1896

Þjóðólfur, 2. júní 1896, 48. árg., 27. tbl., bls. 106:

Vegurinn yfir flóann
Í Þjóðólfi frá 13. mars þ. á. er grein um "veginn yfir Flóann" eftir þá nágrannana Jakob í Kampholti og Einar á Urriðafossi; í þessari grein stendur meðal annars:
"Vér viljum minnast, að enginn vegfræðingur hefur enn stigið fæti sínum í þá átt að skoða syðri stefnuna".
Af því að ég verð að álíta, að ég megi vera inn á meðal hinna svonefndu "vegfræðinga", tek ég þessi orð til mín, og lýsi hér með þá kumpána ósannindamenn að þessum orðum, því að ég hef, sumarið 1894, bæði skoðað, rannsakað og mælt þessa þeirra syðri leið, borið hana saman við nyrðri leiðina og valið vegalínuna þar eftir. - Þeir skuli ekki halda að mér hafi nokkurn tíma dottið í hjartans hug að fara að deila við þá um vegalagninu, eða spyrja þá um, hvað athuga þurfi við vegarannsóknir og mælingar, því að ég þykist hafa eins vel vit á því, vað gera eigi í þess konar tilfellum, eins og þeir. En náttúrlega hef ég útvegað mér allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru, hjá kunnugum mönnum, og tekið hæfilegt tillit til þeirra frásagna.
Reykjavík 27. maí 1896.
Sig. Thoroddsen.


Þjóðólfur, 2. júní 1896, 48. árg., 27. tbl., bls. 106:

Vegurinn yfir flóann
Í Þjóðólfi frá 13. mars þ. á. er grein um "veginn yfir Flóann" eftir þá nágrannana Jakob í Kampholti og Einar á Urriðafossi; í þessari grein stendur meðal annars:
"Vér viljum minnast, að enginn vegfræðingur hefur enn stigið fæti sínum í þá átt að skoða syðri stefnuna".
Af því að ég verð að álíta, að ég megi vera inn á meðal hinna svonefndu "vegfræðinga", tek ég þessi orð til mín, og lýsi hér með þá kumpána ósannindamenn að þessum orðum, því að ég hef, sumarið 1894, bæði skoðað, rannsakað og mælt þessa þeirra syðri leið, borið hana saman við nyrðri leiðina og valið vegalínuna þar eftir. - Þeir skuli ekki halda að mér hafi nokkurn tíma dottið í hjartans hug að fara að deila við þá um vegalagninu, eða spyrja þá um, hvað athuga þurfi við vegarannsóknir og mælingar, því að ég þykist hafa eins vel vit á því, vað gera eigi í þess konar tilfellum, eins og þeir. En náttúrlega hef ég útvegað mér allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru, hjá kunnugum mönnum, og tekið hæfilegt tillit til þeirra frásagna.
Reykjavík 27. maí 1896.
Sig. Thoroddsen.