1896

Ísafold, 14. okt. 1896, 23. árg., 72. tbl., bls. 287:

Viðgerðin á Ölfusárbrúnni.
Viðgerðin á Ölfusárbrúnni eftir landskjálftana hefir kostað nálægt 1000 kr. og um 160 kr. viðgerðin á veginum frá Hellisheiði og austur að brúnni; voru það helst rennur og kampar undir trébrúm, sem bilað höfðu. Í viðgerðarkostnaðinum að Ölfusárbrúnni felast 20 tunnur af steinlími ásamt flutningi þeirra upp að brúarstæðinu; fóru af því 12 tunnur í akkerisstöplana að norðanverðu. Annars var aðalverkið endurhleðslan á vegakampinum undir trébrúnni fyrir austan ána, sem var farin að bila áður hvort sem var og hefði þurft að gera við innan skamms, með því að hann hafði verið lítið sem ekkert steinlímdur í upphafi.


Ísafold, 14. okt. 1896, 23. árg., 72. tbl., bls. 287:

Viðgerðin á Ölfusárbrúnni.
Viðgerðin á Ölfusárbrúnni eftir landskjálftana hefir kostað nálægt 1000 kr. og um 160 kr. viðgerðin á veginum frá Hellisheiði og austur að brúnni; voru það helst rennur og kampar undir trébrúm, sem bilað höfðu. Í viðgerðarkostnaðinum að Ölfusárbrúnni felast 20 tunnur af steinlími ásamt flutningi þeirra upp að brúarstæðinu; fóru af því 12 tunnur í akkerisstöplana að norðanverðu. Annars var aðalverkið endurhleðslan á vegakampinum undir trébrúnni fyrir austan ána, sem var farin að bila áður hvort sem var og hefði þurft að gera við innan skamms, með því að hann hafði verið lítið sem ekkert steinlímdur í upphafi.