1894

Austri, 2. ágúst 1894, 4. árg., 22. tbl., bls. 86:

Útskrift úr gjörðabók sýslunefndar Norður-Múlasýslu.
Ár 1894, föstudaginn hinn 13. apríl, var aðalfundur sýslunefndar Norður-Múlasýslu settur að Rangá.
Á fundinum eru allir sýslunefndarmenn mættir ásamt oddvita, nema sýslunefndarmaður Borgarfjarðarhrepps.
Á fundinum komu þessi mál til umræðu:
3. Formaður lagði fram bréf frá formanni amtsráðs Austuramtsins, dags. 31. ágúst 1893, þar sem hann tilkynnir útdrátt úr fundargjörðum amtsráðsins 22.-23. ágúst f. á. um uppsiglingu í Lagarfljótsós og tjáir amtsráðið sig fúst til á sínum tíma að láta sitt fylgi ekki eftir liggja til að styrkja uppsiglingu í Lagarfljótsós. Jafnframt lagði formaður fram bréf frá formanni í nefnd þeirri, er kosin var á undi í Miðhúsum í Eiðaþinghá 26. oktbr. f.á., til að annast framkvæmd á málinu um uppsigling í Lagarfljótsós, Einari Jónssyni presti á Kirkjubæ, þar sem óskað er eftir 1167 kr. tillagi úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu ef sýslunefnd Suður-Múlasýslu, veiti 500 krónur til fyrirtækisins, en annars 1667 kr. - Málið var ýtarlega rætt, og kom það fram undir umræðunum, að sýslunefnd Suður-Múlasýslu hafði á fundi sínum 11. þ.m., veitt 500 kr. til fyrirtækisins, svo eigi var um að ræða annað en 1167 kr. tillag úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu. Að umræðunum loknum var samþykkt í einu hljóði, að veita úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu 1167 kr. til gufubátsferða um Lagarfljótsós, í von um, að amtsráð Austuramtsins mundi á sínum tíma samþykkja það fjárframlag úr sýslusjóðnum.
8. Héraðslæknirinn á Vopnafirði skoraði á sýslunefndina að breyta sýsluveginum, þar sem hann liggur heim á verslunarstaðinn á Vopnafirði, því eins og hann væri nú lagður, þá væri ómögulegt að hafa þurra og hreinlega vegi milli húsanna í kaupstaðnum og ómögulegt að rækta blett í kringum húsin, vegna þess, hvað vegurinn lægi óreglulega; væri það bæði óþokkalegt að sjá forarræsi sem ekki væri hægt að gjöra við, vegna þess, hvernig sýsluvegurinn lægi, og svo gæti líka í heilbrigðislegu tilliti stafað stór hætta af því, ef stórsóttir kæmu upp, því um sumartíma legði óþolandi ódaun uppúr þessum foraveitum.
Sýslunefndin var þessu samþykk og eftir nokkrar umræður var samþykkt svohljóðandi fundarályktun.
Krókurinn á sýsluveginum í Vopnafjarðarhreppi, þar sem vegurinn liggur heim á kaupstaðinn, skal feldur úr vegatölu, frá klöppinni fyrir sunnan hús Ólafs Jónssonar og niður að stakkastæðunum. En aftur skal liggja sýsluvegur inn frá téðri klöpp norðurá Vesturárdals sýsluveginn hjá veitingahúsinu. Vesturdals sýsluveginn skal leggja frá téðu veitingahúsi niður að verslunarhúsum kauptúnsins. Sýslunefndin skorar einnig á hreppsnefndina í Vopnafjarðarkauptún verði lagðir sem haganlegast og helst sem næst því er uppdrættir þeir sýna er nú liggja fyrir nefndinni. Gerir sýslunefndin samþykki sitt allt að kostnaðurinn við vegalagningu þess verði greiddur úr sýslusjóði, að því leyti sem hann hvílir ekki samkvæmt lögum á hreppavegasjóðnum.
