1895

Ísafold, 10. ágúst 1895, 22. árg., 67. tbl., bls. 266:

Alþingi 1895.
XI.
Fjárlögin. Aðal-umræðan um þau, 2. umr. í neðri deild, stóð dagana 6.-8. þ.m., tvo fundi á dag fyrri dagana tvo, og þrjá fundi síðasta daginn, fullar 12 stundir samtals þá - var ekki lokið fyr en kl. rúml. 2 um nóttina. Eins og vant er, urðu mestar og einna snarpastar umræðurnar um samgöngufjárveitingarnar og bitlingana, einkum Skúla-bitlingana alræmdu.
Þriðja umræða í neðri deild í dag, og kemst málið líklega á dagskrá í efri deild fyrstu dagana í næstu viku.
Samgöngufjárveitingar. Þar hafa flest allar tillögur fjárlaganefndarinnar gengið fram t. d. hvort árið 45.000 kr. til flutningsbrauta, 20.000 kr. til þjóðvega, 45.000 kr. til gufuskipsferða frá útlöndum og með ströndum landsins, 32.000 kr. til fjórðungs gufubáta, allt að 6.000 kr. fyrra árið til uppmælingar á innsiglingarleið inn á Hvammsfjörð.


Ísafold, 10. ágúst 1895, 22. árg., 67. tbl., bls. 266:

Alþingi 1895.
XI.
Fjárlögin. Aðal-umræðan um þau, 2. umr. í neðri deild, stóð dagana 6.-8. þ.m., tvo fundi á dag fyrri dagana tvo, og þrjá fundi síðasta daginn, fullar 12 stundir samtals þá - var ekki lokið fyr en kl. rúml. 2 um nóttina. Eins og vant er, urðu mestar og einna snarpastar umræðurnar um samgöngufjárveitingarnar og bitlingana, einkum Skúla-bitlingana alræmdu.
Þriðja umræða í neðri deild í dag, og kemst málið líklega á dagskrá í efri deild fyrstu dagana í næstu viku.
Samgöngufjárveitingar. Þar hafa flest allar tillögur fjárlaganefndarinnar gengið fram t. d. hvort árið 45.000 kr. til flutningsbrauta, 20.000 kr. til þjóðvega, 45.000 kr. til gufuskipsferða frá útlöndum og með ströndum landsins, 32.000 kr. til fjórðungs gufubáta, allt að 6.000 kr. fyrra árið til uppmælingar á innsiglingarleið inn á Hvammsfjörð.