1890

Ísafold, 31. des. 1890, 17. árg., 104. tbl., forsíða:

Hvernig stöndum vér?
......
Vegagjörð er að vísu enn í bernsku á voru landi, en þó verður ekki annað sagt en að vér séum teknir að vakna til meðvitundar um nytsemi góðra samgangna. Svo má kalla, að vér séum nú fyrst á hinum síðustu árum farnir að leggja vegi, sem nokkur mynd sé á, síðan vér fórum að fá leiðbeiningu útlendra manna í þeim efnum. Áður létum vér hreppstjóra og sýslumenn skipa fyrir um slíkt, - en það er annað að vera hreppstjóri og sýslumaður en vegagjörðarmaður. Brúin á Jökulsá á Dal hefir verið endurbætt ekki alls fyrir löngu, ný brú gerð á Skjálfandafljót og þar að auki nokkrar smábrýr á aðrar ár, og nú stendur til að fyrsta hengibrú yfir eina mestu stórá landsins verði lögð á sumri komanda. En vegna stærðar landsins í samanburði við fólksfjöldann hljóta vegir vorir að verða dýrri að tiltölu, og naumast mun hægt að koma þeim í nokkurn veginn þolanlegt horf, nema töluvert meira fé sé varið til þeirra en gjört hefir verið hingað til. Samgöngurnar á sjó hafa tekið þeim endurbótum, að gufuskip fer fram með ströndum landsins og kemur stundum inn á hinar helstu hafnir þrisvar á ári.


Ísafold, 31. des. 1890, 17. árg., 104. tbl., forsíða:

Hvernig stöndum vér?
......
Vegagjörð er að vísu enn í bernsku á voru landi, en þó verður ekki annað sagt en að vér séum teknir að vakna til meðvitundar um nytsemi góðra samgangna. Svo má kalla, að vér séum nú fyrst á hinum síðustu árum farnir að leggja vegi, sem nokkur mynd sé á, síðan vér fórum að fá leiðbeiningu útlendra manna í þeim efnum. Áður létum vér hreppstjóra og sýslumenn skipa fyrir um slíkt, - en það er annað að vera hreppstjóri og sýslumaður en vegagjörðarmaður. Brúin á Jökulsá á Dal hefir verið endurbætt ekki alls fyrir löngu, ný brú gerð á Skjálfandafljót og þar að auki nokkrar smábrýr á aðrar ár, og nú stendur til að fyrsta hengibrú yfir eina mestu stórá landsins verði lögð á sumri komanda. En vegna stærðar landsins í samanburði við fólksfjöldann hljóta vegir vorir að verða dýrri að tiltölu, og naumast mun hægt að koma þeim í nokkurn veginn þolanlegt horf, nema töluvert meira fé sé varið til þeirra en gjört hefir verið hingað til. Samgöngurnar á sjó hafa tekið þeim endurbótum, að gufuskip fer fram með ströndum landsins og kemur stundum inn á hinar helstu hafnir þrisvar á ári.