19. Oddviti lagði fram bréf landshöfðingja, dags. 30. sept 1893, þar sem landshöfðingi veitir sýslufélagi Norður-Múlasýslu 4.000 kr. lán úr landssjóði til brúargjörðar á Fjarðará, gegn veði í eignum og tekjum sýslufélagsins þannig, að lánið ávaxtist, og endurborgist með 6% í 28 ár (er greiðist í fyrsta sinn 30. sept 1894). Jafnframt sendir landshöfðingi 2 samrit af skuldabréfum til landsjóðs, er sýslumanni ber að undirskrifa, að þar til fengnu umboði frá meðlimum sýslunefndarinnar. - Sýslunefndin gaf oddvita sínum hið síðastnefnda umboð.
20. Oddviti lagði fram bréf amtmanns, dags. 27. okt. 1893, þar sem hann samþykkir fyrir hönd amtráðsins, að nota megi allt hreppsgjald Jökuldalshrepps til dráttar, sem er á sýsluvegi í þeim hreppi.
21. Oddviti lagði fram bréf frá amtmanni, dags. 4. sept. 1893, þar sem hann áminnir um, að sýsluvegir hafi hina lögboðnu 5 álna breidd og að hver sýslunefndarmaður hafi eftirlit með vegabótum á sýsluvegum í sínum hreppi.
23. Oddviti lagði fram bréf frá hreppsnefndaroddvita Skeggjastaðahrepps, dags. 3. apríl 1894, sem óskar leyfis sýsluefndar, til þess að fá sýsluveg þann, er liggur um Djúpalækjarmýrar, færðan ofan að sjónum, með því að þar sé betri jarðvegur og vegagjörðin kostnaðarminni m. m. Sýslunefndin samþykkti hið umbeðna.
24. Oddviti lagði fram bréf amtmanns, dags. 14. nóvbr. 1893, þar sem hann gjörir athugasemdir við sýsluvegasjóðsreikning Norður-Múlasýslu 1892. Í þessum athugasemdum er meðal annars fundið að því, að sýsluvegarhlutir þeir, er gjörðir hafa verið í Tunguhrepp og Hjaltastaðahrepp hafi eigi hina lögskipuðu 5 álna breidd. Út af þessu vill sýslunefndin geta þess, að hin ónákvæma breidd á greindum vegarspottum er sumsstaðar sprottin af ófullkominni mælingu vegagjörðarstjóra, sem sumsstaðar af því, að koma þurfti veginum yfir vissa lengd, til þess að hann yrði notaður strax eins og þörf var á, en eigi fullbreiðir, og eru að öðru leyti dável af hendi leystir, óskar sýslunefndin að amtsráðið vilji gefa samþykki sitt til þess, að við svo búið megi standa, hvað þessa vegaspotta snertir. Annars munu sýslunefndarmennirnir eftirleiðis hafa gát á, að sýsluvegirnir hafi hina lögskipuðu breidd, og sjá um, að undirbúningskjöl sýsluvegasjóðsreikningsins veðri í tíma komin til oddvita nefndarinnar.
25. Um sýsluvegagjörðir á komandi sumri var það ákveðið, að hver hreppur mætti verja sínu gjaldi til framhalds og viðhalds þeim vegabótum sem þegar er byrjað á.
26. Sýslunefndin felur oddvita sínum á hendur að sækja til landshöfðingja um styrk af fé því, sem veitt er í fjárlögum til póstvega, til vegagjörár á póstveginum frá trébrú á Jökulsá að Lagarfljóti.
