1887

Tenging í allt blaðaefni ársins 1887

Ísafold, 23. júlí 1887, 14. árg., 38. tbl., bls. 131:
Vegalögin hafa verið samþykkt í neðri deild Alþingis. Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.

Vegalög.
Það er frv. Er búið í nefnd í neðri deild (Þór. Böðv., Gr. Th., Jónas Jónassen, Þorst. Jónsson, Páll Briem). – Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.
Aðalpóstvegir eru: 1) frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2) frá Rvík til Akureyrar, 3) frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4) frá Rvík til Prestsbakka, 5) frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Þeir skulu vera 6 álna breiðir að minnsta kosti, og eigi með meiri halla en 3-4 þuml. Á hverri alin. Þeir skulu yfir höfuð kostaðir úr landssjóði, þar á meðal brýr á læki og smá-ár, en á stærri ám skal fyrst um sinn hafa áreiðanlegar ferjur, er lána skal fé til úr landssjóði um 5 ára tíma með hálfum lagavöxtum gegn á byrgð sýslunefnda.
Auka-póstvegi kosta sýslufélögin með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára. Þeir skulu vera 5 álna breiðir að minnsta kosti og að öðru eins og aðalpóstvegir.
Fjallvegi, sem ekki eru póstvegir, skal því aðeins bæta, að brýna nauðsyn beri til. Kostnaðurinn greiðist úr landssjóði.
Bæja- og kirkjuvegir skulu vera 3 álna breiðir. Hreppafélögin kosta þá með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran karlmann eða 12 stunda vinnu með fæði og áhöldum.


Austri, 18. ágúst 1887, 4. árg., 15. tbl., bls. 59:
Greinarhöfundur kvartar sáran yfir veginum yfir Fjarðarheiði.
Nokkur orð um veginn til Seyðisfjarðar.
Það mun mörgum kunnugt, að rekin hefur verið fjörug verslun á Seyðisfirði nú í nokkur ár, og er það ekki ólíklegt, því þangað sækja allir héraðsmenn nauðsynjar sínar og úr öllum næstu fjörðum, nokkrir úr Skriðdal og allir austan megin Jökulsár á dal og nokkrir norðan megin; alls munu það vera 12 hreppar sem sækja verslun þangað og eru 8 af þeim fyrir ofan fjall.
Það mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli Seyðisfjarðar og Héraðs að það sé Þjóðvegur, sem jafnmikil umferð er yfir; óhætt er að fullyrða, að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð yfir fjallveg og þar, þessu fylgir svo mikill ókostur að þess mun ekki finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. Þar eru ófærar forarkeldur og hvergi sést brú, því þó þær hafi verið hlaðnar, þá eru þær eyðilagðar af vatnsgangi; niður í stöfum er sumsstaðar farið eftir klappastöllum bröttum og sniðhalt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur fullar með stórgrýti, sem veltur ofan í þær á vorin í leysingum, aðgjörð á vegi þar, nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir en allt til einskis. Á þessu þyrfti að ráða bót hið bráðasta, og ættu heldur mest allar vegabætur í Norður-Múlasýslu að vera óunnar eitt ár og leggjast til Vestdalsheiði, og mundi þar þá verða fær vegur, en þetta er allt of lítið fé, því það skal vel vanda sem lengi á að standa, þar ætti að leggja veg sem hægt væri að aka vögnum á ef mögulegt er og með því móti gæti margur komist af með færri hesta í Héraðinu.
Vegna þess að ekki mundi vera fært að aka yfir heiðina fyrr en seinni part sumars, að vegur væri orðinn þurr, væri æskilegt að eiga hús fyrir ofan fjall til að geyma í vörur, því verið gæti að menn vildu kaupa flutning uppyfir, ef falt væri af þeim sem næst byggju; sjálfsagt þyrftu vagnar að vera nokkrir og yrðu hrepparnir að eiga þá í félagi.
Það er auðvitað að hver korntunna yrði nokkuð dýrari þegar búið væri að flytja hana uppyfir, en það er spursmál hvort það yrði meira en peningar sem menn spara við það að fara sjaldan í kaupstaði; sá sem kemur þar oft, eyðir ævinlega einhverju til óþarfa og það þó sparsemdarmenn séu og ætíð kemur einhver kostnaður þegar maður kemur á höndlunarstaðinn, og oft fara menn vetrarferðir og teppast og eyða stórfé og missa stundum hesta á leiðinni og margur lífið.
Þó að bæði sé styttra og betra að leggja veg til Reyðarfjarðar nefnilega á Fagradal, eins og ritað var um í Austra 3. árg., þá er það svo mikið lengra fyrir Úthéraðsmenn, engu styttra fyrir Upphérað og þar að auki svo mikil bygging á Seyðisfirði, sem verslanir eiga útlendar og innlanda, að það sýnist óhugsandi að það sé eyðilagt, og nú, sem stendur, munu menn hugsa að koma þar upp pöntunarhúsi.
Það er óneitanlegt, að miklu auðveldara er að leggja góðan veg um Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt á móti því, að það geti verið eins þægilegt eins og sækja verslun á Seyðisfjörð.
Það er aðalgallinn á vegagjörð hér, að það eru sjaldan menn við það, sem hafa verulega gott vit á vegagjörð, eftir því sem þeir eru í öðrum löndum, það er oftast að þeir sjá vel út þegar þeir eru nýhlaðnir, en eyðileggjast fljótlega af vatnsgangi, og er það fyrir óvandaðan ofaníburð.
Það er fullkomlega að heyra á vegfræðingnum, sem ferðaðist hér um, og skrifaði í Andvara 11. árg., að leggja megi góðan veg fyrir vagna yfir Vestdalsheiði.
Að leggja veg yfir fjallvegi svo vandaða að vagnar (ólæsilegt) þarf að vera lærður vegfræðingur fyrir verkinu.
Það er mjög lítið sem vér Íslendingar höfum lagt okkur eftir vegfræði og sýnist það þó nauðsynlegt.
Nú er einn landi að læra vegfræði í Noregi, og ætlar að koma hér upp á Seyðisfjörð í sumar og ætti hann þá að fá strax forþénustu að bæta veg til Seyðisfjarðar.
Ritað í aprílm. 1887.
G. S.


