1896

Ísafold, 30. des. 1896, 23. árg., 90. tbl., forsíða:

Landsjóðsvegagerð 1896
Svo sem kunnugt er, þá er nú orðið unnið til muna að því á hverju ári, að gera almennilega vegi um landið, og allmiklu fé til þess varið úr landssjóði. Vitaskuld vinnst þó landið seint með ekki meira áframhaldi, og vonar maður, að það eigi fyrir sér að örvast að mun heldur en hitt; en ólíkt er þetta þó því, er ekkert var aðhafst í þessari grein eða sama sem ekkert: bæði litlu afkastað og það jafnaðarlega ónýtt, er gert var.
Nú í sumar kvað mest að vegagjörðinni yfir Flóann, sem lengi hefir þráð verið, og lokið var nú að fullum helmingi, þótt snemma haustaði að og tæki fyrir vinnu. Var byrjað við Ölfusárbrúna og lagðar fullar 10 rastir, austur fyrir Skeggjastaði í Hraungerðishverfi. Og er ráðgert að ljúka við hinn helminginn að sumri austur að Þjórsárbrú. Það er á þeim kaflanum, sem blaðaþrefið var mest um vegarstefnuna í fyrra. En nú mun þeirri þrætu lokið, eftir að verkstjórinn fyrir Flóann, herra Erlendur Zakaríasson, hefir í sumar rannsakað syðri vegarstefnuna og reynst þar meðal annars ófáanlegur ofaníburður, auk fleiri örðugleika, en vegalengdarmunurinn harla lítill, miklu minni en látið var.
Vegurinn þessi, sem gerður var í sumar, er 12 feta breiður og er lagður í beina stefnu eftir móum og mýrum, og var yfirleitt mjög auðgerður, nema hvað örðugt var að fá ofaníburð. Mestallur var hann gerður af muldu grjóti, og lagið um það 1 fet á þykkt. Grjót var víðast mjög nærri og auðmulið, nema á nokkrum spöl vestur við Ölfusá. Þar hafði verið ekið grjóti veturinn fyrir á hjarni, en sleðafæri verið stopult og daglaun fyrir það orðið útdráttarsöm, þó miklu minni yrði kostnaðurinn heldur en nokkur hafði boðist til að gjöra það með ákvæðiskjörum.
Rúmlega 25.000 kr. hefir vegagerð þessi kostað, að meðtöldum 500 kr., sem fóru til aðgjörðar á Ölfusveginum. Hefir eftir því faðmurinn í veginum kostað nokkuð minna en 5 kr. Að veginum unnu 54 menn fæst og 70 flest allt sumarið hér um bil, í 8 flokkum, og sinn flokksforingi fyrir hverjum. Kaupið var kr. 2,75-2,85 á dag (einn maður 3 kr.) og sunnudagaþóknun 1 kr.; auk þess nokkrir unglingar til að aka með 2-2 ½ kr. kaupi, en sömu sunnudagaþóknun. Þar að auki unni nokkrir verkamenn vor og haust fyrir kr. 2,25 kaup, en án sunnudagaþóknunar. Flokkstjórar höfðu kr. 3,25 í kaup á dag. "Það hefir verið vani að undanförnu", segir herra E.Z., "að greiða 1 kr. fyrir innistöðudaga (vegna illviðris), en ég fékk fólkið til að vinna ¼ klst. fram yfir á dag, til að bæta upp, ef innistaða yrði nokkur, en hún var lítil sem engin. - Vagnhestar við vinnuna voru 18 og kostuðu 60 a. dag, en aukahestar nokkra daga á 1 kr.
Þá vann í annan stað allmikill flokkur, 30-40 manna, að framhaldi Mosfellsheiðar-vegarins frá Móakotsá austur yfir Almannagjá, og bíður greinileg skýrsla um þann veg þess, að hann verði fullger. Þar stjórnaði herra Einar Finnsson verkum.
Enn var nokkuð unni að vegagerð vestur í Geiradal og Saurbæ og sömuleiðis austur í Múlasýslu.


