1880

Norðanfari, 8. apríl 1880, 19. árg., 21. tbl., bls. 45:

Um brúna á Eyvindará. Það er leiðinlegt og Austfirðingum til mikillar minnkunar ef að brú sú sem Tryggvi Gunnarsson hefir gefið efnið í og flutt kauplaust til Seyðisfjarðar og fara átti á Eyvindará verður flutt burtu án þess að samtök séu gjörð til að flytja hana upp yfir. Mest orsök til þessa mun vera það, að enginn hefir gefið sig fram sem sérstaklega hefir verið falið á hendur að gangast fyrir flutningum og sjá um meðferð á brúarviðnum o.s. frv., og hefði sá maður þurft að hafa góðar kringumstæður til þessa. Ég sting nú upp á því, að menn í þeim sveitum sem næstir eru og sérstaklega þeir sem framvegis hafa not og hagræði af brúnni, ef hún kemst á gangist fyrir samtökum til að flytja hér eitthvað af stjórtrjánum, hverjir eftir sínum liðsafla. Það er svo sem auðséð, að flutningur á brúnni upp yfir verður kostnaðarsamur, en mér hefði þótt mikið tilhlýðilegt að menn hefði unnið að þessum brúarflutningi fyrir sem allra minnsta borgun, því þó óneitanlega sé nauðsynlegt að brúa Eyvindará, þá þarf þó víðar að brúka vegabótasjóð sýslunnar, en til þess fyrirtækis. Það er líka aðgætandi, að Tryggvi af drengskap sínum gefur okkur efnið í brúna og flutning á því til Seyðisfjarðar, en við seljum okkur sjálfir flutning á henni uppyfir og höfum þá margfalt hagræði af brúnni. Héraðsbúi.


Norðanfari, 8. apríl 1880, 19. árg., 21. tbl., bls. 45:

Um brúna á Eyvindará. Það er leiðinlegt og Austfirðingum til mikillar minnkunar ef að brú sú sem Tryggvi Gunnarsson hefir gefið efnið í og flutt kauplaust til Seyðisfjarðar og fara átti á Eyvindará verður flutt burtu án þess að samtök séu gjörð til að flytja hana upp yfir. Mest orsök til þessa mun vera það, að enginn hefir gefið sig fram sem sérstaklega hefir verið falið á hendur að gangast fyrir flutningum og sjá um meðferð á brúarviðnum o.s. frv., og hefði sá maður þurft að hafa góðar kringumstæður til þessa. Ég sting nú upp á því, að menn í þeim sveitum sem næstir eru og sérstaklega þeir sem framvegis hafa not og hagræði af brúnni, ef hún kemst á gangist fyrir samtökum til að flytja hér eitthvað af stjórtrjánum, hverjir eftir sínum liðsafla. Það er svo sem auðséð, að flutningur á brúnni upp yfir verður kostnaðarsamur, en mér hefði þótt mikið tilhlýðilegt að menn hefði unnið að þessum brúarflutningi fyrir sem allra minnsta borgun, því þó óneitanlega sé nauðsynlegt að brúa Eyvindará, þá þarf þó víðar að brúka vegabótasjóð sýslunnar, en til þess fyrirtækis. Það er líka aðgætandi, að Tryggvi af drengskap sínum gefur okkur efnið í brúna og flutning á því til Seyðisfjarðar, en við seljum okkur sjálfir flutning á henni uppyfir og höfum þá margfalt hagræði af brúnni. Héraðsbúi.