1890

Ísafold, 18. jan., 1890, 17. árg., 6. tbl., bls. 23.:

Þingmanna-leiðir.
Þegar ég las nú seinast í Ísafold 24. des. næstliðinn þá mjög vel sömdu, nytsömu grein um þingfararkaup alþingismanna, datt mér í hug, þó ég sé ekki þingmaður, að skrifa um hæfilegar dagleiðir austan frá Lagarfljóti í Suður-Múlasýslu, því þingmenn þaðan fara oftast fyrir sunnan land. En ég hefi oft sinnis farið þessar leiðir, og er gagnkunnugur á Íslandi öllu, að undanteknu frá Ísafirði landveg til Reykjavíkur, og ætla ég því að eftirláta þeim að benda á dagleiðir af Ísafirði sem þeirri leið eru jafnkunnugir og ég er þeim leiðum, sem ég skrifa hér um. Byrja ég við Lagarfljót, og fer fyrir sunnan land. Ætlast ég til, að þingmaður Suður-Múlasýslu sé þar á enda sýslunnar að austan, á Ketilsstöðum eða Seyðisfirði. Fer þingmaður þaðan einhesta fyrsta daginn að Flugumýri, nálægt Lónsheiði að austan, anndag þaðan og að Reynivöllum eða Kálfafellsstað í Hornafirði, þ. e. að Breiðamerkursandi að austan. Þriðja dag þaðan og að Svínafelli við Skeiðarársand að austan. Fjórða dag þaðan að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Þaðan 5. daginn að Mýrum í Álftaveri. Sjötta daginn þaðan og að Felli í Mýrdal. Sjöunda daginn þaðan og að Ægissíðu í Holtum, eða eitthvað í Holtin. Áttunda þaðan og út í Ölvesið, og 9. daginn til Reykjavíkur. Þetta er raunar alls engum manni hin minnsta vorkunn að fara einhesta, og hafa hestinn alveg jafngóðan eftir sem áður. En því heldur ef fleiri eru hestar til reiðar.
Þetta er nú lang-lengsta þingmannaleiðin á landi hér, og mun hún vera lík því sem úr Norður-Múlasýslu, því þingmaðurinn þaðan fer oftast fyrir norðan land.
Ekki er nema 5 daga ferð frá Kálafafellsstað og til Reykjavíkur, eftir ferðadögum þingmannsins úr Suður-Múlasýslu. En sé þingmaður Vestur-Skaftfellinga austur á Síðu (Prestsbakka), er hægast að miða ferðadaga þeirra við landferðir póstanna, og væri það að mínu áliti heppilegast. Því frá Prestsbakka og út að Höfðabrekku er full dagleið, af því að Kúðafljót er þar þröskuldur í götu. En frá Höfðabrekku og suður í Reykjavík eru hægar 4 dagleiðir þannig farnar: frá Höfðabrekku og út að Seljalandi, ysta bæ við Eyjafjöll; þaðan að Þjórsá, og frá Þjórsá og út í Ölfus, og svo til Reykjavíkur, - sömuleiðis sem áður mjög hægar dagleiðir.
Eftir þessari alveg óskeikulu hægu ferðaáætlun minni gat síra Sveinn Eiríksson varla gjört þingreiðardaga sína fleiri en 7. Ég hef oft farið þá leið á 6-7 dögum einhesta með 7 fjórðunga koffort á öðrum hesti hvoru megin.
Ekkert skil ég heldur í dagatölu amtmannsins af Akureyri (10 daga hvora leið), og skal ég til skilningsauka telja dagleiðir þaðan og til Reykjavíkur, því þá leið hefi ég líka þrásinnis farið: 1. frá Akureyri að Flugumýri eða Silfrastöðum; 2. þaðan að Reykjum á Reykjabraut eða Svínavatni; 3. dag að Tungnaheiði; 4. dag yfir heiðina að Kalmanstungu; 5. dag frá Kalmanstungu að Þingvöllum; og 6. frá Þingvöllum og til Reykjavíkur.
Við þessa áætlun má miða aðrar sýslur, því frá Akureyri og t. a. m. að Gautlöndum eða Héðinshöfða er 1½ dagleið, og aftur frá þessum bæjum og austur í Norður-Múlasýslu (yfir fjöllin) eru 2 dagleiðir.
Við sem kunnugir erum leiðum þessum, skiljum ekkert í þeim förumannaflutningi, sem ég verð að nefna dagleiðir þær, sem sumir þingmenn hafa gjört reikning fyrir. Eins og ég hefi áður sagt, mun best að fara eftir póstleiðunum, hvað þingferðina áhræri, því enginn getur vorkennt þingmanninum að fara það í júnímánuði á dag, sem póstunum er ætlað að fara í nóvember, desember og janúar á vetrum á dag ár hvert, samanber póstferðaáætlunina.
Vanur ferðamaður.


