1890

Þjóðólfur, 5. des. 1890, 42. árg., 57. tbl., bls. 227:

Ölvesárbrúin.
Um flutninginn á brúarefninu frá Eyrarbakka að brúarstæðinu er oss skrifað 27. f. m. úr Flóanum: "Nú er byrjað að draga Ölvesárbrúna, og kom fyrsti sleðinn upp að brúarstæðinu 25. þ. m., en mikið er komið áleiðis; annar járnstrengurinn (af tveimur, sem þyngstir eru) er kominn alla leið upp undir Selfoss, en ekki á brúarstaðinn, enda hlaupa menn ekki með nál. 7000 pund í misjöfnu dragfæri, en talið er, að hvor strengurinn sé svo þungur. Þorvarður hreppstjóri Guðmundsson í Litlu-Sandvík stendur fyrir akstrinum á brúarefninu."


Þjóðólfur, 5. des. 1890, 42. árg., 57. tbl., bls. 227:

Ölvesárbrúin.
Um flutninginn á brúarefninu frá Eyrarbakka að brúarstæðinu er oss skrifað 27. f. m. úr Flóanum: "Nú er byrjað að draga Ölvesárbrúna, og kom fyrsti sleðinn upp að brúarstæðinu 25. þ. m., en mikið er komið áleiðis; annar járnstrengurinn (af tveimur, sem þyngstir eru) er kominn alla leið upp undir Selfoss, en ekki á brúarstaðinn, enda hlaupa menn ekki með nál. 7000 pund í misjöfnu dragfæri, en talið er, að hvor strengurinn sé svo þungur. Þorvarður hreppstjóri Guðmundsson í Litlu-Sandvík stendur fyrir akstrinum á brúarefninu."