1893

Ísafold, 24. júní 1893, 20. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þjórsárbrúin.
Ripperda verkfræðingur, sem rannsakaði brúarstæði á Þjórsá sumarið 1891, eftir undirlagi landshöfðingja, ræður eindregið til, að hafa þar fastabrú (en ekki hengibrú, eins og á Ölfusá), nálægt bænum Þjótanda. Eftir lægsta tilboði kostar brúin sjálf úr járni 36.000 kr.; brúarstöplarnir (án steinlíms) nær 13.000 kr.; steinlím flutt að brúarstæðinu, 4.000 kr. (200 tunnur); flutningur á brúnni til Eyrarbakka rúm 2.000; timburhús og lausabrú til notkunar við brúargerðina 3.000; flutningur á því frá Khöfn til Eyrarbakka 1.600; fyrir að leggja brúargólfið 5; flutningur á öllu járn- og viðarefni, timburhúsi og flotabrú frá Eyrarbakka til brúarstæðisins 5.710 kr.; umsjón og óviss útgjöld 5.000. Þetta verða samtals um 71.000 kr. Þar við er í fjárveitingunni bætt 4.000 kr. fyrir ófyrirséðum erfiðleikum, verðhækkun á efni o. fl.


Ísafold, 24. júní 1893, 20. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þjórsárbrúin.
Ripperda verkfræðingur, sem rannsakaði brúarstæði á Þjórsá sumarið 1891, eftir undirlagi landshöfðingja, ræður eindregið til, að hafa þar fastabrú (en ekki hengibrú, eins og á Ölfusá), nálægt bænum Þjótanda. Eftir lægsta tilboði kostar brúin sjálf úr járni 36.000 kr.; brúarstöplarnir (án steinlíms) nær 13.000 kr.; steinlím flutt að brúarstæðinu, 4.000 kr. (200 tunnur); flutningur á brúnni til Eyrarbakka rúm 2.000; timburhús og lausabrú til notkunar við brúargerðina 3.000; flutningur á því frá Khöfn til Eyrarbakka 1.600; fyrir að leggja brúargólfið 5; flutningur á öllu járn- og viðarefni, timburhúsi og flotabrú frá Eyrarbakka til brúarstæðisins 5.710 kr.; umsjón og óviss útgjöld 5.000. Þetta verða samtals um 71.000 kr. Þar við er í fjárveitingunni bætt 4.000 kr. fyrir ófyrirséðum erfiðleikum, verðhækkun á efni o. fl.