Þjóðólfur, 23. ágúst 1887, 39. árg., 38. tbl., bls. 151:
Alþingi hefur samþykkt að verja allt að 40.000 krónum til Ölfusárbrúar.

Lög afgreidd frá þinginu
XIII.
Lög um brúargjörð á Ölfusá.
“1. gr. Til brúargjörðar á Ölfusá má verja allt að 40.000 kr. Úr landsjóði, með því skilyrði að sýslufélög Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20.000 kr. Eða sem svari helmingnum af því, sem landsjóður leggur til.
2. gr. Ráðgjafanum fyrir Ísland veitist heimild til að veita sýslufélögum Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóði suðuramtsins allt að 20.000 kr. lán úr landsjóði. Lán þetta ávaxtast og endurgelst með 965,25 kr. á ári í 45 ár.
3. gr. Vextir og afborganir byrja að greiðast þrem árum síðar en lánið er greitt til fulls úr landsjóði, þannig: helmingurinn úr sýslusjóðum Árness og Rangárvallasýslu, er skiptist á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert, en hinn helmingurinn úr jafnaðarsjóði suðuramtsins.
4. gr. Landstjórnin annast um byggingu brúarinnar og gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir lögum þessum til framkvæmdar. Þegar brúin er komin á, hefur landstjórinn og umsjón yfir henni.
5. gr. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveðið með lögum.”


Ísafold, 24. ágúst 1887, 14. árg., 40. tbl., bls. 158:
Hér segir Ísafold frá nýju vegalögunum, þar sem m.a. er fjallað um skiptingu á vegum, hver kostar hvaða vegi og hvernig þeir skulu gerðir.

Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstleiðir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vergir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum.
Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.

