1894

Ísafold, 8. september 1894, 21. árg., 59. tbl., bls. 284:

Þjórsárbrúin.
Stöplarnir að henni voru búnir í mánaðarmótin síðustu, eins og um var samið. En þau missmíði eru á þeim, að skilvísra manna sögn, að stöpullinn austanmegin er miklu lægri en sá á vestri bakkanum, jafnvel 2 álnum lægri eða vel það. Og eftir áreiðanlegum manni Ólafi bóna á Króki, og jafnvel fleirum, er jafnframt haft, að hann muni eftir ánni jafnhárri á ís eystri stöplinum, eins og hann er nú. Brúarsmiðurinn enski, Mr. Vaughan, fór aftur heim til sín snemma sumars, er hann hafði mælt brúarstæðið eins og hann ætlaði sér og sagt rækilega fyrir verkum að stöplahleðslunni fengið steinsmíðunum, Brennu-bræðrum uppdrátt af stöplunum, er þeir mættu eigi hót út af bregða. Er þess til getið, að í uppdrætti þeim eða mælingunni, sem hann var eftir gerður, hafi verið einhver slysavilla, er missmíðinni hefir valdið. Nú er mannvirkjafræðingur landsstjórnarinnar, Sigurður Thoroddsen, þar eystra að skoða fráganginn á stöplunum eða taka þá út, og mun geta sagt með rökum, hve mikil skekkjan er; og hlýtur brúarsmiðurinn auðvitað að laga hana hið bráðasta; því 1. septbr. að sumri á brúin að vera komin á ána og fullger að öllu.


Ísafold, 8. september 1894, 21. árg., 59. tbl., bls. 284:

Þjórsárbrúin.
Stöplarnir að henni voru búnir í mánaðarmótin síðustu, eins og um var samið. En þau missmíði eru á þeim, að skilvísra manna sögn, að stöpullinn austanmegin er miklu lægri en sá á vestri bakkanum, jafnvel 2 álnum lægri eða vel það. Og eftir áreiðanlegum manni Ólafi bóna á Króki, og jafnvel fleirum, er jafnframt haft, að hann muni eftir ánni jafnhárri á ís eystri stöplinum, eins og hann er nú. Brúarsmiðurinn enski, Mr. Vaughan, fór aftur heim til sín snemma sumars, er hann hafði mælt brúarstæðið eins og hann ætlaði sér og sagt rækilega fyrir verkum að stöplahleðslunni fengið steinsmíðunum, Brennu-bræðrum uppdrátt af stöplunum, er þeir mættu eigi hót út af bregða. Er þess til getið, að í uppdrætti þeim eða mælingunni, sem hann var eftir gerður, hafi verið einhver slysavilla, er missmíðinni hefir valdið. Nú er mannvirkjafræðingur landsstjórnarinnar, Sigurður Thoroddsen, þar eystra að skoða fráganginn á stöplunum eða taka þá út, og mun geta sagt með rökum, hve mikil skekkjan er; og hlýtur brúarsmiðurinn auðvitað að laga hana hið bráðasta; því 1. septbr. að sumri á brúin að vera komin á ána og fullger að öllu.