1895

Þjóðólfur, 21. júní 1895, 47. árg., 30. tbl., bls. 119:

Vegarlagningin milli brúnna.
Maður heyrir oft þeirri spurningu hreyft nú um stundir, hvar vegurinn frá Ölfusárbrú til hinnar væntanlegur Þjórsárbrúar eigi að liggja. Verða um það allskiptar skoðanir; en enginn er svo djarfur að rita eitt einasta orð um, hvar heppilegast sé að leggja veginn; ættu menn þó að láta sér annt um þetta, og oft má mann reka minni til þess að ferðast frá Þjórsárbrúarstæði til Ölfusárbrúar, þó ekki væri nema næstliðið haust. Það er auðvitað, að segja má, að hr. mannvirkjafræðingur Sigurður Thoroddsen sé einfær að ráða því einn, en ekkert finnst mér á móti því, þótt menn láti skoðanir sínar í ljósi þrátt fyrir það.
Það hefur flogið fyrir, að vegurinn milli brúnna hafi verið mældur af hr. S. Thoroddsen frá brúarstæði á Þjórsá yfir Skálmholtsheiði að Flatholti og svo fyrir utan Hróarsholtslæk, þær sem Flóinn er lægstur. Það er einkum, ef veginn á að leggja yfir heiðina á þessum stað, sem ég er hræddur um að honum verði stór hætta búin af vatnsflóðum á vetrum, þar sem stundum er engri skepnu fært um nema fuglinum fljúgandi. Um annan eins vatnagang er ekki svo gott fyrir ókunnuga að ímynda sér, þegar gengið er um heiðina í þurrkatíð á sumardaginn. Mér er næst að segja, að hr. S. Thoroddsen hafi ekki verið bent á þetta, því fylgdarmaður hans hefur líka verið þessu ókunnur.
Hr. S. Thoroddsen kom til mín í fyrra sumar, þegar hann var að mæla veginn, og fannst mér hann þá í nokkrum vafa um, hvort hann legði veginn fyrir ofan eða framan bæ minn; en ég gat ekki bent honum á þetta, sem ég er nú miklu kunnugri og fróðari um.
Veginn millum brúnna álít ég því betur settan frá Þjórsárbrú að Skotmannshól fyrir framan Hurðarbak og yfir Hróarholtslæk fyrir framan Vola. Ef vegurinn væri þannig lagður væru 2 vegir gerðir undir eins, þjóðvegur og sýsluvegur, frá Þjórsárbrú að Skotmannshól, og þessir vegir væru samferða sjálfsagt fulla mílu vegar. Þessa leið hefur hr. S. Thoroddsen ekki mælt, svo ég viti, en óskandi væri, að hann mældi hana í sumar, svo menn gengu úr skugga um, hvar best væri að leggja veginn, og eftir því sem hr. S. Th. hefur lagt vegi er engin ástæða til að rengja hans fyrirsögn.
Kampholti 29. maí 1895
Jakob Jónsson.


Þjóðólfur, 21. júní 1895, 47. árg., 30. tbl., bls. 119:

Vegarlagningin milli brúnna.
Maður heyrir oft þeirri spurningu hreyft nú um stundir, hvar vegurinn frá Ölfusárbrú til hinnar væntanlegur Þjórsárbrúar eigi að liggja. Verða um það allskiptar skoðanir; en enginn er svo djarfur að rita eitt einasta orð um, hvar heppilegast sé að leggja veginn; ættu menn þó að láta sér annt um þetta, og oft má mann reka minni til þess að ferðast frá Þjórsárbrúarstæði til Ölfusárbrúar, þó ekki væri nema næstliðið haust. Það er auðvitað, að segja má, að hr. mannvirkjafræðingur Sigurður Thoroddsen sé einfær að ráða því einn, en ekkert finnst mér á móti því, þótt menn láti skoðanir sínar í ljósi þrátt fyrir það.
Það hefur flogið fyrir, að vegurinn milli brúnna hafi verið mældur af hr. S. Thoroddsen frá brúarstæði á Þjórsá yfir Skálmholtsheiði að Flatholti og svo fyrir utan Hróarsholtslæk, þær sem Flóinn er lægstur. Það er einkum, ef veginn á að leggja yfir heiðina á þessum stað, sem ég er hræddur um að honum verði stór hætta búin af vatnsflóðum á vetrum, þar sem stundum er engri skepnu fært um nema fuglinum fljúgandi. Um annan eins vatnagang er ekki svo gott fyrir ókunnuga að ímynda sér, þegar gengið er um heiðina í þurrkatíð á sumardaginn. Mér er næst að segja, að hr. S. Thoroddsen hafi ekki verið bent á þetta, því fylgdarmaður hans hefur líka verið þessu ókunnur.
Hr. S. Thoroddsen kom til mín í fyrra sumar, þegar hann var að mæla veginn, og fannst mér hann þá í nokkrum vafa um, hvort hann legði veginn fyrir ofan eða framan bæ minn; en ég gat ekki bent honum á þetta, sem ég er nú miklu kunnugri og fróðari um.
Veginn millum brúnna álít ég því betur settan frá Þjórsárbrú að Skotmannshól fyrir framan Hurðarbak og yfir Hróarholtslæk fyrir framan Vola. Ef vegurinn væri þannig lagður væru 2 vegir gerðir undir eins, þjóðvegur og sýsluvegur, frá Þjórsárbrú að Skotmannshól, og þessir vegir væru samferða sjálfsagt fulla mílu vegar. Þessa leið hefur hr. S. Thoroddsen ekki mælt, svo ég viti, en óskandi væri, að hann mældi hana í sumar, svo menn gengu úr skugga um, hvar best væri að leggja veginn, og eftir því sem hr. S. Th. hefur lagt vegi er engin ástæða til að rengja hans fyrirsögn.
Kampholti 29. maí 1895
Jakob Jónsson.