1886

Ísafold, 17. mars 1886, 13. árg., 11. tbl., bls. 44:

Brúarmálið.
Ég sé í þessu í 2. tbl. af “Austra” alllanga grein um hinar fyrirhuguðu brýr á Ölfusá og Þjórsá. Á þessi grein að bera hönd fyrir höfuð Alþingis, sem felldi það mál enn þá einu sinni í sumar, sem leið, en þó ekki nema með eins atkvæðis mun. Ástæður höf. eru þær, að hvorki séu brýr þessar eins áríðandi, eins og viðkomendur ætli, enda sé ósanngjarnt, að landið kosti þær að öllu eða miklu leyti, o.s.frv.
Þessi grein er eftir minni sannfæringu og allra skynugra manna hér eystra mjög lúaleg og undir eins skaðleg í þessu velferðarmáli; og sé sá maður, sem hana hefir samið, eins og sýnist, vel viti borinn og ekki ókunnugur hér um sveitir, á hann að meiri óþökk skilið fyrir þetta frumhlaup inn í málið. Samt eru röksemdir hans svo þunnar og slitnar, að ég þori ekki að tína þær fram, eina og eina; því að grein þessi yrði þá bæði dauf og löng, en málinu lítið borgnara, þó að þær væru hraktar. Það er margbúið að hrekja þær.
Ég vil einungis benda á, hverjar orsakir eru til þess, að þessar brýr, eða önnur þeirra að minnsta kosti, eru ekki þegar komnar á og fullgjörðar.
Orsakirnar eru tvær. Önnur er sveitardráttur á þinginu, missýni og óviljandi eða óafvitandi sérdrægni þeirra þingmanna, sem fjarstir þykjast standa málinu. Fjöldi þeirra mun og hafa ætlað, að ókleyft yrði að lögleiða bæði brýr og banka í senn. Þó vora undantekningar til; stöku menn, eins og Jón Ólafsson og fl., mæltu með báðum frumvörpunum.
En hver er hin orsökin?
Hún er sú – og það er aðal orsökin – að fæstir þingmenn þekkja enn til hlíta hugmyndina samgöngur.
Þetta er sorglegt, en það er satt. Enginn lifandi maður á þingum í öðrum menntuðum löndum hefði þurft eða jafnvel þorað að spyrja um ástæður, þörf, nauðsyn, slíkra brúargjörða eins og þessara. Hver sá þingmaður hefði gjört sig að athlægi. Sérdrægni og sveitardráttur á að vísu nokkurn þátt í þessari vanþekkingu; það sem menn vilja ekki skilja, það geta menn seint skilið.
Annað mál er hitt, hvort sýslur þær, sem mest mundu nota brýrnar, ættu meira eða minna að bera kostnaðinn. Þar má mæla með og á móti; en þó ætti enginn vitur maður að láta blanda sér hug um það, að þessar sýslur eigi réttarkröfu til meiri hluta brúarkostnaðarins, - þessar sýslur, sem svo lengi hafa farið á mis við nær allan hagnað af samgöngu-framförum hinna héraða landsins enda eiga kostnaðarsöm stórvirki fyrir höndum, þar sem nýjar vegagjörðir eru, óðara en brýrnar kæmust á.
Mál þetta er í sannleika svo áríðandi, og þess nauðsyn svo brýn og í augum uppi, að lengri dráttur á því yrði hrópandi hneyksli.
Ármann.


Ísafold, 17. mars 1886, 13. árg., 11. tbl., bls. 44:

Brúarmálið.
Ég sé í þessu í 2. tbl. af “Austra” alllanga grein um hinar fyrirhuguðu brýr á Ölfusá og Þjórsá. Á þessi grein að bera hönd fyrir höfuð Alþingis, sem felldi það mál enn þá einu sinni í sumar, sem leið, en þó ekki nema með eins atkvæðis mun. Ástæður höf. eru þær, að hvorki séu brýr þessar eins áríðandi, eins og viðkomendur ætli, enda sé ósanngjarnt, að landið kosti þær að öllu eða miklu leyti, o.s.frv.
Þessi grein er eftir minni sannfæringu og allra skynugra manna hér eystra mjög lúaleg og undir eins skaðleg í þessu velferðarmáli; og sé sá maður, sem hana hefir samið, eins og sýnist, vel viti borinn og ekki ókunnugur hér um sveitir, á hann að meiri óþökk skilið fyrir þetta frumhlaup inn í málið. Samt eru röksemdir hans svo þunnar og slitnar, að ég þori ekki að tína þær fram, eina og eina; því að grein þessi yrði þá bæði dauf og löng, en málinu lítið borgnara, þó að þær væru hraktar. Það er margbúið að hrekja þær.
Ég vil einungis benda á, hverjar orsakir eru til þess, að þessar brýr, eða önnur þeirra að minnsta kosti, eru ekki þegar komnar á og fullgjörðar.
Orsakirnar eru tvær. Önnur er sveitardráttur á þinginu, missýni og óviljandi eða óafvitandi sérdrægni þeirra þingmanna, sem fjarstir þykjast standa málinu. Fjöldi þeirra mun og hafa ætlað, að ókleyft yrði að lögleiða bæði brýr og banka í senn. Þó vora undantekningar til; stöku menn, eins og Jón Ólafsson og fl., mæltu með báðum frumvörpunum.
En hver er hin orsökin?
Hún er sú – og það er aðal orsökin – að fæstir þingmenn þekkja enn til hlíta hugmyndina samgöngur.
Þetta er sorglegt, en það er satt. Enginn lifandi maður á þingum í öðrum menntuðum löndum hefði þurft eða jafnvel þorað að spyrja um ástæður, þörf, nauðsyn, slíkra brúargjörða eins og þessara. Hver sá þingmaður hefði gjört sig að athlægi. Sérdrægni og sveitardráttur á að vísu nokkurn þátt í þessari vanþekkingu; það sem menn vilja ekki skilja, það geta menn seint skilið.
Annað mál er hitt, hvort sýslur þær, sem mest mundu nota brýrnar, ættu meira eða minna að bera kostnaðinn. Þar má mæla með og á móti; en þó ætti enginn vitur maður að láta blanda sér hug um það, að þessar sýslur eigi réttarkröfu til meiri hluta brúarkostnaðarins, - þessar sýslur, sem svo lengi hafa farið á mis við nær allan hagnað af samgöngu-framförum hinna héraða landsins enda eiga kostnaðarsöm stórvirki fyrir höndum, þar sem nýjar vegagjörðir eru, óðara en brýrnar kæmust á.
Mál þetta er í sannleika svo áríðandi, og þess nauðsyn svo brýn og í augum uppi, að lengri dráttur á því yrði hrópandi hneyksli.
Ármann.