1893

Ísafold, 30. ágúst 1893, 20. árg., 59. tbl., forsíða:

Afrek þingsins.
Mikið lík eru þau því, sem Ísafold spáði í þingbyrjun.
¿¿¿
Skattamál voru látin alveg óhreyfð, en samgöngumálum sinnt af talsverðum áhuga. Þingið samþykkti ekki einungis fyrirstöðulaust hið stóra stökk, er stjórnin hafði gert í fjárlagafrumvarpi sínu að því er snertir fjárveiting til vegabóta, upp í 68.000 á ári úr 35.000-36.000., heldur færði einnig upp um þriðjung fjárveitinguna til strandferða, þannig, að nú er von á hér um bil þrefalt fleiri strandferðum en áður, eða 15 alls, og með allt að helmingi fleiri viðkomustöðum í mörgum þeirra.
Áhuginn á að efla og bæta samgöngur lýsti sér enn fremur í eindrægni þingsins í ríflegri fjárveiting til að brúa Þjórsá, 75.000., svo mikilli mótspyrnu sem það fyrirtæki mætti þó áður, og loks í því, að nú gengu fram ný vegalög, - eftir margar atrennur á undanfarandi þingum -, sem vera mun talsverð umbót að.
Alþingi
XVIII.
Fjárveitingar. Hér skal talið í einu lagi það sem helst er fréttnæmt úr fjárlögunum 1894 og 1895, eins og þingið skildi við þau, svo sem afbrigði frá því sem áður hefir verið eða það sem almenningi mundu forvitni að vita.
Vegabótafé. Það verður nú 141.000 kr. á fjárhagstímabilinu, og skiptist þannig: 3.000 kr. hvort árið handa vegfræðing til að standa fyrir vegagjörðum, 50.000 kr. hvort árið til að bæta vegi á aðalpóstleiðum, og 15.000 kr. hvort árið til fjallvega. Enn fremur 5.000 kr. fyrra árið til brúargjörðar á Héraðsvötnum, með því skilyrði, að sýslunefnd Skagfirðinga leggi fram það er á vantar til að fullgera brúna, og setji landssjóði að kostnaðarlausu svifferju á aðalpóstleiðinni yfir Héraðsvötnin.


Ísafold, 30. ágúst 1893, 20. árg., 59. tbl., forsíða:

Afrek þingsins.
Mikið lík eru þau því, sem Ísafold spáði í þingbyrjun.
¿¿¿
Skattamál voru látin alveg óhreyfð, en samgöngumálum sinnt af talsverðum áhuga. Þingið samþykkti ekki einungis fyrirstöðulaust hið stóra stökk, er stjórnin hafði gert í fjárlagafrumvarpi sínu að því er snertir fjárveiting til vegabóta, upp í 68.000 á ári úr 35.000-36.000., heldur færði einnig upp um þriðjung fjárveitinguna til strandferða, þannig, að nú er von á hér um bil þrefalt fleiri strandferðum en áður, eða 15 alls, og með allt að helmingi fleiri viðkomustöðum í mörgum þeirra.
Áhuginn á að efla og bæta samgöngur lýsti sér enn fremur í eindrægni þingsins í ríflegri fjárveiting til að brúa Þjórsá, 75.000., svo mikilli mótspyrnu sem það fyrirtæki mætti þó áður, og loks í því, að nú gengu fram ný vegalög, - eftir margar atrennur á undanfarandi þingum -, sem vera mun talsverð umbót að.
Alþingi
XVIII.
Fjárveitingar. Hér skal talið í einu lagi það sem helst er fréttnæmt úr fjárlögunum 1894 og 1895, eins og þingið skildi við þau, svo sem afbrigði frá því sem áður hefir verið eða það sem almenningi mundu forvitni að vita.
Vegabótafé. Það verður nú 141.000 kr. á fjárhagstímabilinu, og skiptist þannig: 3.000 kr. hvort árið handa vegfræðing til að standa fyrir vegagjörðum, 50.000 kr. hvort árið til að bæta vegi á aðalpóstleiðum, og 15.000 kr. hvort árið til fjallvega. Enn fremur 5.000 kr. fyrra árið til brúargjörðar á Héraðsvötnum, með því skilyrði, að sýslunefnd Skagfirðinga leggi fram það er á vantar til að fullgera brúna, og setji landssjóði að kostnaðarlausu svifferju á aðalpóstleiðinni yfir Héraðsvötnin.