28. Lagði oddviti fram bænarskrá frá hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps um að sýslunefndin veitti samþykki sitt til, að borga mætti úr hreppsjóði nefnds hrepps 1.000 kr. til O. Wathne, í viðbót við þær 4.000 kr., er honum hafa þegar verið greiddar fyrir brúarbyggingu á Fjarðará í Seyðisfirði, og skulu hinar umræddu 1.000 kr. borgast á 4 árum. Sýslunefndin veitti leyfi til þess. Ennfremur bað hreppsnefndin um að sýslunefndin veitti leyfi sitt til þess að verja mætti 200 kr. úr hreppavegasjóði Seyðisfjarðarhrepps til að setja handrið, úr tré eða járni við báða brúarsporðana, og veitti nefndin leyfi til þess. - Beiðni hreppsnefndar Seyðisfjarðarhrepps um að sýslunefndin tæki að sér borgun að einum þriðja hluta af ofangreindum 1.000 kr. var felld að svo stöddu með 7 atkvæðum móti 1.
Einnig óskaði hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps álits sýslunefndarinnar um það, hver bera ætti hinn árlega kostnað við viðhald og aðgjörðir á brúnni, og lét sýslunefndin í ljósi það álit sitt, að hreppavegasjóði Seyðisfjarðarhrepps bæri að greiða kostnað þennan.
31. Kom þá til umræði vegurinn á Fjarðarheiði, og kom þá í ljós, að styrkur sá, er sýslunefndir Múlasýsla höfðu í fyrstu beðið um til vegagjörðar yfir heiðina, 10.000 kr., mundi eigi hafa verið of hátt áætlaður, þar eð það hefir komið fram á síðastl. vetri að vörðurnar yfir heiðina hafa bæði reynst of strjálar og of lágar, og ná ekki svo langt sem nauðsyn krefur. Auk þess vantar enn þá víða ofaníburð, er eigi varð fengin sökum fjárskorts og fjarlægðar, enda var vegurinn víða til bráðabyrgðar að eins ruddur, þar sem brýna nauðsyn ber til að hækka hann upp. Vantar og enn þá að halda veginum áfram ofan í byggð á báðar hliðar. Sýslunefndin verður því að halda því fram að óumflýjanlega nauðsynlegt sé, að enn þá verði veittar úr landsjóði 5.000 kr., til að fullgjöra veginn, og felur oddvita sínum, að gjöra nauðsynlegar ráðstafanir í því efni.


Austri, 2. ágúst 1894, 4. árg., 22. tbl., bls. 86:

Útskrift úr gjörðabók sýslunefndar Norður-Múlasýslu.
Ár 1894, föstudaginn hinn 13. apríl, var aðalfundur sýslunefndar Norður-Múlasýslu settur að Rangá.
Á fundinum eru allir sýslunefndarmenn mættir ásamt oddvita, nema sýslunefndarmaður Borgarfjarðarhrepps.
Á fundinum komu þessi mál til umræðu:
3. Formaður lagði fram bréf frá formanni amtsráðs Austuramtsins, dags. 31. ágúst 1893, þar sem hann tilkynnir útdrátt úr fundargjörðum amtsráðsins 22.-23. ágúst f. á. um uppsiglingu í Lagarfljótsós og tjáir amtsráðið sig fúst til á sínum tíma að láta sitt fylgi ekki eftir liggja til að styrkja uppsiglingu í Lagarfljótsós. Jafnframt lagði formaður fram bréf frá formanni í nefnd þeirri, er kosin var á undi í Miðhúsum í Eiðaþinghá 26. oktbr. f.á., til að annast framkvæmd á málinu um uppsigling í Lagarfljótsós, Einari Jónssyni presti á Kirkjubæ, þar sem óskað er eftir 1167 kr. tillagi úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu ef sýslunefnd Suður-Múlasýslu, veiti 500 krónur til fyrirtækisins, en annars 1667 kr. - Málið var ýtarlega rætt, og kom það fram undir umræðunum, að sýslunefnd Suður-Múlasýslu hafði á fundi sínum 11. þ.m., veitt 500 kr. til fyrirtækisins, svo eigi var um að ræða annað en 1167 kr. tillag úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu. Að umræðunum loknum var samþykkt í einu hljóði, að veita úr sýslusjóði Norður-Múlasýslu 1167 kr. til gufubátsferða um Lagarfljótsós, í von um, að amtsráð Austuramtsins mundi á sínum tíma samþykkja það fjárframlag úr sýslusjóðnum.