Ísafold, 18. jan., 1890, 17. árg., 6. tbl., bls. 23.:

Þingmanna-leiðir.
Þegar ég las nú seinast í Ísafold 24. des. næstliðinn þá mjög vel sömdu, nytsömu grein um þingfararkaup alþingismanna, datt mér í hug, þó ég sé ekki þingmaður, að skrifa um hæfilegar dagleiðir austan frá Lagarfljóti í Suður-Múlasýslu, því þingmenn þaðan fara oftast fyrir sunnan land. En ég hefi oft sinnis farið þessar leiðir, og er gagnkunnugur á Íslandi öllu, að undanteknu frá Ísafirði landveg til Reykjavíkur, og ætla ég því að eftirláta þeim að benda á dagleiðir af Ísafirði sem þeirri leið eru jafnkunnugir og ég er þeim leiðum, sem ég skrifa hér um. Byrja ég við Lagarfljót, og fer fyrir sunnan land. Ætlast ég til, að þingmaður Suður-Múlasýslu sé þar á enda sýslunnar að austan, á Ketilsstöðum eða Seyðisfirði. Fer þingmaður þaðan einhesta fyrsta daginn að Flugumýri, nálægt Lónsheiði að austan, anndag þaðan og að Reynivöllum eða Kálfafellsstað í Hornafirði, þ. e. að Breiðamerkursandi að austan. Þriðja dag þaðan og að Svínafelli við Skeiðarársand að austan. Fjórða dag þaðan að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Þaðan 5. daginn að Mýrum í Álftaveri. Sjötta daginn þaðan og að Felli í Mýrdal. Sjöunda daginn þaðan og að Ægissíðu í Holtum, eða eitthvað í Holtin. Áttunda þaðan og út í Ölvesið, og 9. daginn til Reykjavíkur. Þetta er raunar alls engum manni hin minnsta vorkunn að fara einhesta, og hafa hestinn alveg jafngóðan eftir sem áður. En því heldur ef fleiri eru hestar til reiðar.
Þetta er nú lang-lengsta þingmannaleiðin á landi hér, og mun hún vera lík því sem úr Norður-Múlasýslu, því þingmaðurinn þaðan fer oftast fyrir norðan land.
Ekki er nema 5 daga ferð frá Kálafafellsstað og til Reykjavíkur, eftir ferðadögum þingmannsins úr Suður-Múlasýslu. En sé þingmaður Vestur-Skaftfellinga austur á Síðu (Prestsbakka), er hægast að miða ferðadaga þeirra við landferðir póstanna, og væri það að mínu áliti heppilegast. Því frá Prestsbakka og út að Höfðabrekku er full dagleið, af því að Kúðafljót er þar þröskuldur í götu. En frá Höfðabrekku og suður í Reykjavík eru hægar 4 dagleiðir þannig farnar: frá Höfðabrekku og út að Seljalandi, ysta bæ við Eyjafjöll; þaðan að Þjórsá, og frá Þjórsá og út í Ölfus, og svo til Reykjavíkur, - sömuleiðis sem áður mjög hægar dagleiðir.
Eftir þessari alveg óskeikulu hægu ferðaáætlun minni gat síra Sveinn Eiríksson varla gjört þingreiðardaga sína fleiri en 7. Ég hef oft farið þá leið á 6-7 dögum einhesta með 7 fjórðunga koffort á öðrum hesti hvoru megin.
Ekkert skil ég heldur í dagatölu amtmannsins af Akureyri (10 daga hvora leið), og skal ég til skilningsauka telja dagleiðir þaðan og til Reykjavíkur, því þá leið hefi ég líka þrásinnis farið: 1. frá Akureyri að Flugumýri eða Silfrastöðum; 2. þaðan að Reykjum á Reykjabraut eða Svínavatni; 3. dag að Tungnaheiði; 4. dag yfir heiðina að Kalmanstungu; 5. dag frá Kalmanstungu að Þingvöllum; og 6. frá Þingvöllum og til Reykjavíkur.
Við þessa áætlun má miða aðrar sýslur, því frá Akureyri og t. a. m. að Gautlöndum eða Héðinshöfða er 1½ dagleið, og aftur frá þessum bæjum og austur í Norður-Múlasýslu (yfir fjöllin) eru 2 dagleiðir.
Við sem kunnugir erum leiðum þessum, skiljum ekkert í þeim förumannaflutningi, sem ég verð að nefna dagleiðir þær, sem sumir þingmenn hafa gjört reikning fyrir. Eins og ég hefi áður sagt, mun best að fara eftir póstleiðunum, hvað þingferðina áhræri, því enginn getur vorkennt þingmanninum að fara það í júnímánuði á dag, sem póstunum er ætlað að fara í nóvember, desember og janúar á vetrum á dag ár hvert, samanber póstferðaáætlunina.
Vanur ferðamaður.