II. kafli.
Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagjörða og aðgjörða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
6. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegróðra manna, hvar aðalpóstleið skuli liggja um hérað hvert.
7. gr. Vegir á aðalpóstleiðum skulu, þar sem því verður við komið, vera að minnsta kosti 6 álna breiðir. Eigi skulu þeir að jafnaði hafa meiri halla en sem svari 3-4 þuml. Á hverri alin.
8. gr. Landshöfðinginn ræður verkstjóra til vegagjörða á aðalpóstleiðum. Sýslunefndir ráða verkmenn eftir samkomulagi við verkstjóra, hver í sínu héraði, þar sem vegagjörð á að fara fram. Fela mega þær oddvita og öðrum, er situr í sýslunefndinni, þennan starfa á hendur. Ávallt skal vegagjörð tekin út af dómkvöddum mönnum, sem sýslumenn kveðja, hver í sínu héraði, og skal álit þeirra um það, hvernig verkið er unnið og hvort allrar hagsýni hafi verið gætt, sent landshöfðingja.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á ári hverju fyrir lok marsm. senda sýslumanni nafnaskrá yfir alla verkfæra menn í hreppnum á þeim aldri, er nú var sagt, og skal sýslumaður eftir því ákveða, hve mikið tillag hver hreppur eigi að greiða. Gjald þetta skal tekið af sveitarsjóðnum og greitt sýslumanni á manntalsþingum.
11. gr. Fela má sýslunefndin hlutaðeigandi sýslunefndarmanni, eða hreppsnefnd, umsjón og vinnu að sýsluvegum, hverjum í sínum hreppi, og ber þeim sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfastur er til þess starfa.
12. gr. Sýsluvegir skulu vera að minnsta kosti 5 álna breiðir; að örðu leyti gilda um viðhald og gjörð á þeim hinar sömu meginreglur og greindar eru um aðalpóstvegi, sbr. 7. gr.
13. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði aðalskýrslu og aðalreikning yfir sýsluvegagjörðir.
IV. kafli.
Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli.
Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
17. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppavegum, og skal hún skipa umsjónarmenn, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, og er henni heimilt að greiða þeim í dagpeninga allt að 3 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru við vinnuna.
18. gr. Skyldur skal hver verkmaður að koma á þeim tíma, sem umsjónarmaður eða verkstjóri tiltekur, og að fara eftir fyrirmælum hans; gjaldi húsbóndi ella hið ákveðna kaup og að auk, nema forföll hafi bannað, 1-5 kr. sekt, er renni í vegasjóð, sem stofna skal fyrir hvern hrepp, og hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
19. gr. Hreppavegir skulu að minnsta kosti vera 3 álna breiðir; að örðu leyti skal, þar sem nýr vegur er gjörður, fylgja sömu aðalreglum og teknar eru fram um sýsluvegi.
20. gr. Skyldir skulu hreppsbúar að láta boðskap umsjónarmanns um vegavinnu berast bæja á milli tafarlaust.
21. gr. Hver hreppsnefnd skal gefa sýslunefnd skýrslu um vinnu að hreppavegum á hverju ári fyrir árslok.
VI. kafli.
Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
23. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Þyki nauðsyn að leggja vegi um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, skulu fullar bætur fyrir koma úr landssjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, - eftir því hvort vegurinn er aðalpóstvegur, sýsluvegur eða hreppavegur, - eftir mati dómkvaddra manna. Svo skulu bætur fyrir koma úr landsjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða.
24. gr. Borgun fyrir vegagjörð skal þá greiða að fullu, er verkinu er lokið, og matsgjörð eða úttekt hefir fram farið.
25. gr. Hvarvetna þar sem mikil umferð er á vetrum, sal byggja nægilegar vörður og viðhalda þeim, og sömuleiðis sæluhús. Á aðalpóstleiðum greiðist kostnaðurinn úr landsjóði, á sýsluvegum úr sýslusjóði, og á hreppavegum úr hreppssjóði.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
27. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir veg, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarl. 25. júní 1869.
28. gr. Brot gegn lögum þessum skal fara með sem almenn lögreglumál.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.
30. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag. janúarm. 1888.


Þjóðólfur, 2. sept. 1887, 39. árg., 40. tbl., bls. 158:
Samkvæmt nýjum lögum um vegi skiptast vegir á Íslandi í aðalpóstvegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi.

Lög afgreidd frá þinginu
XXIII.
Lög um vegi.
I. kafli Um skiptingu á vegum.
“1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstvegir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum. Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.
II. kafli. Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagerða og aðgerða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gera mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
III. kafli. Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára í hverri stöðu sem er.
IV. kafli. Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli. Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
VI. kafli. Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gera yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.


Tenging í allt blaðaefni ársins 1887

Ísafold, 23. júlí 1887, 14. árg., 38. tbl., bls. 131:
Vegalögin hafa verið samþykkt í neðri deild Alþingis. Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.