8. Héraðslæknirinn á Vopnafirði skoraði á sýslunefndina að breyta sýsluveginum, þar sem hann liggur heim á verslunarstaðinn á Vopnafirði, því eins og hann væri nú lagður, þá væri ómögulegt að hafa þurra og hreinlega vegi milli húsanna í kaupstaðnum og ómögulegt að rækta blett í kringum húsin, vegna þess, hvað vegurinn lægi óreglulega; væri það bæði óþokkalegt að sjá forarræsi sem ekki væri hægt að gjöra við, vegna þess, hvernig sýsluvegurinn lægi, og svo gæti líka í heilbrigðislegu tilliti stafað stór hætta af því, ef stórsóttir kæmu upp, því um sumartíma legði óþolandi ódaun uppúr þessum foraveitum.
Sýslunefndin var þessu samþykk og eftir nokkrar umræður var samþykkt svohljóðandi fundarályktun.
Krókurinn á sýsluveginum í Vopnafjarðarhreppi, þar sem vegurinn liggur heim á kaupstaðinn, skal feldur úr vegatölu, frá klöppinni fyrir sunnan hús Ólafs Jónssonar og niður að stakkastæðunum. En aftur skal liggja sýsluvegur inn frá téðri klöpp norðurá Vesturárdals sýsluveginn hjá veitingahúsinu. Vesturdals sýsluveginn skal leggja frá téðu veitingahúsi niður að verslunarhúsum kauptúnsins. Sýslunefndin skorar einnig á hreppsnefndina í Vopnafjarðarkauptún verði lagðir sem haganlegast og helst sem næst því er uppdrættir þeir sýna er nú liggja fyrir nefndinni. Gerir sýslunefndin samþykki sitt allt að kostnaðurinn við vegalagningu þess verði greiddur úr sýslusjóði, að því leyti sem hann hvílir ekki samkvæmt lögum á hreppavegasjóðnum.
19. Oddviti lagði fram bréf landshöfðingja, dags. 30. sept 1893, þar sem landshöfðingi veitir sýslufélagi Norður-Múlasýslu 4.000 kr. lán úr landssjóði til brúargjörðar á Fjarðará, gegn veði í eignum og tekjum sýslufélagsins þannig, að lánið ávaxtist, og endurborgist með 6% í 28 ár (er greiðist í fyrsta sinn 30. sept 1894). Jafnframt sendir landshöfðingi 2 samrit af skuldabréfum til landsjóðs, er sýslumanni ber að undirskrifa, að þar til fengnu umboði frá meðlimum sýslunefndarinnar. - Sýslunefndin gaf oddvita sínum hið síðastnefnda umboð.
20. Oddviti lagði fram bréf amtmanns, dags. 27. okt. 1893, þar sem hann samþykkir fyrir hönd amtráðsins, að nota megi allt hreppsgjald Jökuldalshrepps til dráttar, sem er á sýsluvegi í þeim hreppi.
21. Oddviti lagði fram bréf frá amtmanni, dags. 4. sept. 1893, þar sem hann áminnir um, að sýsluvegir hafi hina lögboðnu 5 álna breidd og að hver sýslunefndarmaður hafi eftirlit með vegabótum á sýsluvegum í sínum hreppi.
23. Oddviti lagði fram bréf frá hreppsnefndaroddvita Skeggjastaðahrepps, dags. 3. apríl 1894, sem óskar leyfis sýsluefndar, til þess að fá sýsluveg þann, er liggur um Djúpalækjarmýrar, færðan ofan að sjónum, með því að þar sé betri jarðvegur og vegagjörðin kostnaðarminni m. m. Sýslunefndin samþykkti hið umbeðna.
