Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Manngerð fálkahreiður

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Fálkar eru fáliðaðir á Íslandi og viðkvæmir fyrir hvers kyns truflun á varpstöðvum. Einn af takmarkandi þáttum fyrir fálka er framboð á hentugum varpstöðum. Stækkun þjóðvegakerfisins og aukin umferð um það getur skert gæði þeirra varpstaða sem liggja nærri vegum. Þetta verkefni gengur út á að hanna og byggja hreiðurstaði á óðulum sem hafa fáa eða óhentuga hreiðurstaði. Fylgst verður með árangrinum í þrjú ár til að læra af reynslunni. Niðurstöður þessa verkefnis má svo nota til að hjálpa fálkum sem byggja óðul sem eru undir álagi vegna nálægðar við þjóðvegi. Það verður gert með því að smíða fyrir þá traust hreiður og eins vel varin fyrir truflun og hægt er á viðkomandi óðali.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að hanna og byggja nothæf hreiður fyrir fálka og afla þekkingar á því hvað virki best í þeim efnum.