Vegalög.
Það er frv. Er búið í nefnd í neðri deild (Þór. Böðv., Gr. Th., Jónas Jónassen, Þorst. Jónsson, Páll Briem). – Vegum skal skipt í aðalpóstvegi; auka-póstvegi, fjallvegi og bæja- og kirkjuvegi.
Aðalpóstvegir eru: 1) frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2) frá Rvík til Akureyrar, 3) frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4) frá Rvík til Prestsbakka, 5) frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Þeir skulu vera 6 álna breiðir að minnsta kosti, og eigi með meiri halla en 3-4 þuml. Á hverri alin. Þeir skulu yfir höfuð kostaðir úr landssjóði, þar á meðal brýr á læki og smá-ár, en á stærri ám skal fyrst um sinn hafa áreiðanlegar ferjur, er lána skal fé til úr landssjóði um 5 ára tíma með hálfum lagavöxtum gegn á byrgð sýslunefnda.
Auka-póstvegi kosta sýslufélögin með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára. Þeir skulu vera 5 álna breiðir að minnsta kosti og að öðru eins og aðalpóstvegir.
Fjallvegi, sem ekki eru póstvegir, skal því aðeins bæta, að brýna nauðsyn beri til. Kostnaðurinn greiðist úr landssjóði.
Bæja- og kirkjuvegir skulu vera 3 álna breiðir. Hreppafélögin kosta þá með 1 kr. 50 a. gjaldi fyrir hvern verkfæran karlmann eða 12 stunda vinnu með fæði og áhöldum.


Austri, 18. ágúst 1887, 4. árg., 15. tbl., bls. 59:
Greinarhöfundur kvartar sáran yfir veginum yfir Fjarðarheiði.
Nokkur orð um veginn til Seyðisfjarðar.
Það mun mörgum kunnugt, að rekin hefur verið fjörug verslun á Seyðisfirði nú í nokkur ár, og er það ekki ólíklegt, því þangað sækja allir héraðsmenn nauðsynjar sínar og úr öllum næstu fjörðum, nokkrir úr Skriðdal og allir austan megin Jökulsár á dal og nokkrir norðan megin; alls munu það vera 12 hreppar sem sækja verslun þangað og eru 8 af þeim fyrir ofan fjall.
Það mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli Seyðisfjarðar og Héraðs að það sé Þjóðvegur, sem jafnmikil umferð er yfir; óhætt er að fullyrða, að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð yfir fjallveg og þar, þessu fylgir svo mikill ókostur að þess mun ekki finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. Þar eru ófærar forarkeldur og hvergi sést brú, því þó þær hafi verið hlaðnar, þá eru þær eyðilagðar af vatnsgangi; niður í stöfum er sumsstaðar farið eftir klappastöllum bröttum og sniðhalt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur fullar með stórgrýti, sem veltur ofan í þær á vorin í leysingum, aðgjörð á vegi þar, nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir en allt til einskis. Á þessu þyrfti að ráða bót hið bráðasta, og ættu heldur mest allar vegabætur í Norður-Múlasýslu að vera óunnar eitt ár og leggjast til Vestdalsheiði, og mundi þar þá verða fær vegur, en þetta er allt of lítið fé, því það skal vel vanda sem lengi á að standa, þar ætti að leggja veg sem hægt væri að aka vögnum á ef mögulegt er og með því móti gæti margur komist af með færri hesta í Héraðinu.
Vegna þess að ekki mundi vera fært að aka yfir heiðina fyrr en seinni part sumars, að vegur væri orðinn þurr, væri æskilegt að eiga hús fyrir ofan fjall til að geyma í vörur, því verið gæti að menn vildu kaupa flutning uppyfir, ef falt væri af þeim sem næst byggju; sjálfsagt þyrftu vagnar að vera nokkrir og yrðu hrepparnir að eiga þá í félagi.
Það er auðvitað að hver korntunna yrði nokkuð dýrari þegar búið væri að flytja hana uppyfir, en það er spursmál hvort það yrði meira en peningar sem menn spara við það að fara sjaldan í kaupstaði; sá sem kemur þar oft, eyðir ævinlega einhverju til óþarfa og það þó sparsemdarmenn séu og ætíð kemur einhver kostnaður þegar maður kemur á höndlunarstaðinn, og oft fara menn vetrarferðir og teppast og eyða stórfé og missa stundum hesta á leiðinni og margur lífið.
Þó að bæði sé styttra og betra að leggja veg til Reyðarfjarðar nefnilega á Fagradal, eins og ritað var um í Austra 3. árg., þá er það svo mikið lengra fyrir Úthéraðsmenn, engu styttra fyrir Upphérað og þar að auki svo mikil bygging á Seyðisfirði, sem verslanir eiga útlendar og innlanda, að það sýnist óhugsandi að það sé eyðilagt, og nú, sem stendur, munu menn hugsa að koma þar upp pöntunarhúsi.
Það er óneitanlegt, að miklu auðveldara er að leggja góðan veg um Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt á móti því, að það geti verið eins þægilegt eins og sækja verslun á Seyðisfjörð.
Það er aðalgallinn á vegagjörð hér, að það eru sjaldan menn við það, sem hafa verulega gott vit á vegagjörð, eftir því sem þeir eru í öðrum löndum, það er oftast að þeir sjá vel út þegar þeir eru nýhlaðnir, en eyðileggjast fljótlega af vatnsgangi, og er það fyrir óvandaðan ofaníburð.
Það er fullkomlega að heyra á vegfræðingnum, sem ferðaðist hér um, og skrifaði í Andvara 11. árg., að leggja megi góðan veg fyrir vagna yfir Vestdalsheiði.
Að leggja veg yfir fjallvegi svo vandaða að vagnar (ólæsilegt) þarf að vera lærður vegfræðingur fyrir verkinu.
Það er mjög lítið sem vér Íslendingar höfum lagt okkur eftir vegfræði og sýnist það þó nauðsynlegt.
Nú er einn landi að læra vegfræði í Noregi, og ætlar að koma hér upp á Seyðisfjörð í sumar og ætti hann þá að fá strax forþénustu að bæta veg til Seyðisfjarðar.
Ritað í aprílm. 1887.
G. S.