24. Oddviti lagði fram bréf amtmanns, dags. 14. nóvbr. 1893, þar sem hann gjörir athugasemdir við sýsluvegasjóðsreikning Norður-Múlasýslu 1892. Í þessum athugasemdum er meðal annars fundið að því, að sýsluvegarhlutir þeir, er gjörðir hafa verið í Tunguhrepp og Hjaltastaðahrepp hafi eigi hina lögskipuðu 5 álna breidd. Út af þessu vill sýslunefndin geta þess, að hin ónákvæma breidd á greindum vegarspottum er sumsstaðar sprottin af ófullkominni mælingu vegagjörðarstjóra, sem sumsstaðar af því, að koma þurfti veginum yfir vissa lengd, til þess að hann yrði notaður strax eins og þörf var á, en eigi fullbreiðir, og eru að öðru leyti dável af hendi leystir, óskar sýslunefndin að amtsráðið vilji gefa samþykki sitt til þess, að við svo búið megi standa, hvað þessa vegaspotta snertir. Annars munu sýslunefndarmennirnir eftirleiðis hafa gát á, að sýsluvegirnir hafi hina lögskipuðu breidd, og sjá um, að undirbúningskjöl sýsluvegasjóðsreikningsins veðri í tíma komin til oddvita nefndarinnar.
25. Um sýsluvegagjörðir á komandi sumri var það ákveðið, að hver hreppur mætti verja sínu gjaldi til framhalds og viðhalds þeim vegabótum sem þegar er byrjað á.
26. Sýslunefndin felur oddvita sínum á hendur að sækja til landshöfðingja um styrk af fé því, sem veitt er í fjárlögum til póstvega, til vegagjörár á póstveginum frá trébrú á Jökulsá að Lagarfljóti.
28. Lagði oddviti fram bænarskrá frá hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps um að sýslunefndin veitti samþykki sitt til, að borga mætti úr hreppsjóði nefnds hrepps 1.000 kr. til O. Wathne, í viðbót við þær 4.000 kr., er honum hafa þegar verið greiddar fyrir brúarbyggingu á Fjarðará í Seyðisfirði, og skulu hinar umræddu 1.000 kr. borgast á 4 árum. Sýslunefndin veitti leyfi til þess. Ennfremur bað hreppsnefndin um að sýslunefndin veitti leyfi sitt til þess að verja mætti 200 kr. úr hreppavegasjóði Seyðisfjarðarhrepps til að setja handrið, úr tré eða járni við báða brúarsporðana, og veitti nefndin leyfi til þess. - Beiðni hreppsnefndar Seyðisfjarðarhrepps um að sýslunefndin tæki að sér borgun að einum þriðja hluta af ofangreindum 1.000 kr. var felld að svo stöddu með 7 atkvæðum móti 1.
Einnig óskaði hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps álits sýslunefndarinnar um það, hver bera ætti hinn árlega kostnað við viðhald og aðgjörðir á brúnni, og lét sýslunefndin í ljósi það álit sitt, að hreppavegasjóði Seyðisfjarðarhrepps bæri að greiða kostnað þennan.
31. Kom þá til umræði vegurinn á Fjarðarheiði, og kom þá í ljós, að styrkur sá, er sýslunefndir Múlasýsla höfðu í fyrstu beðið um til vegagjörðar yfir heiðina, 10.000 kr., mundi eigi hafa verið of hátt áætlaður, þar eð það hefir komið fram á síðastl. vetri að vörðurnar yfir heiðina hafa bæði reynst of strjálar og of lágar, og ná ekki svo langt sem nauðsyn krefur. Auk þess vantar enn þá víða ofaníburð, er eigi varð fengin sökum fjárskorts og fjarlægðar, enda var vegurinn víða til bráðabyrgðar að eins ruddur, þar sem brýna nauðsyn ber til að hækka hann upp. Vantar og enn þá að halda veginum áfram ofan í byggð á báðar hliðar. Sýslunefndin verður því að halda því fram að óumflýjanlega nauðsynlegt sé, að enn þá verði veittar úr landsjóði 5.000 kr., til að fullgjöra veginn, og felur oddvita sínum, að gjöra nauðsynlegar ráðstafanir í því efni.