1896

Ísafold, 30. des. 1896, 23. árg., 90. tbl., forsíða:

Aðgerð á Ölfusárbrúnni
Frá viðgerðinni á Ölfusárbrúnni eftir landskjálftana segir hr. Erl. Z. svo: "Vegarendinn, sem syðri endi trébrúarinnar lá á, hrundi, og sömul. hliðarnar á veginum; þær hrundu líka á 13 faðma löngum kafla. Stöpull var hlaðinn undir brúarendann 5 álna að ofan, 7 álna breiður aftan og 4 ½ álnar langur; tengismál stöpulsins var 139 álnir. verkið var framkvæmt þannig, að garður var hlaðinn allt í kring, 2 ½ feta þykkur að jafnaði, steyptur upp með steinlími (sementi) upp úr gegn og 3 álnir af lengd stöpulsins, og svo raðað grjóti innan í.
Kantarnir á veginum voru gjörðir miklu flárri en áður var og hlaðnir að utan úr sniddu og þar utan yfir raðað grjóti.
Enn fremur var gert við akkerisstöplana að norðanverðu við brúna; þeir sprungu allir í sundur, sérstaklega vestari stöpullinn. Það var höggvið úr steinlímið alstaðar, þar sem sprungur sáust, og múrað í aftur; svo var rifið ofan af stöplunum, sem laust var, og hellt ofan í þá þunnu steinlími, meðan það entist; best hefði verið að geta hellt í þá þangað til að þeir tóku ekki við meiru; en steinlím var ekki að fá, hvar sem leitað var.
Ég ímynda mér, að þeir (stöplarnir) þoli nú samt alla vanalega áreynslu. Þeir eru að minni hyggju betri en þeir voru. Það var ekki annað að sjá en að lítið steinlím hefðir verið innan í þeim. Sömuleiðis var gjört við uppihöld og ýmislegt fleira, sem bilaði á brúnni sjálfri.
Það slitnaði hliðarstrengurinn frá stöplinum (járngaddurinn brotnaði niður við stöpulinn) og annar gaddur var settur í stöpulinn og strengurinn festur þar í aftur.
Yfir höfuð var gert allt við brúna, sem þurfa þótti, og sjáanlegt var að aðgerðar þurftir.
Hr. Tryggvi Gunnarsson og Símon brúarvörður sáu um allt, sem að trésmíði laut.
Til þessarar vinnu gengu í vinnulaun kr. 527, 57, til flutnings og fl. kr. 93,40.


Ísafold, 30. des. 1896, 23. árg., 90. tbl., forsíða:

Aðgerð á Ölfusárbrúnni
Frá viðgerðinni á Ölfusárbrúnni eftir landskjálftana segir hr. Erl. Z. svo: "Vegarendinn, sem syðri endi trébrúarinnar lá á, hrundi, og sömul. hliðarnar á veginum; þær hrundu líka á 13 faðma löngum kafla. Stöpull var hlaðinn undir brúarendann 5 álna að ofan, 7 álna breiður aftan og 4 ½ álnar langur; tengismál stöpulsins var 139 álnir. verkið var framkvæmt þannig, að garður var hlaðinn allt í kring, 2 ½ feta þykkur að jafnaði, steyptur upp með steinlími (sementi) upp úr gegn og 3 álnir af lengd stöpulsins, og svo raðað grjóti innan í.
Kantarnir á veginum voru gjörðir miklu flárri en áður var og hlaðnir að utan úr sniddu og þar utan yfir raðað grjóti.
Enn fremur var gert við akkerisstöplana að norðanverðu við brúna; þeir sprungu allir í sundur, sérstaklega vestari stöpullinn. Það var höggvið úr steinlímið alstaðar, þar sem sprungur sáust, og múrað í aftur; svo var rifið ofan af stöplunum, sem laust var, og hellt ofan í þá þunnu steinlími, meðan það entist; best hefði verið að geta hellt í þá þangað til að þeir tóku ekki við meiru; en steinlím var ekki að fá, hvar sem leitað var.
Ég ímynda mér, að þeir (stöplarnir) þoli nú samt alla vanalega áreynslu. Þeir eru að minni hyggju betri en þeir voru. Það var ekki annað að sjá en að lítið steinlím hefðir verið innan í þeim. Sömuleiðis var gjört við uppihöld og ýmislegt fleira, sem bilaði á brúnni sjálfri.
Það slitnaði hliðarstrengurinn frá stöplinum (járngaddurinn brotnaði niður við stöpulinn) og annar gaddur var settur í stöpulinn og strengurinn festur þar í aftur.
Yfir höfuð var gert allt við brúna, sem þurfa þótti, og sjáanlegt var að aðgerðar þurftir.
Hr. Tryggvi Gunnarsson og Símon brúarvörður sáu um allt, sem að trésmíði laut.
Til þessarar vinnu gengu í vinnulaun kr. 527, 57, til flutnings og fl. kr. 93,40.