1884

Þjóðólfur, 5. júlí 1884, 36. árg., 26. tbl., bls. 102:

Vegleysan að höfuðborginni.
Það skyldi maður ætla, að til vegagjörðar væri hvað best vandað í hverju landi, í námunda við höfuðstað landsins, en Reykjavík mun vera undantekning í þessu, sem svo mörgu öðru frá öðrum höfuðborgum, og sýndist þó vera talsverð ástæða til, að halda viðunandi vegum uppi upp frá bænum. Bæði fer þar fjöldi lestamanna yfir, sem sækja að bænum og sjóplássunum þar í grennd, enda er þetta hinn almenni útreiðar vegur Reykvíkinga, það mundi nærri því mega segja hinn almenni kirkjuvegur þeirra á sumrin, þar sem miklu fleiri bæjarbúar sækja þá Ártúnskirkjuna heldur en dómkirkjuna á sunnudögum. Einnig er þetta það af vegum landsins, er flestallir útlendingar sjá lang helst. Það er vegurinn úr bænum inn að Elliðaánum, sem hér er einkum við átt, og fellur hann í tvo kafla, annan, sem bænum tilheyrir, og hinn,, sem heyrir til Kjósar- og Gullbringusýslu. Bæjarkaflinn nær út úr bænum og upp að vegamótunum, þar sem Hafnarfjarðarvegur skilst frá. Að stefnunni á bæjarkaflanum, eða því, hvar hann er lagður, er ekkert að finna, en hitt er fráleitt, að vegkafla þessum skuli ekki vera við haldið í nokkurn veginn færu ástandi; en þetta er ekki gjört; undir eins og kemur upp fyrir hegningarhúsið skortir ofaníburð í veginn; hnökragrjótið í undirlaginu er því hvarvetna komið upp úr og ægir þar hrossum og fótgangandi með hálsbrotsbyltum. Um kaflann frá Hafnarfjarðarvegi og upp undir árnar er það að segja, að hann er bæði í hneykslanlegu ástandi, enda er hann og lagður mjög óhöndulega að stefnunni til; því að þar sem hann nú er, verður viðhaldskostnaður marfalt meiri á honum, heldur en ef hann væri lagður á réttum stað, og þar að auki verður honum aldrei viðhaldið svo í lagi sé, þar sem hann er. Þegar Reykjavíkurkaflinn af veginum var lagður, var það vitanlega tilgangurinn að áframhald hans skyldi lagt verða inn melhrygginn inn að Mjóumýri svo kallaðri, yfir mýrina, sem auðvitað þyrfti að brúa, en hún liggur hátt, og þar innar af mætti halda melhryggnum inn að Bústöðum. Með því að leggja veginn þannig, sleppa menn við Háaleitisklifið og hina minnisverðu brú á slakkanum hérna megin við það. Í stað þess, að leggja veginn þannig, sem er langkostnaðarminnst eins og vegurinn yrði þá og betri og ódýrra að viðhalda honum, þá við heldur nú sýslunefndin með lélegri ruðningu gamla veginum, sem nú liggur svo, að krókur hefir verið gjörður á hann til hægri handar fyrir innan Hafnarfjarðarvegamótin, svo að hægt væri að fylgja slakkanum niðri bleytunni og forinni.
Það þyrfti að vinda bráðan bug að því að gjöra eitthvað við þennan veg alla, bæði bæjarkaflann og sýslukaflann, og ætti helst að byrja þegar í vikunni nú eftir helgina, ef nokkurt lið á að verða á annað borð að slíkri aðgjörð í sumar. Nú er líka almennt atvinnuleysi hér og auðgefið að fá ódýran vinnukraft, en hins vegar sjálfsagt góðverk og siðferðislegt skylduverk, að veita fátæku fólki þá atvinnu, sem unnt er, í þessari vandræðatíð, þar sem slíkt nauðsynjaverk er fyrir hendi, sem óhjákvæmilega þarf að vinna. – Óskandi væri, að sýslunefndin hefðu nú þá umsjón á sínum vegkafla, ef hann verður lagður um, að hann verði betur af hendi leystur, en hið svo nefnda “Löggjafa-skeið” (hérna megin í Kópavogs-hálsi).


