar vandi er til, að ekki verður stórkostlegur munur á þeirri brú, ef duga á, og brúnni á Hróarholtslæk.
Þá talar hr. B. J. um "óhjákvæmilegan" sýsluveg eftir endilöngum Hraungerðishrepp, en segir aftur að Ásavegurinn muni falla úr sýsluvegatölu, þegar flutningsbrautin sé komin frá Ölfusárbrú niður á Eyrarbakka. Ekki getum við fallist á þá kenningu. Það munu fæstir uppsveitamenn, er ætla niður á Eyrarbakka og Stokkseyri, leggja þann krók á hala sinn, því ekki er víst að minni verslun verði á Stokkseyri með tímanum en Eyrarbakka. Þá virðist ekki vel heppilegt að leggja niður Ásaveginn. Gerum ráð fyrir, að 2 menn fari með lest jafnt á stað frá Þjórsárbrú niður að Stokkseyri. Annar fer þjóðveginn - neðri leiðina - út að Ölfusárbrú og þaðan niður á Eyrarbakka, þaðan svo austur að Stokkseyri. Hinn fer syðri leiðina, og látum báða hafa jafngóða vegi. Hve langt verður hinn nú síðarnefndi komin náleiðis upp að brú, þegar hinn er kominn að Stokkseyri? Hann verður kominn meir en miðja vega. Sér nú nokkur sanngirni í því, að nyrðri leiðin sé hagkvæmari ferðamönnum? Eða er það sanngirni, að Ásavegurinn sé felldur úr sýsluvegatölu, en í hans stað komi aftur sýsluvegur eftir endilöngum Hraungerðishreppi? Við getum ekki fundið það út, hvers vegna þessi setning kemur hjá höf., ætlum heldur ekki að leiða getur að því.
Þá koma árflóðin, sem hr. B. J. virðist gera heldur smásmuguleg. Hann kallar það að eins "gusu" flóðið síðasta, er kom úr Hvítá eftir það, að hlaðið var í skarðið á Brúnastaðaflötum. Þetta flóð varð nú samt það mikið, að hefði vegurinn verið þá kominn þar sem honum er ætlað að liggja hjá Skeggjastöðum, hefði hann mestallur verið þar í kafi, nema því meir upphleyptur. Að þvílík flóð geti ekki grandað vegum, virðist æði ótrúlegt, og sýnir það glöggvast, að þar, sem vatni er ætlað að renna gegnum þá, eru þeir tíðast bilaðir, og fremur mun það vera á vetrum en hina ársins tíma.
Svo rekur höf. á rembihnútinn og telur veginn (syðri) fyrir utan Hróarholtslæk þar í mestri hættunni fyrir flóðum, ef hann yrði það nokkursstaðar - þar sem hallinn er mjög lítill og allur kraftur úr öllum hlaupum. Manni finnst nú þá fyrst duga smábrýr fyrir vatnið, og eins vera leyfisvert að fara þar undir þær eins og ofar, þar sem hallinn er meiri á landinu.
Við fáum nú ekki betur séð, en syðri stefnan sé hagkvæmari ferðamönnum. Þar má fá góða áfangastaði, vegurinn lagður yfir litlar engjar, en á nyrðri leiðinni þyrfti nálega að kaupa land undir hann allan úr því kemur á móts við Bitru. Einnig má líta til þess, hve langt menn koma að austan, sem ferðast hafa dag eftir dag og viku eftir viku. Þeir mundu þakklátir, ef þeir fengju beinan veginn, og undir eins þakklátir fyrir það, að geta nú farið þennan veg yfir mestu torfærur, hvort heldur þeir ætluðu sér niður á Bakka eða "suður yfir fjall". Það er ekki ónáttúrlegt að þeir séu sárir yfir því, að reka hesta sína óþarfakróka, ef þess gerðist ekki þörf, því sennilegt er, að þeir eigi tilkall til þess, að vegurinn sé lagður haganlega fyrir þá sem aðra, eftir því sem unnt er.
Við viljum minnast þess, að enginn vegfræðingur hefur enn stigið fæti sínum í þá átt, að skoða syðri stefnuna; og til þess að þetta verði ekki tómar málalengingar finnst okur hyggilegast, að landsstjórnin tilnefni óvilhallan vegfræðing til að skoða báðar leiðirnar, nyrðri og syðri, svo fljótt, sem tíð leyfir í vor, með mönnum úr sýslum þeim, er vegarins nota haf. Væri nú betur, ef nyrðri leiðin yrði nú ofan á, og búið að vinna að henni meira eða minna, að ekki ræki að því, að yrði að leita til landshöfðingja líkt og í sumar, þegar hann varð að taka sér ferð á hendur austur að Þjórsárbrú til að fá upplýsingar hjá elstu og kunnugustu mönnum. Leitaði hann þá fyrst upplýsinga hjá Einari á Urriðafossi, sem hafði bæði ritað og rætt um Þjórsárbrúarstæðið mest allra manna, og hans söng vann sigur gagnvart mörgum, er á móti voru.
16. febrúar 1896.
Jakob Jónsson
Kampholti
Einar Einarsson
Urriðafossi
Frekari málalengingar um þetta efni verða ekki teknar í Þjóðólf.