Þjóðólfur, 23. ágúst 1887, 39. árg., 38. tbl., bls. 151:
Alþingi hefur samþykkt að verja allt að 40.000 krónum til Ölfusárbrúar.

Lög afgreidd frá þinginu
XIII.
Lög um brúargjörð á Ölfusá.
“1. gr. Til brúargjörðar á Ölfusá má verja allt að 40.000 kr. Úr landsjóði, með því skilyrði að sýslufélög Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20.000 kr. Eða sem svari helmingnum af því, sem landsjóður leggur til.
2. gr. Ráðgjafanum fyrir Ísland veitist heimild til að veita sýslufélögum Árness- og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóði suðuramtsins allt að 20.000 kr. lán úr landsjóði. Lán þetta ávaxtast og endurgelst með 965,25 kr. á ári í 45 ár.
3. gr. Vextir og afborganir byrja að greiðast þrem árum síðar en lánið er greitt til fulls úr landsjóði, þannig: helmingurinn úr sýslusjóðum Árness og Rangárvallasýslu, er skiptist á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert, en hinn helmingurinn úr jafnaðarsjóði suðuramtsins.
4. gr. Landstjórnin annast um byggingu brúarinnar og gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir lögum þessum til framkvæmdar. Þegar brúin er komin á, hefur landstjórinn og umsjón yfir henni.
5. gr. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveðið með lögum.”


Ísafold, 24. ágúst 1887, 14. árg., 40. tbl., bls. 158:
Hér segir Ísafold frá nýju vegalögunum, þar sem m.a. er fjallað um skiptingu á vegum, hver kostar hvaða vegi og hvernig þeir skulu gerðir.

Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstleiðir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vergir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum.
Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.