Þjóðólfur, 5. júlí 1884, 36. árg., 26. tbl., bls. 102:

Vegleysan að höfuðborginni.
Það skyldi maður ætla, að til vegagjörðar væri hvað best vandað í hverju landi, í námunda við höfuðstað landsins, en Reykjavík mun vera undantekning í þessu, sem svo mörgu öðru frá öðrum höfuðborgum, og sýndist þó vera talsverð ástæða til, að halda viðunandi vegum uppi upp frá bænum. Bæði fer þar fjöldi lestamanna yfir, sem sækja að bænum og sjóplássunum þar í grennd, enda er þetta hinn almenni útreiðar vegur Reykvíkinga, það mundi nærri því mega segja hinn almenni kirkjuvegur þeirra á sumrin, þar sem miklu fleiri bæjarbúar sækja þá Ártúnskirkjuna heldur en dómkirkjuna á sunnudögum. Einnig er þetta það af vegum landsins, er flestallir útlendingar sjá lang helst. Það er vegurinn úr bænum inn að Elliðaánum, sem hér er einkum við átt, og fellur hann í tvo kafla, annan, sem bænum tilheyrir, og hinn,, sem heyrir til Kjósar- og Gullbringusýslu. Bæjarkaflinn nær út úr bænum og upp að vegamótunum, þar sem Hafnarfjarðarvegur skilst frá. Að stefnunni á bæjarkaflanum, eða því, hvar hann er lagður, er ekkert að finna, en hitt er fráleitt, að vegkafla þessum skuli ekki vera við haldið í nokkurn veginn færu ástandi; en þetta er ekki gjört; undir eins og kemur upp fyrir hegningarhúsið skortir ofaníburð í veginn; hnökragrjótið í undirlaginu er því hvarvetna komið upp úr og ægir þar hrossum og fótgangandi með hálsbrotsbyltum. Um kaflann frá Hafnarfjarðarvegi og upp undir árnar er það að segja, að hann er bæði í hneykslanlegu ástandi, enda er hann og lagður mjög óhöndulega að stefnunni til; því að þar sem hann nú er, verður viðhaldskostnaður marfalt meiri á honum, heldur en ef hann væri lagður á réttum stað, og þar að auki verður honum aldrei viðhaldið svo í lagi sé, þar sem hann er. Þegar Reykjavíkurkaflinn af veginum var lagður, var það vitanlega tilgangurinn að áframhald hans skyldi lagt verða inn melhrygginn inn að Mjóumýri svo kallaðri, yfir mýrina, sem auðvitað þyrfti að brúa, en hún liggur hátt, og þar innar af mætti halda melhryggnum inn að Bústöðum. Með því að leggja veginn þannig, sleppa menn við Háaleitisklifið og hina minnisverðu brú á slakkanum hérna megin við það. Í stað þess, að leggja veginn þannig, sem er langkostnaðarminnst eins og vegurinn yrði þá og betri og ódýrra að viðhalda honum, þá við heldur nú sýslunefndin með lélegri ruðningu gamla veginum, sem nú liggur svo, að krókur hefir verið gjörður á hann til hægri handar fyrir innan Hafnarfjarðarvegamótin, svo að hægt væri að fylgja slakkanum niðri bleytunni og forinni.
Það þyrfti að vinda bráðan bug að því að gjöra eitthvað við þennan veg alla, bæði bæjarkaflann og sýslukaflann, og ætti helst að byrja þegar í vikunni nú eftir helgina, ef nokkurt lið á að verða á annað borð að slíkri aðgjörð í sumar. Nú er líka almennt atvinnuleysi hér og auðgefið að fá ódýran vinnukraft, en hins vegar sjálfsagt góðverk og siðferðislegt skylduverk, að veita fátæku fólki þá atvinnu, sem unnt er, í þessari vandræðatíð, þar sem slíkt nauðsynjaverk er fyrir hendi, sem óhjákvæmilega þarf að vinna. – Óskandi væri, að sýslunefndin hefðu nú þá umsjón á sínum vegkafla, ef hann verður lagður um, að hann verði betur af hendi leystur, en hið svo nefnda “Löggjafa-skeið” (hérna megin í Kópavogs-hálsi).