Ísafold, 30. des. 1896, 23. árg., 90. tbl., forsíða:

Landsjóðsvegagerð 1896
Svo sem kunnugt er, þá er nú orðið unnið til muna að því á hverju ári, að gera almennilega vegi um landið, og allmiklu fé til þess varið úr landssjóði. Vitaskuld vinnst þó landið seint með ekki meira áframhaldi, og vonar maður, að það eigi fyrir sér að örvast að mun heldur en hitt; en ólíkt er þetta þó því, er ekkert var aðhafst í þessari grein eða sama sem ekkert: bæði litlu afkastað og það jafnaðarlega ónýtt, er gert var.
Nú í sumar kvað mest að vegagjörðinni yfir Flóann, sem lengi hefir þráð verið, og lokið var nú að fullum helmingi, þótt snemma haustaði að og tæki fyrir vinnu. Var byrjað við Ölfusárbrúna og lagðar fullar 10 rastir, austur fyrir Skeggjastaði í Hraungerðishverfi. Og er ráðgert að ljúka við hinn helminginn að sumri austur að Þjórsárbrú. Það er á þeim kaflanum, sem blaðaþrefið var mest um vegarstefnuna í fyrra. En nú mun þeirri þrætu lokið, eftir að verkstjórinn fyrir Flóann, herra Erlendur Zakaríasson, hefir í sumar rannsakað syðri vegarstefnuna og reynst þar meðal annars ófáanlegur ofaníburður, auk fleiri örðugleika, en vegalengdarmunurinn harla lítill, miklu minni en látið var.
Vegurinn þessi, sem gerður var í sumar, er 12 feta breiður og er lagður í beina stefnu eftir móum og mýrum, og var yfirleitt mjög auðgerður, nema hvað örðugt var að fá ofaníburð. Mestallur var hann gerður af muldu grjóti, og lagið um það 1 fet á þykkt. Grjót var víðast mjög nærri og auðmulið, nema á nokkrum spöl vestur við Ölfusá. Þar hafði verið ekið grjóti veturinn fyrir á hjarni, en sleðafæri verið stopult og daglaun fyrir það orðið útdráttarsöm, þó miklu minni yrði kostnaðurinn heldur en nokkur hafði boðist til að gjöra það með ákvæðiskjörum.
Rúmlega 25.000 kr. hefir vegagerð þessi kostað, að meðtöldum 500 kr., sem fóru til aðgjörðar á Ölfusveginum. Hefir eftir því faðmurinn í veginum kostað nokkuð minna en 5 kr. Að veginum unnu 54 menn fæst og 70 flest allt sumarið hér um bil, í 8 flokkum, og sinn flokksforingi fyrir hverjum. Kaupið var kr. 2,75-2,85 á dag (einn maður 3 kr.) og sunnudagaþóknun 1 kr.; auk þess nokkrir unglingar til að aka með 2-2 ½ kr. kaupi, en sömu sunnudagaþóknun. Þar að auki unni nokkrir verkamenn vor og haust fyrir kr. 2,25 kaup, en án sunnudagaþóknunar. Flokkstjórar höfðu kr. 3,25 í kaup á dag. "Það hefir verið vani að undanförnu", segir herra E.Z., "að greiða 1 kr. fyrir innistöðudaga (vegna illviðris), en ég fékk fólkið til að vinna ¼ klst. fram yfir á dag, til að bæta upp, ef innistaða yrði nokkur, en hún var lítil sem engin. - Vagnhestar við vinnuna voru 18 og kostuðu 60 a. dag, en aukahestar nokkra daga á 1 kr.
Þá vann í annan stað allmikill flokkur, 30-40 manna, að framhaldi Mosfellsheiðar-vegarins frá Móakotsá austur yfir Almannagjá, og bíður greinileg skýrsla um þann veg þess, að hann verði fullger. Þar stjórnaði herra Einar Finnsson verkum.
Enn var nokkuð unni að vegagerð vestur í Geiradal og Saurbæ og sömuleiðis austur í Múlasýslu.