II. kafli.
Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagjörða og aðgjörða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gjöra mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
6. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegróðra manna, hvar aðalpóstleið skuli liggja um hérað hvert.
7. gr. Vegir á aðalpóstleiðum skulu, þar sem því verður við komið, vera að minnsta kosti 6 álna breiðir. Eigi skulu þeir að jafnaði hafa meiri halla en sem svari 3-4 þuml. Á hverri alin.
8. gr. Landshöfðinginn ræður verkstjóra til vegagjörða á aðalpóstleiðum. Sýslunefndir ráða verkmenn eftir samkomulagi við verkstjóra, hver í sínu héraði, þar sem vegagjörð á að fara fram. Fela mega þær oddvita og öðrum, er situr í sýslunefndinni, þennan starfa á hendur. Ávallt skal vegagjörð tekin út af dómkvöddum mönnum, sem sýslumenn kveðja, hver í sínu héraði, og skal álit þeirra um það, hvernig verkið er unnið og hvort allrar hagsýni hafi verið gætt, sent landshöfðingja.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á ári hverju fyrir lok marsm. senda sýslumanni nafnaskrá yfir alla verkfæra menn í hreppnum á þeim aldri, er nú var sagt, og skal sýslumaður eftir því ákveða, hve mikið tillag hver hreppur eigi að greiða. Gjald þetta skal tekið af sveitarsjóðnum og greitt sýslumanni á manntalsþingum.
11. gr. Fela má sýslunefndin hlutaðeigandi sýslunefndarmanni, eða hreppsnefnd, umsjón og vinnu að sýsluvegum, hverjum í sínum hreppi, og ber þeim sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfastur er til þess starfa.
12. gr. Sýsluvegir skulu vera að minnsta kosti 5 álna breiðir; að örðu leyti gilda um viðhald og gjörð á þeim hinar sömu meginreglur og greindar eru um aðalpóstvegi, sbr. 7. gr.
13. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði aðalskýrslu og aðalreikning yfir sýsluvegagjörðir.
IV. kafli.
Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli.
Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
17. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppavegum, og skal hún skipa umsjónarmenn, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, og er henni heimilt að greiða þeim í dagpeninga allt að 3 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru við vinnuna.
18. gr. Skyldur skal hver verkmaður að koma á þeim tíma, sem umsjónarmaður eða verkstjóri tiltekur, og að fara eftir fyrirmælum hans; gjaldi húsbóndi ella hið ákveðna kaup og að auk, nema forföll hafi bannað, 1-5 kr. sekt, er renni í vegasjóð, sem stofna skal fyrir hvern hrepp, og hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
19. gr. Hreppavegir skulu að minnsta kosti vera 3 álna breiðir; að örðu leyti skal, þar sem nýr vegur er gjörður, fylgja sömu aðalreglum og teknar eru fram um sýsluvegi.
20. gr. Skyldir skulu hreppsbúar að láta boðskap umsjónarmanns um vegavinnu berast bæja á milli tafarlaust.
21. gr. Hver hreppsnefnd skal gefa sýslunefnd skýrslu um vinnu að hreppavegum á hverju ári fyrir árslok.
VI. kafli.
Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gjöra yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
23. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Þyki nauðsyn að leggja vegi um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, skulu fullar bætur fyrir koma úr landssjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, - eftir því hvort vegurinn er aðalpóstvegur, sýsluvegur eða hreppavegur, - eftir mati dómkvaddra manna. Svo skulu bætur fyrir koma úr landsjóði, sýslusjóði eða hreppsjóði, ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða.
24. gr. Borgun fyrir vegagjörð skal þá greiða að fullu, er verkinu er lokið, og matsgjörð eða úttekt hefir fram farið.
25. gr. Hvarvetna þar sem mikil umferð er á vetrum, sal byggja nægilegar vörður og viðhalda þeim, og sömuleiðis sæluhús. Á aðalpóstleiðum greiðist kostnaðurinn úr landsjóði, á sýsluvegum úr sýslusjóði, og á hreppavegum úr hreppssjóði.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
27. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir veg, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarl. 25. júní 1869.
28. gr. Brot gegn lögum þessum skal fara með sem almenn lögreglumál.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.
30. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag. janúarm. 1888.


Þjóðólfur, 2. sept. 1887, 39. árg., 40. tbl., bls. 158:
Samkvæmt nýjum lögum um vegi skiptast vegir á Íslandi í aðalpóstvegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi.

Lög afgreidd frá þinginu
XXIII.
Lög um vegi.
I. kafli Um skiptingu á vegum.
“1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstvegir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum. Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.
II. kafli. Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagerða og aðgerða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gera mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
III. kafli. Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára í hverri stöðu sem er.
IV. kafli. Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli. Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
VI. kafli. Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gera yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.