1891

Austri, 20. okt. 1891, 1. árg., 8. tbl., bls. 31:

Ölfusárbrúin.
Þann 8. f. mán vígði landshöfðingi Magnús Stephensen brúna að viðstöddum fjölda fólks með mikilli viðhöfn og hélt snjalla vígsluræðu eftir að sungið hafði verið vígslukvæði eftir landritara Hannes Hafstein með nýju lagi eftir Helga Helgason. Var og blásið á horn. Brúin er 120 álna löng milli stólpanna beggja megin árinnar; en að austanverðu varð að lengja brúna um 60 álnir, svo fært yrði að aðalbrúnni á vatnavöxtum. Brúin er hengibrú, er hangir í margþættum afar sterkum járnstrengjum sem festir eru um brúarstólpana og þaðan í akkeri sem múruð eru niður báðum megin nokkuð fyrir ofan stólpana. Brúarkjálkarnir hanga í mörgum járnböndum neðan í brúarstrengjunum og úr kjálkunum ganga þverslár margar, og er allt þetta úr járni. En ofan í þessar slár er sjálft brúargólfið lagt úr plönkum. Allt til brúarinnar er smíðað á Englandi og yfirsmiðurinn enskur. En kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson hefir byggt brúna fyrir 60.000 kr. Bauðst enginn til að gjöra það fyrir svo lítið, enda mun hann hafa skaðast á því fyrirtæki um margar þúsundir króna, kostað líka að ýmsu leyti meira til, en hann var skyldugur samkvæmt samningi.


Austri, 20. okt. 1891, 1. árg., 8. tbl., bls. 31:

Ölfusárbrúin.
Þann 8. f. mán vígði landshöfðingi Magnús Stephensen brúna að viðstöddum fjölda fólks með mikilli viðhöfn og hélt snjalla vígsluræðu eftir að sungið hafði verið vígslukvæði eftir landritara Hannes Hafstein með nýju lagi eftir Helga Helgason. Var og blásið á horn. Brúin er 120 álna löng milli stólpanna beggja megin árinnar; en að austanverðu varð að lengja brúna um 60 álnir, svo fært yrði að aðalbrúnni á vatnavöxtum. Brúin er hengibrú, er hangir í margþættum afar sterkum járnstrengjum sem festir eru um brúarstólpana og þaðan í akkeri sem múruð eru niður báðum megin nokkuð fyrir ofan stólpana. Brúarkjálkarnir hanga í mörgum járnböndum neðan í brúarstrengjunum og úr kjálkunum ganga þverslár margar, og er allt þetta úr járni. En ofan í þessar slár er sjálft brúargólfið lagt úr plönkum. Allt til brúarinnar er smíðað á Englandi og yfirsmiðurinn enskur. En kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson hefir byggt brúna fyrir 60.000 kr. Bauðst enginn til að gjöra það fyrir svo lítið, enda mun hann hafa skaðast á því fyrirtæki um margar þúsundir króna, kostað líka að ýmsu leyti meira til, en hann var skyldugur samkvæmt samningi.