Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Samanburður mismunandi umferðargreininga og tilvikagreining

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Aðgengi og gæði gagna er tíðrætt viðfangsefni þegar kemur að mati og forgangsröðun samgönguframkvæmda. Erfitt getur verið að nálgast þau gögn sem þarf fyrir slíkar framkvæmdar sem og að greina þau á viðeigandi hátt. Stafar það m.a. að því að samgöngukerfið er afar víðfeðmt og tíma- og kostnaðarfrekt er að nálgast gögn sem ná til allra anga þess.

Í gegnum tíðina hefur helst verið aflað gagna með staðbundnum teljurum. Á undanförnum árum, samhliða örum tæknibreytingum, hafa þó sprottið upp nýstárlegar leiðir til þess að safna umferðar- og samgöngugögnum. Nokkrar af þeim leiðum sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár felast annars vegar í notkun myndgreiningartækni s.s. með númeraplötulestri og hins vegar með því að safna svokölluðum fljótandi ökutækjagögnum (t.d. með TomTom), þ.e. að safna saman gögnum í gegnum staðsetningarbúnað hinu ýmsu tækja, s.s. leiðsögukerfa, snjallsíma. Þessi gögn bjóða upp á þann möguleika að fylgja eftir einstaka ökutækjum, bæði m.t.t. staðsetningu og tíma. Í dag er myndgreiningartækni er bundin við tilteknar staðsetningar/snið þar sem öll ökutæki eru mynduð yfir ákveðið tímabil.

Nýlega hefur Vegagerðin staðið að undirbúning og mat á mögulegum áhrifum framkvæmdar á hjáleið þjóðvegarins um Borgarnes. Þar var m.a. nýtt sér gögn með hefðbundnum talningaraðferðum úr föstum umferðarteljurum Vegagerðarinnar en einnig framkvæmd númeraplötugreining út frá myndbandsupptökum. Við það safnaðist saman umfangsmikið gagnasafn sem hefur það að markmiði að kortleggja hugsanlega fjölda sem myndi nýta sér hjáleið um bæinn. Vegagerðin stóð fyrir þessari greiningu og þar sem hægt er að afla fljótandi ökutækjagögnum fyrir sama tímabil með hugbúnaði TomTom hefur skapast einstakt tækifæri að bera saman þessi gagnasöfn sem er viðfangsefni þessarar rannsóknar.

Rannsókn þessi getur því svarað spurningum sem snúa að ávinning og takmörkunum með mismunandi gagnaöflunaraðferðum sem mun reynast mikilvæg þekking fyrir aðrar samgönguframkvæmdir.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið rannsóknarinnar er að bera saman mismunandi talningar- og greiningaraðferðir og meta gæði, áreiðanleika og takmarkanir þeirra. Rannsóknin miðar að því að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig geta fljótandi ökutækjagögn aðstoðað við ákvarðanatöku í undirbúningi samgönguframkvæmda?
  • Gefa niðurstöður slíkra greininga sambærilegar niðurstöður og umferðartalningar sem reiða sig á myndavélar sem lesa númeraplötur?
  • Hversu mörg ökutæki eru í úrtaki fljótandi ökutækjagagna í samanburði við raunverulegan heildarfjölda ökutækja?
  • Hver er æskilegasta blanda gagna til þess að skapa upplýstar forsendur um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda?
  • Hver eru kostir og gallar hverrar aðferðar fyrir sig? S.s. umfang gagna, gæði, kostnaður o.s.frv.
  • Geta fljótandi ökutækjagögn svarað sömu spurningum og sú gagnasöfnun sem framkvæmd var í Borgarnesi?

Markmiðið er þannig að kortleggja mismunandi talningar- og greiningaraðferðir sem standa til boða í dag. Gerður verður samanburður á sambærilegum gögnum yfir sama tímabil og þau borin saman. Með því að nýta gagnasöfnun og greiningu sem hefur verið gerð í undirbúningi gatnaframkvæmdar í Borgarnesi má dýpka greininguna og betur nýta sér niðurstöður hennar.

Meðal þeirra spurninga sem verður litið til í greiningunni eru eftirfarandi:

  • Hlutfall ökutækja sem TomTom nær (með því að bera saman við gögn úr umferðarteljara).
  • Hversu stórt hlutfall ökutækja er með ferðatíma  ≤ 15 mín. í gegnum þéttbýlið (þá nota sömu skilgreiningu á mörkum þéttbýlis og Vegagerðin).
  • Hvar ökutækin stoppa í Borgarnesi?
  • Hver er meðalferðatími í gegnum þéttbýlið, af þeim ökutækjum sem stoppa ekki (≤15 mín).
  • Hvar myndast tafir á Hringvegi í gegnum Borgarnes og þar af mestu tafirnar og hvenær þær eiga sér stað, mánuður, vikudagur og tími.