1886

Þjóðólfur, 1. október 1886, 38. árg., 44. tbl., forsíða:

Atkvæði mitt í brúarmálinu
Með þessari yfirskrift er grein í 38. tbl. Þjóðólfs, sem út kom í dag; höf. kveðst finna hvöt til að gera grein fyrir, hvernig málinu víkur við í raun réttri. Það er nú orðið ljóst, að hann hefur fundið hvöt til að verja skoðun sína á málinu, en ekki get ég séð, að honum hafi tekist að sýna, hvern veg málinu víkur við í raun réttri, til þess þarf að skrifa lengra og gagnorðara. - Þegar mál er fellt með 12 atkv. á móti 11, þá er ekki gott að segja hver það var af þeim 12, sem varð banamaður málsins, því sá sem fyrstur segir nei að viðhöfðu nafnakalli er hvorki frægari eða ófrægari, en hinn er seinastur segir nei, af því að hann á neðar sæti í stafrófsröðinni.
En hér stóð svo á, að það voru meiri líkur til að þingmaður Austurskaftfellinga hefði næmari tilfinningu en sumir aðrir þingmenn fyrir þörf og sanngirni þessa máls, og því greiddi atkvæði með því, þar sem hann hlaut að þekkja af eigin reynslu og kunnugleika í sínu kjördæmi, hver plága sundvötn og samgönguleysi er; mér er ókunnugt hvert nokkur af þeim 11, sem greiddu atkvæði með málinu, hafa gert það fyrir orð 2. þingm. Árnesinga, að draga lífið í frumvarpinu tilgangslaust, þar sem ekki neitt breytingaratkv. lá fyrir, og ekki var von á neinu breytingaratkvæði frá mér sem flutningsmanni. – Ég skal ekki gera neinum þingmanni þær getsakir, að þeir séu að leika sér með frumvörp og spila upp á tíma og peninga; hitt ætla ég, að þeir hafi fellt jafnþýðingarmikið mál, sem þetta af fullri alvöru og sannfæringu. – Það get ég vel skilið að honum þyki vænt um hverja þá skoðun, sem nálgast hans afturhald í málinu. – Ég er nú viss um, að Árnesingar verða svo skynsamir að gína aldrei yfir þeirri flugu, að taka lán til að brúa árnar, því það er hvorutveggja, að þeir ekki geta það, enda fjarri allri sanngirni að neyða þá til þess; það er margbúið að færa rök fyrir því.
Hvað kom til að hann ekki á þingi 1885 bar fram beiðni frá Austur-skaftfellingum um að fá lán úr landssjóði, til að geta fengið gufuskip á Hornarfjarðarós, - með fullu tilliti til þess að það mundi í spöruðum ferðakostnaði ekki verða minni fjárupphæð, en allir ferjutollar í Árness- og Rangárvallasýslu nema? – Ég ætla nú fyllilega að vona, að sú skoðun nái meiri og meiri festu í þinginu, sem ég mun fyrstur hafa flutt inn á þing í ræðu minni um brúarmálið 1883, það er að landssjóður kosti alla aðalpóstvegi um landið og þá líka að brúa stórárnar á þeim leiðum, að því leyti, sem það er mögulegt, sérstaklega þar sem eins stendur á sem hér, að mest vörumagn er innflutt af öllum vegum á landinu, og af hafnaleysi fyrir suðurströnd landsins hlýtur það svo að verða meðan land byggist.

p.t. Reykjavík 24. ágúst 1886.
Þ. GuðmundssonÞjóðólfur, 1. október 1886, 38. árg., 44. tbl., forsíða:

Atkvæði mitt í brúarmálinu
Með þessari yfirskrift er grein í 38. tbl. Þjóðólfs, sem út kom í dag; höf. kveðst finna hvöt til að gera grein fyrir, hvernig málinu víkur við í raun réttri. Það er nú orðið ljóst, að hann hefur fundið hvöt til að verja skoðun sína á málinu, en ekki get ég séð, að honum hafi tekist að sýna, hvern veg málinu víkur við í raun réttri, til þess þarf að skrifa lengra og gagnorðara. - Þegar mál er fellt með 12 atkv. á móti 11, þá er ekki gott að segja hver það var af þeim 12, sem varð banamaður málsins, því sá sem fyrstur segir nei að viðhöfðu nafnakalli er hvorki frægari eða ófrægari, en hinn er seinastur segir nei, af því að hann á neðar sæti í stafrófsröðinni.
En hér stóð svo á, að það voru meiri líkur til að þingmaður Austurskaftfellinga hefði næmari tilfinningu en sumir aðrir þingmenn fyrir þörf og sanngirni þessa máls, og því greiddi atkvæði með því, þar sem hann hlaut að þekkja af eigin reynslu og kunnugleika í sínu kjördæmi, hver plága sundvötn og samgönguleysi er; mér er ókunnugt hvert nokkur af þeim 11, sem greiddu atkvæði með málinu, hafa gert það fyrir orð 2. þingm. Árnesinga, að draga lífið í frumvarpinu tilgangslaust, þar sem ekki neitt breytingaratkv. lá fyrir, og ekki var von á neinu breytingaratkvæði frá mér sem flutningsmanni. – Ég skal ekki gera neinum þingmanni þær getsakir, að þeir séu að leika sér með frumvörp og spila upp á tíma og peninga; hitt ætla ég, að þeir hafi fellt jafnþýðingarmikið mál, sem þetta af fullri alvöru og sannfæringu. – Það get ég vel skilið að honum þyki vænt um hverja þá skoðun, sem nálgast hans afturhald í málinu. – Ég er nú viss um, að Árnesingar verða svo skynsamir að gína aldrei yfir þeirri flugu, að taka lán til að brúa árnar, því það er hvorutveggja, að þeir ekki geta það, enda fjarri allri sanngirni að neyða þá til þess; það er margbúið að færa rök fyrir því.
Hvað kom til að hann ekki á þingi 1885 bar fram beiðni frá Austur-skaftfellingum um að fá lán úr landssjóði, til að geta fengið gufuskip á Hornarfjarðarós, - með fullu tilliti til þess að það mundi í spöruðum ferðakostnaði ekki verða minni fjárupphæð, en allir ferjutollar í Árness- og Rangárvallasýslu nema? – Ég ætla nú fyllilega að vona, að sú skoðun nái meiri og meiri festu í þinginu, sem ég mun fyrstur hafa flutt inn á þing í ræðu minni um brúarmálið 1883, það er að landssjóður kosti alla aðalpóstvegi um landið og þá líka að brúa stórárnar á þeim leiðum, að því leyti, sem það er mögulegt, sérstaklega þar sem eins stendur á sem hér, að mest vörumagn er innflutt af öllum vegum á landinu, og af hafnaleysi fyrir suðurströnd landsins hlýtur það svo að verða meðan land byggist.

p.t. Reykjavík 24. ágúst 1886.
Þ. Guðmundsson